1/2

Kúrandi í holunni minni eina nóttina, vafinn inn í sængina sem mamma mín sendi mig með, þegar er ég skyndilega rifinn frá draumaheiminum mínum við það að ég er að drukkna. Ég kasta af mér sænginni, stekk á lappir og geri heiðarlega tilraun til að ná andanum.
Hitinn hefur ákveðið að koma í heimsókn og gott svitabað neyddi mig til að ræsa loftkælinguna á ný eftir langt frí. Mongomery er að hitna hægt og rólega. Við tökum sólargeislunum með bros á vör og berir að ofan. 

Það hefur gengið á ýmsu síðan ég skildi við ykkur síðast. 

Átaka vikur í skólanum með miðannaprófum (eða lokaprófum) heppnaðist ágætlega þar sem ég er núna staddur með hátt B eða A í flestum áföngum og tókst að ljúka tvem áföngum með A (markaðsfræði og mannleg samskipti). Núna er ekkert eftir nema bíða eftir að þessi vika klárist svo maður geti byrjað Spring Break 09.

 Með hækkandi sól og hitastigi, og fækkandi fötum, þá tókst okkur loks að hafa fyrsta almennilega bakka daginn. Við tókum fram olíuna og amerísku fótboltana. Það er nú varla hægt að biðja um það betra.

Síðustu helgi var svo haldið sjö manna mót hér í skólanum. Við skiptum liðinu í tvennt. AUM-Black og AUM-White. Ég var í hvítum og ætla ég mér nú ekki að nudda þessu meira í menn en að segja það að við rústuðum þessu móti. Tek að alvarlega á mig að ég skulda þau nokkur mörkin en þar sem ég assistaði Svenna duglega á tímabili þá læt ég það sleppa. Veðurfar þennan knattspyrnudag var með besta móti. Eftir að hafa verið á vellinum í 7 klukkutíma voru flestir orðnir vel rauðir og Aloa Vera nú orðinn besti vinurinn.

Þar sem þessi önn er nú hálfnuð og tveir mánuðir í heimkomu þykir mér við hæfi að útnefna nokkra vel valda hér með góðum orðum.

Orðurnar Hljóta:

  • KP: Hlýtur nafnbótina "Pönkarinn" eftir að byggja sér upp nýja ýmind hér úti. Einnig hlútur hann nafnbótina "Trillti trúbadorinn" eftir að glammra á gítarinn svo lengi að það sést í fingurbeinin.
  • Svenni: Er nú betur þekktur sem "Thrill Seekerinn" fyrir það að finnast fátt meira spennandi en að koma askvaðandi inn í íbúð og prófa að skjóta einhvern. Einnig er hann helmingurinn af "súru bræðrunum" fyrir það að "súrast" þegar fjölskyldan ræðir eitthvað svalt eins og Star Wars eða annað spennandi efni.
  • Arnar: Er hinn helmingurinn af "Súru bræðrunum" af sömu ástæðum. Einnig er hann núna betur þekktur sem "Maður falskra vona" eftir að vera frumkvöðull þess að byggja upp falskar vonir hjá brothættum námsmönnum um frí í tíma eða vonir að losna fyrr en áætlað var.
  • Imba:Er nú betur þekkt sem "Geldingurinn" ekki fyrir það að vera sljálf eitthvað óhæf, heldur hefur hún tileinkað sér þá list að gelda öll þau dýr sem hún kemur höndum yfir. Sagan segir að rottur og froskar hér í Alabama séu nú í útrýmingarhættu þar sem þetta er allt ófrjótt.
  • Jói: Gengur burt frá þessum helming betur þekktur sem "líkamsræktar frumuðurinn" En hann er núna, að eigin sögn, orðinn þessi tvær æfingar á dag týpa. Ekki ódýrari týpan það!
  • Gunni: Er samur við sig og heldur fast í nafnið "Gunni Drama", vinur okkar Johnny Drama gæti allt eins hætt þessum stælum því hann á lítið í Gunna.
  • Viggi: Eða "Sögumaðurinn" eins og hann er einnig þekktur, hefur fært okkur þær nokkrar sögurnar af fræknum mönnum eins og John S. Mirror. Einnig kýs ég að kalla strákinn "Sterarnir", kannski ekki fyrir það hvað hann er sjálfur afspyrnu massaður, heldur það er honum að þakka hvað ég er að verða massaður. Það eru hundruðir armbeygja sem ég hef fengið að gera þökk sé sorakjafts á karlinum og eru byssurnar að verða vel hlaðnar hjá liðinu! Ekki leiðinlegt það.
  • Ágúst: Hlýtur nafnbótina "Hr. Yfirvegaður" fyrir það hvað hann tekur öllu með jafnaðar geði. Þetta er auðvitað allt saman frussandi kaldhæðni, enda þekki ég fáa með styttri þráð en Ágúst. Menn í MGM kunna almennt að meta það, enda er æstur Ágúst einstaklega fyndinn Ágúst.
  • Stefán: Eða "Stefán Hreini" þar sem maðurinn lifir víst skýrlífi, einnig er hann betur þekktur sem "Maðurinn í búrinu" en hann er sagður þeyta skífunum eins og engin annar.
  • Alexandra: Er betur þekkt sem "Þyrnirós" eða "Vampíran" þar sem hún sést nú oftar en ekki fyrr en sólin er sest. Alexandra kýs að kenna stífu prógrami skólans um, enda eru báðar einingarnar gríðarlega þungar.
  • Tinna: Eða "Bank of America" hefur verið stoð og stytta íslenskra námsmanna sem eru nú taldir hryðjuverkamenn af alþjóðabönkum. Hún hefur séð til þess að Benjamín heldur áfram að rata í hendurnar á okkur og gerir okkur kleift að eyða eins og sannir Námsmenn.

 

Þá er nóg komið af því.

Eins og ég sagði. Spring Break næstu helgi, stefnan lögð til Panama City (efst í Flórída) og þar verður víst djammað og djúsað í 4 daga. Leiðin liggur þá með Svenna, KP og Bjartmar (sem ætlar að koma í heimsókn yfir Spring Break) yfir til Daytona þar sem við ætlum að taka fallhlífastökkið á þetta. Þá er þó ekki öll sagan sögð, því stefnan er að keyra um með kort og áttavita. Ekki leiðinlegt það!

Slúðrið segir svo að White Glove Productions séu núna að hrökkva í gírinn eftir að losna frá skólanum. Við bíðum spennt eftir því hvort eitthvað af viti komi frá þeim.

Áður en ég slútta þessu bulli þá ætla ég að óska mömmu minni (og fjölskyldunni) til lukku með nýju klessuna sem er komin í fjölskylduna. Askur undrahundur varð pabbi, eignaðist 4 hvolpa og einn þeirra fær hún móðir mín víst. Til lukku með þetta mamma mín

VIKUNNAR:

Kvikmynd Vikunnar: The Watchmen. Fáránlega ánægður með þessa mynd! Skemmtilegur stíll og yndislega dökk. Upptökur voru flottar og skemmtilegur söguþráður. Djöfull elska ég það þegar menn gera bíómyndir og hafa þær PG-13 til (bannað 12 ára) til að mjólka sem mesta peninginn úr þeim!

Lag Vikunnar: Á sama tíma að ári - Ný Dönsk. Fáránlega gott lag sem er oftar en ekki sungið þessa daganna. Textinn er svo yndislega perralegur.

Orðatiltæki vikunnar: "Eins og talað út úr mínu rassgati"  - Þegar einhver er hreinlega að bulla.

Mynd vikunnar: Saddleback Ridge. Tókst loksins að fara og taka myndir, gleymdi kortinu mínu heima svo ég tók bara eina mynd fyrir rest! Þvílíkt klúður. En hér er afraksturinn.

 

Rasskell Kastar kveðjum!

PS. já ég skal hjálpa ykkur... ég á afmæli bráðum! Tikk takk tikk takk!
Ef þið gleymið því að óska mér til hamingju þá afturkalla ég vinskap okkar! Só sorrí!

Saddleback


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Panama city í FLÓRÍDA!!! wtf!

allavega haltu áfram að A´s skólann og steikja á þér líkamann.

hata þig, ég skal hata þig aðeins minna á afmælisdaginn.

Biggz (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Halldór Áskell Stefánsson

Takk Biggi minn!
það er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég kýs að kalla þig góðvin minn! Þú manst að hata mig minna á afmælisdaginn!

Halldór Áskell Stefánsson, 9.3.2009 kl. 18:32

3 identicon

Glæsilegt blogg. Öfunda þig ekkert lítið að geta legið og tanað þig, þessa dagana er allt að drukkna í snjó hérna og leiðinlegu veðri. Ekki gott þegar maður er búinn að ákveða að vera dugleg að fara út að labba með vagnin þó að það sé brjáluð líkamsrækt að brölta með vagninn upp og niður stigann. En hafðu það bara gott og við munum ekki gleyma afmælisdeginum.

kv.Dísa, Sævar og Nadía

Dísa (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Þ'u ert náttúrulega bara alltaf jafn klikkaður elsku litli bróðir ;)

En ég skal lofa þér því að ég gleymi ekki afmælinu þínu (enda minnir facebook mig á)

Það var nóg fyrir mig að skreppa eina helgi í burtu og þegar við komum heim aftur í dag var sko ekkert búið að bæta neitt smá á snjóinn sem var hér fyrir og nær einn skafl alveg upp fyrir glugga hér á hliðinni á blokkinni og malena getur ekki beðið eftir að komast heim úr skólanum á morgun til þess að geta gert göng og eitthvað meira í þessum skafli ;) Þetta er alveg eins og það a að vera hér á klákanum fram yfir páska, eftir þá er ég alveg til í að fá alla sólina og hitann sem þú ert með bara hingað yfir hafið. Sérð þú ekki um að senda það eins og annað?

Kiss og knús frá ÍSLANDI-nu kalda

Monika Margrét Stefánsdóttir, 9.3.2009 kl. 23:34

5 identicon

Gott að ég geti aðstoðað elsku Dóri minn :)

Rosalega flott mynd! Ég hlakka til þess að sjá fleiri!

Tinna (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 05:00

6 identicon

Dísa: Já ég öfunda ykkur ekkert lítið af því að hafa allt þetta hvíta gull! það eru 2 ár í að ég fæ almennilega að njóta þessu! :( Kastaðu kveðjum á óvitann og Nadíu ;)

 Mona: Já þetta verður vonandi komið til hennar fyrir Páskanna. Ætti að vera það. Ég setti þetta líka á hennar nafn. Það er svo spennandi að fá eitthvað í póstinum! ;)
Kysstu þær nú fyrir mig.

Tinna: Þú ert að standa þig Tinna mín! Ljósmyndarinn í mér fílar þig ;) og takk, ég skal reyna að vera duglegur.

Halldór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 06:53

7 identicon

Þú varst rennandi blaut, í miðjum pollinum, þegar loksins ég skaut upp kollinum.

En þú komst svo seint. Sumir verða að millilenda, samt var flogið beint - velkominn á leiðarenda...

Ánægð með þig Halldór! Bæði fyrir fínu Vector myndina af mér og svo fyrir að fíla þetta lag. Þetta lag hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér :)

Ég er búin að koma mér upp þeim hagnýta hæfileika að ég er ekki lengur afbrýðissöm af því að heyra sögur af sólinni. Sólin skín hér líka þó það sé örlítið kaldara en ég fer þá bara í ljós ef mig langar í tan :P

Yndislega falleg mynd, þ.e.a.s. saddleback ridge :)

metta (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:33

8 identicon

Til hamingju með afmælið rúsínurassgatið mitt. Ég vona að þú sökkvir Kristjáni ekki um og of í vitleysuna þarna í Panama City. Skemmtið ykkur fallega drengirnir mínir.

kv. Einar S

Einar Sigþórsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:11

9 identicon

Metta: Gríðarlega got lag! og ánægður með jákvæðnina! Þakka svo bara fyrir gullhamrana um myndina. Góð mynd.

Einar: Ánægður með þig sæti! Hafði áhyggjur að ég myndi bara hanga með kærustunni þinni en ekki þér þegar ég kæmi heim þar sem ég þyrfti að afneyta þér sem vin!! ;)
við pössum okkur kjúti!
Farðu að kíkka í heimsókn!

Halldór (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:14

10 identicon

Vá hvað þetta er flott mynd

Eygló Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:01

11 identicon

Takk takk Eygló

Halldór (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband