Létt og laggott

Þá ætti ég loksins að komast í samband við umheiminn, gerast stórtækari í tæknimálum, duglegri við myndir (jafn vel myndbönd) og hrist aðeins upp í þessari síðu. Jú því í dag datt inn um hurðina hjá mér hin ágæta tölva sem ég var að splæsa í. Í stuttu.... ég er sáttur!

Staðan er fín hér í MGM. Næstu 2 helgar fara í það að rúnta niður til Mobile (bær rétt hjá ströndini í Alabama) þar sem við gistum og spilum 2 leiki hvora helgina. Við spiluðum einnig leik í gær þar sem KP gerði sér lítið fyrir og tróð inn marki og fagnaði svo eftirminnilega. Stóð sig vel strákurinn þar!
Annars er lítið að frétta. Læt myndirnar tala (kominn bunki inn)

Rennireiðin! Hér sjáum við Saturninn sjálfann! Aðal kagginn á götum MGM og gefur ekkert eftir! Hann er nú þegar búinn að taka einn pikkupp í rassinn og fanst það bara gott!

 

 

 

Erfiðar aðstæður

 Já KP og Gústi í góðu glensi á golfvellinum. Golfbíllinn átti þó ekki í erfiðleikum með torfærurnar. Menn golfuðu grimmt og höfðu flestir gaman af. Ég tók það að mér að keyra um enda ekki mikill golfari í mér.

 

 

 

 
El Ala Svala Kokkarnir án klæða gefa ekkert eftir og oftar en ekki er uppskrifta og heilræða bókin góður vinur! Hér er ég að undirbúa ritzaða kjúklinginn sem hún litla systa gerir svo LISTA vel! Henni er hér með boðið í mat til mín og ég skal þá einu sinni elda hann ofan í hana. Einnig vil ég þakka Jónasi fyrir eitt af topp heilræðunum í bókini. Rakst á það um daginn.
"Once you go black you never go back" - Jónas

 

 

 




ÍskápurinnJá Wal-Mart sér um sína og KP sér vel um ísskápinn okkar! Það mætti halda að hann en ekki ég hafi unnið í uppröðun hjá Coke á árum áður! 80% innihalds ísskápsins eru drykkir. Til gamans má þó geta að frystirinn er FULLUR af kjúklingi og öðrum gæða vörum!

 

 

 

 

 


KóngalífiðJá við værum nú að ljúga því ef við segðum að hér færi illa um okkur. Hér erum við hallareigendurnir daginn eftir leik að sleikja alla þá sól sem okkur er gefin. Þegar þetta varð of erfitt náðum við í drykki í kælinn hans KP og tókum Round 2. 

Krúsjal að maxa sig á frídögum!
Staðreyndir af bakkanum:
"rautt verður brúnt"
"svart er kúl"
"hvít læri eru ljót læri"

 
Stálin stinnKári og Viggi mættir í skvassið. Skvassið hefur verið að vekja mikla lukku í MGM enda er Tennis tímabilið ekki hafið. Uppdrátturinn hefur þó vægast sagt verið erfiður hjá mér enda er ég að ná mér af erfiðum axlarmeiðslum. Hef verið að taka Rocky æfingarprógram á þetta og mun koma með comeback (eða bara byrja yfirleitt) núna á næstu vikum.

 

 


Rándýr!KP tók sig til eitt kvöldið og bakaði líka þessa ROSALEGU köku með róló kremi. Frussandi fjandi sem skilaði óneitanlega mörgum punktum í gagnabankann!
Þetta er bara byrjunin á fallegu sambandi!

 

 

 


DolfallinnMissing person since last night. Last seen walking too his room with his new computer. If anybody sees him outside please call 1-800-LostNerds 

 

 

 

 

Þá er það ekki meira í kvellene!
Það er meira af myndum í albúminu góða. Látið heyra í ykkur

Kv. Hal'door Stef'ahn sun (svona á víst að bera fram nafn mitt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss hvað þið eruð miklar húsmæður. Hérmeð er ykkur boðið í heimsókn á 3553 B Reserve Circle hljótið þann ómetanlega heiður að elda ofan í hjónakornin þar :) Við splæsum í matinn ef þið eldið, þar sem heimilisfólki finnst greinilega ekki jafn gaman að elda og ykkur þarna niður á Saddleback :)

Og með drykkjarkaup... Ég tók eftir þessu líka þegar við fluttum hingað, 80% af því sem maður kaupir í búðinni virðist alltaf vera í vökvaformi haha

Knús frá Svampshjónum :)

Hrafnhildur Svampskona (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:39

2 identicon

tu ert skemmtilegur bloggari halldor

Gusti (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:29

3 identicon

Bara svona að auglýsa það að Halldór hefur tapað 9 skvass leikjum í röð fyrir Kristjáni......

Nafnlaus (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:41

4 identicon

Bara svona að upplýsa fólk um að taphrinan hjá Halldóri heldur áfram og er komin í 12 leiki í röð......

Nafnlaus (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:02

5 identicon

Og hefur þar með komið KP úr þunglyndinu... gott meðal ;)

Halldór (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:13

6 identicon

Úff ég fæ bara vatn í munninn þegar ég sé þennan Saturn. Þvílíkur kaggi! Ef gæjarnir í Top gear myndu taka hann til umfjöllunar þá myndi hann pottþétt frá hæstu einkunn

 Bílar gera mig einmitt svo svanga hehe. Ég var að spá í að segja eitthvað annað en mér fannst það ekki viðeigandi þar sem mæður ykkar skoða þetta blogg.

 Bara ein spurning að lokum - hefðiru geta keypt þér stærri tölvu

metta (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:41

7 identicon

enn heldur taphrina halldórs á skvass vellinum áfram og er komin í 13 leiki og halldór er farinn að leita eftir keppinautum utan eigin íbúðar en það virðist engum árangri skila enn sem komið er...

Svenni (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 06:21

8 identicon

Ánægður með ískápinn! America to the MAX! og sama gildir um þessa borðtölvu sem þú varst að kaupa þér, þetta getyr ekki flokkast undir lappa! haltu áfram að leika þér á meðan eg brenn löngum og kvalarfullum dauðdaga.

Biggz (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:06

9 identicon

Já hvað er að sjá, alveg eruð þið drengirnir að koma skemmtilega á óvart í eldhúsinu þykir mér. Það er allavega gott að vita af því að ef mér dytti i hug að reyna að drattast einhverntíma i heimsókn þá allavega fær maður eitthvað í gogginn ;)

Frábærar myndir og endilega ónefndur hér í commentum leyfðu okkur að fylgjast með hvernig Litla bróa gengur í skvassinu...... (gaman að sjá að hann er ekki gulldrengur í alveg öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, ætti að halda honum aðeins á jörðinni)

Kiss og knús frá litla landinu í norðri

Stóra systa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:07

10 identicon

Hrafnhildur: Það má svo sannarlega skoða þetta með matarboðið!!! ;)

Gústi: Takk

Nafnlaus: farðu í rassgat

Metta: Jújú þetta er aðal kerran hér í MGM. Stelpusegull af Guðsnáð! ;) og.... nei gat ekki keypt stærri fartölvu ;) hehe

Svenni: Láttegisona!

Biggz: Ég hugsa hlýtt til þín! (ps. koddu í heimsókn)

Stóra systa: Ég skal elda all subbulega ofan í þig ef þú kemur og svo getu þú komið þér fyrir í koníak stofuni okkar og haft það gott! ekki málið vinan!
PS. ekki treysta á það að ég tapi of miklu í skvassinu, ætla ekki að stunda góðgerðastarfsemi í allan vetur Kv. Gulldrengurinn ;)

Halldór (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 08:10

11 identicon

jedúdda.... ég og Helga erum orðnar svo spenntar fyrir ferðalaginu og hvað þá að koma í höllina ykkar, spila skvass, fara rúnt í kagganum, fá vonandi köku og svo lengi gæti ég haldið áfram!!!

 aðeins 105 dagar í svaðilförina! crazy fun!!

Eagle, Dori, Arna, Forsetinn, Stóra ljóshærða, o.s.frv. (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:02

12 identicon

Fannst nú dómgæslan í þessum skvassleikjum vera e-h skrítin! átti að vinna þettam spurning hvort það hafi verið eitthvað samkomulag fyrir leikinn... peningar? maður spyr sig

Vignir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 06:52

13 identicon

engin mynd af mér í þessari færslu þetta er hneyksli með norðanmanna hreim

bomb (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband