Mamma Mia

Það er snemma að morgni í Alabama, morgunsólin hífur sig yfir tréin í fjarska og sendir geysla sína til að lýsa upp nýjann dag. Það er kyrrð yfir Montgomery, ólýsanleg stylling. Hvergi sálu að sjá á götunum, fuglinn nennir ekki að fljúga, kisi er of latur til að mala og frumur nenna ekki einu sinni að skipta sér. Bara annar dagur í MGM. Dæmigerður dagur í MGM, þar sem erfiðasta ákvörðunin er hvort þú ættir að fara út með ruslið fyrir eða eftir þriðju síestu. Halldór Áskell hrýtur enn, blóðið rétt læðist um líkamann sem gæti allt eins verið allur af hreyfingarleysi að dæma. Skyndilega ríkur púlsinn upp og drengurinn kastar sér á fætur. Kyrrðin er trufluð af síma sem liggur við rúmmið.

"Halldór Áskell Stefánsson, hvernig væri að við fengjum að sjá eitthvað annað en klámmyndir af þér og þínum þarna í Alabama! Hvernig er íbúðin, hvernig er bíllinn, hvernig er hverfið, hvernig er Wal-Mart"

Já góðir hálsar þetta er fyrsta formlega kvörtunin sem ég hef fengið yfir Berrössuðu Miðvikudögunum (Sá reyndar líka hálfkvörtun að hálfu móðir KP hér í myndakommentum svo það er 1.5 kvörtun komin) og almennu bulli á blogginu. Því verður hér nokkuð eðlileg færsla um hvernig lífið í MGM gengur.

Við erum búnir að koma okkur bærilega fyrir. Húsgögn bætast inn hægt og rólega, komnir með 4 eldhússtóla, fáum vonandi eldhúsborð í mánuðinum svo þetta fer að verða eins og heimili. Lífið er farið að taka einhverja rútínu hér, æfingar á miðjum degi, skóli á þriðjudögum og fimmtudögum og heimanámi púslað á allt saman. Annars er þetta nokkuð rólegt og þægilegt.
Erfitt er að sleikja sólina þegar æfingar skera í sundur daginn en menn nýta hverja stund sem gefin er og erum við strax farnir að misnota olíuna ef færi gefst. Ekki er langt að sækja sundlaugarbakkann en hann er hérna í sirka 40 skrefa fjarlægð frá útidyrunum.

Námið leggst bara ágætlega í mig. Er í 5 áföngum, Grunn viðskiptafræði, þjóðhagfræði (micro), viðskiptalögfræði, bókfærslu og svo online tölvu tímum um Upplýsingakerfi. Því miður er ekkert af þessu eins feitt og ég vonaðist eftir, allt hálfgerðir grunn áfangar og ekkert nýtt undir sólini í þeim. En þó þetta sé þurrt og þreytt þá er ég nokkuð viss um að markaðsfræðin á eftir að eiga vel við mig, leggst mjög vel í mig. Klára bachelorinn hér líklega á 2-3 árum svo það er flott.

Lífið í MGM er fínt, hið íslenska gettó sem við búum í hefur sína kosti og galla. Maður er í litlu íslensku samfélagi með íslenskan húmor og vitleysu allann daginn og ekki er hægt að væla það! En það sem vill vera verra er að maður er lítið að kynnast landanum hér. Get þó ekki sagt að maður væri til í að ganga frá þeim lúxus sem það er að hafa allt fullt af þeim fagmönnum sem fela sig hér í MGM.

Fótboltinn gengur líka fínt. Við erum báðir með sæti í liðinu, Kristján kominn í byrjunarliðið í vinstri bakvörðinn, ég er svo á flakki um stöður á könntunum og frammi. Mikið um góðann manninn og einstaklega gaman að spila þegar réttir menn eru settir á völlinn. Hópurinn er stór hér en við erum ekki í nokkrum vafa um að það mætti skera ögn af honum án þess að fella of mörg tár. Æfingar eru svo hinar ágætustu og við erum bara farnir að venjast hitanum vel. Drekkum nóg og blótum svo vel þess á milli sem maður tekur sprettina.

BakkinnÍ dag var einmitt æfing snemma (enda frí alla föstudaga í skólanum) svo við skelltum okkur á bakkann seinni partinn til að maxa okkur í sólini. Á morgun er svo leikur í Suður Karolínu svo það er snemma á fætur og taka rútuna þangað. Aðeins 5 tíma akstur og svo aftur heim. Frááábært.

 

Svo er það nýjasta frá Nígeríu svindlinu mikla sem tölvan mín er að verða, hún er víst á leiðini til mín með póstinum Páli. Á von á því að fá hana upp úr helgi og þá ætti ég að geta komist í almennilegt samband við umheiminn, heyrt í ykkur á msn og jafn vel skypað ykkur eitthvað.

En það er víst kominn háttartími á mig.
Ég býð góða nótt góðir hálsar

Kossar og kveðjur frá Halldóri Rasskeli

-Þetta blogg var sponsað af Mömmu og Ömmu-

PS. Veraldarvefurinn var með eitthvað vesen þegar ég reyndi að setja inn myndir. Gafst upp en náði að troða einni af bakkanum inn svona fyrir ykkur ;) koma s.s. myndir um/eftir helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Halldór

Þúrt skemmtilegur penni, bara arfaskemmtilegur penni, vona að þú hafir ekkert á móti því að ég linka inn á þig frá mínu bloggi. Hendi þér í "Albemskir eyjaskeggjar" kategoríuna :)

Kv. Hrafnhildur

Hrafnhildur AKA Frú Svampur AKA Krummi (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 19:09

2 identicon

hahahahaaaha grunaði strax að þetta símtal sem þú fékkst hefði verið frá mömmu þinni En alltaf gaman að sjá nýtt blogg frá þér og flott að þú sért að fíla þig þarna.

kv.Dísa og Sævar (sem alveg að fara koma heim )

Dísa (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:48

3 identicon

Já þetta var nú orðið frekar gróft hérna á tímabili, meira sega mér var farið að blöskra og þá er nú mikið sagt!

 Annars er ég að fíla skáldlegu innkomuna hjá þér, fyrir utan nokkrar stafsetningarvillur en hvað er á það á milli vina

Ég vildi að lífið hér í höfuðborginni væri jafn auðvelt, get amk sagt að námið sé ekki grunnt og þreytt en það er kannski aaaðeins of mikið að læra heima. Það kannski venst bara, maður er kannski alltof fastur í MA-fílinginum "þetta reddast" fyrir próf hehe

Geðveikt lame komment - pity maður !  ég skal kommenta aftur þegar mér dettur eitthvað hnyttið í hug...

metta (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:35

4 identicon

Hrafnhildur: Bara gott mal ad vera kominn tar inn! Hendi ykkur hja mer naest tegar eg fer i blogg mal!

Disa (og saevar): Tu thekkir gomlu hehe hun laetur heyra i ser! hehe kastadu kvedjum a fraenda og bumbubuann!

Metta: Lame comment er i tad minnsta comment :) alltaf gaman ad heyra i einhverjum a blogginu sinu, gefur manni lumskan tilgang i bloggheimnum hehe. Og ja.... hef nu tegar fengid ad heyra tetta med stafsetninguna. Hun er vist ekki vinur minn og tetta gert i einhverjum latum. Hugsa mig 2 um adur en eg kasta annari svona hrarri inn.

Halldor (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:03

5 identicon

Ég hef ekki ennþá fengið að kynnast töfrum Wal-Mart.. Enda er Wal-Mart verkfæri djöfulsins og ekkert nema vondir menn sem eiga þetta, það er okkur að minnsta kosti kennt í Au Pair skólanum hérna...

En það er gott að heyra að hún Hjödda mín er sjálfri sér lík þó drengurinn sé stunginn af að heimann... Skilaðu kveðju til hennar frá mér ;)

Snædís (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:13

6 identicon

Berrassaðir Miðvikudagar (Naked Wednesday) eru algjörlega málið, er að hugsa um að taka þennan sið upp. Fittar vel með dagskránni á Skjá Einum, Americas Next Top Model og Sexual Healing.

Dögg frænka (KP) (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband