Það sem er inn í dag...

.... KP Hannesson, Henson eftir að hafa ákveðið á föstudegi að honum langar að læra á gítar og kaupa sér gítarinn á laugardegi.

.... KP aftur fyrir að vera enþá að spila á gítarinn og klukkan er hálf tvö

.... Texas Roadhouse, steikhús sem við félagarnir fórum á í dag. Átum á okkur gat, allt var gott á bragðið, starfsfólkið dansaði og við fengum að éta hnetur og henda skurnini á gólfið (eða í hvern annan)

.... Extreme Makeover: Home Edition, en þau eru einmitt hér í MGM að gera upp hús fyrir fjölskyldu sem gerir allt fyrðr aðra og á bágt. Komu upp í AUM og tóku eitthvað upp. Spurning um að tékka á húsinu á morgun.

.... Adobe, og öll þau forrit sem falla undir það, þá sérstaklega Illustrator og Photoshop! 

.... Canon 40 D, fyrir það að vekja ljósmyndarann í mér á ný (þó ég hafi ekki enþá fengið tíma til að ferðast um með hana).

.... Hlaup, við gerum ekki annað en að hlaupa á æfingum. Í dag átti að vera fótbolti,  en honum var fljótt breytt í hlaup. Kúl....

.... Fluid of the proper kind,  sem er einmitt dálkur hér til hægri og ég tróð einu af betri lögunum hans Jason Mraz

... Gömul Superbowl auglýsing frá E-trade!!

.... Jason Mraz, er líka að skila sínu með þessu gamla lagi hérna.

 

..... Blogg! 

 Já gott fólk það er sko allt að gerast hér á bloggsíðu Rasskelsins.

reyndar alvarlega tilgangslaus færsla en engu að síður færsla!
Eitthvað fyrir ykkur að gera!

Pís át píps.

 Kv. Rasskell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok. ég er farin að líta út sem stalker haha. ég tók bara minn venjulega bloggrúnt og voila! halldór búinn að blogga enn á ný!

Fluid of the proper kind - haha :D

Ég er ánægð með "endalausa" áhuga KP á gítarleik. Vonandi verður hann orðinn feikifær í sumar og getur leikið hvern slagarann á fætur öðru :D

metta (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 20:05

2 identicon

Fíla það bara að þú hafir sóma í það að commenta þrátt fyrir að lúkka eins og stalker!
Þá nennir maður í það minnsta að blogga á meðan ;)

 Og engar áhyggjur.... KP er einmitt að glamra "as I type!" held hann verði búinn að negla niður nokra varðeldar slagara fyrir sumarið!

Halldór (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:02

3 identicon

PS. hvað er málið... kemst aldrei inn á síðuna þína... er hún dauð?

Halldór (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:05

4 identicon

Heyrðu já ég tók þá dramatísku, og jafnframt hreinsandi ákvörðun að eyða síðunni minni fyrir fullt og allt. Ég var komin með upp í kok af því að fara alltaf í fílu vegna þess að fá fáar heimsóknir og enn færri komment hehe.

Þess vegna hef ég tekið uppá því að skrifa ógeðslega löng komment hjá þeim sem ég les bloggin - bara til að fá útrás fyrir "bloggþörfina".

metta (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 01:37

5 identicon

Jæja ég verð þá bara að taka því eins og maður.

Ef ég tek bjartsýnina á þetta þá verður í það minnsta nóg af löngum commentum hjá mér ;)

Halldór (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 04:36

6 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Þú stendur þig með stakri prýði minn kæri bróðir í sambandi við bloggið!!

Mér lýst vel á KP og þá sérstaklega að hafa fengið áhugann á föstudegi og keypt gítarinn á laugardegi..... hljómar kunnulega í mín eyru að gera hlutina áður en færi gefst að hætta við ;)

Þið eruð flottir!! knús

Monika Margrét Stefánsdóttir, 25.2.2009 kl. 10:22

7 identicon

Mér finnst þú eiga stóran heiður skilið að blogga ennþá á meðan allir eða flestir eru hættir að nenna þessu. Gaman að geta fylgst með þér og öllum þínum ævistýrum

Sævar biður að heilsa þér....

kv.Dísa, Sævar og Nadía

Dísa (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:03

8 identicon

Jæja Halldór. Hvar er metnaðurinn? Mig vantar eitthvað til að lesa, fyrir utan skólabækur :)

metta (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband