Tímaleysi, Tornado og Takkaskór...

Þar sem ég sór þess eið að verða virkasti bloggari sunnan við WalMart á Atlanta Highway þá finn ég mig knúinn til að halda áfram að henda inn færslum.

Staðan í Montgomery er hin ágætasta þessa daganna.  Kreditkortið fengið að finna duglega fyrir því með myndavélapöntun og skópöntunum. Fékk kassa með 7 takkaskóm sendan hingað í gær. Ekki leiðinlegur pakki það!
Tinna var líka svo elskuleg að hjálpa mér að panta myndavélina (þar sem ég er hryðjuverkamaður með íslenskt kreditkort) svo nú er ég loksins kominn með alvöru myndavél á ný!
Canon 40 D fyrir forvitnar sálir.
Nú fer ég að geta tekið listamannalöbbin á þetta (verst að það er hvergi hægt að labba í þessu landi).

Síðustu dagar hafa þó einkennst af eftirfarandi.

Topp æfingum: þar sem mér tekst þó yfirleitt að slútta æfingunni á undan öllum þar sem ég er straujaður og neyðist til að fara í ís og ummönun hjá sjúkraþjálfurunum. Verð að hætta að tala illa um strákana, þeir frétta það greinilega alltaf.

Fyrsta ferðin á bakkann: Fáránlega gott að komast aftur á bakkann. Tókum einnig nýju myndavélina hans Svenna í sund. Afleiðingar þess voru þó þær að KP hefur verið rúmliggjandi síðustu 2 daga með kvef og kúk. Ljótur hósti maður!

Skólanum: Hann er samur við sig. Passlega mikið nám, og maður er að skila þessu bærilega frá sér. Það besta við þetta allt saman að núna í byrjun mars þá klára ég 2 áfanga. Byrjar reyndar einn annar síðan í mars en það verður kjúklingakúkur hliðin á þessum tvem! Næs.

Tornado Warning: Í gær var stuð og stemming á bænum, send á neðstu hæð á bókasafninu, tímum var slúttað og ég veit ekki hvað. Reyndar varð aldrei neitt almennilegt úr þessu, fór allt í kringum okkur. En maður fékk að sjá og heyra í nokkrum ágætis bombum í fjarska. Alltaf gaman í óveðrunum. KP og Svenni gerðu heiðarlega tilraun til að documenta þetta, KP er nú rúmmliggjandi í 2 daga í viðbót með kvefið.

Tímaleysi: Já ég held að það sé eitthvað undarlegt í gangi hérna í MGM. Mars verður  kominn áður en ég veit af, ég verð 22 áður en ég veit af, við erum næstum því búnir að vera hérna hálfa önnina!! Ég sver ég var að lenda hérna í síðustu viku! sjiiiiddurinn!

Nýr hæfileiki: Hef líka loksins náð að læra almennilega á Illustrator (graffískt forrit) tækni sem ég hef alltaf ætlað mér að negla niður. Það kallast að Vector trace, nú þoli ég ekki íslenskuð hugtök úr tölvuheiminum eins mikið og ég elska nú íslenskuna. Læt þar við heita. Hér er í það minnsta afraksturinn. --------

 

Annars þakka ég bara fyrir innlitið. 

Munið að vera góð hvort við annað... þá gengur allt svo miklu betur!

Kv. Afi....

 ----------------------------------------

 

HAHAHHAHAHAHA BREAKING NEWS!!!!!

Einhver of fyndinn gerði þetta!!

www.hugi.is/metall    

OF gott stöff!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá tornado og allt að gerast hjá þér á meðan það er bara venjuleg rigning hér á klakanum og snjórinn á hröðu undanhaldi!!!

Þetta með tímaflugið.... klárlega merki um að aldurinn færist yfir af fullum krafti minn kæri  

Svo ein spurning svona í restina.... Ef þú ert alltaf tæklaður niður af félögunum á æfingu og nærð ekki að klára hvað í ósköpunum hefuru þá að gera með SJÖ PÖR af takkaskóm????

Kiss og knús af klakanum og Skærurnar biðja kærlega að heilsa

Stóra systa (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:32

2 identicon

Til hamingju Halldór. Þér tókst að skrifa blogg sem ég hef ekkert út á að setja, engar stafsetningarvillur sem stungu í augun og ekkert sem vakti forvitni mína svo ég bara VARÐ að vita.

Ég er ánægð með þennan bloggdugnað þinn, ekki var minn dugnaður mikill hehe.

Þegar ég las um þessi 7 skópör þá datt mér fyrst í hug að þú hefðir verið að panta fyrir allt krúið í húsinu en ég veit ekki. Ef svo er ekki þá máttu vita það, að mér finnst fullkomlega eðlilegt að eiga svona margar tegundir af fótboltaskóm hehe. Grínlaust :D

Ég sé þig alveg fyrir mér að taka "lúðaleg" listamannarölt hehe :D

metta (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:46

3 identicon

Stóra systa: Djöfull eru þetta ljótar fregnir af klakanum!! uss...
Annars er það líklega rétt hjá þér! aldurinn færist yfir, ég þarf að fara að finna mér jarðskekja, reysa kofann, næla mér í kostulegann kvennkost og skjóta niður fjölskyldunni áður en ekkert verður eftir nema krumpu typpið.
En þetta voru víst skór handa 4 strákum svo þetta sleppur hehe.
Kossar til skæruliðanna og þín (og einn handa Gunna hehe)

Metta: Vá hvað þetta blogg varð tilgangslaust þegar þú sagðir "ekkert sem vakti forvitni mína svo ég bara VARÐ að vita". en ég er stoltur af stafsetninga villu leysinu. hehe
Þú ert að skila góðu í vinnu þinni sem leiðréttari sýnist mér.

Og grínlaust held ég að það sé eitthvað að því að eiga svona margar tegundir þegar parið er farið að fjúka á 40 þús heima!! uss....

Halldór (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:28

4 identicon

Ég hafði nú ekki í huga að gera lítið úr blogginu þínu, alls ekki. Stundum er bara nóg að fá fréttir án þess að þær kveiki einhverja sérstaka forvitni eða eitthvað álíka. Skiluru mig? Það þarf ekki allt að vera djúsí alltaf.

Ég var einmitt að "föndra" mér hlaupaskó á nike iD. Geðveikt svalir! Ég bíð bara aðeins lengur eftir hagstæðara gengi hehe.

Annars er breaking news bara of gott hehe. Hugi klikkar ekki! Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að hann væri enn í gangi en KHammett eitursvala notendanafnið mitt virkaði enn haha

metta (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:47

5 identicon

GÓÐAR FRÉTTIR - það byrjaði að snjóa aftur seint í gærkvöldi eða nótt og það svoleiðis kyngir niður þessa stundina, allt orðið snjóhvítt og bursta þarf af bílnum bara við að leggja honum í 20 mín ;)

stóra systa (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband