"#1 in the Nation Baby"

Skemmtileg tilviljun; þessa dagana lifir maður til að læra oglærir að lifa. Það verður að viðurkennast að ég hef haft helvíti gaman af því að sjá hvað býður mín í lífinu, það sem verra er, þetta er ef til vill einnig minn stærsti galli. Alltaf hlakkað svo mikið til alls sem mun koma að ég fatta ekki hvað ég hef það frábært hér og nú.
       Sýnist mér á öllu að MGM sé staðurinn þar sem maður mun læra eitthvað á þett. Til að mynda tókst mér einum og sér að vakna klukkan að ganga 10. Þá tók ég mér það erfiða verkefni að setja bíómynd af stað og lá dofinn yfir henni til klukkan 12:00. Já ég get ekki sagt að þetta geti talist til fyrirmyndar eða afrek á nokkurn hátt en ánægður var ég þó. Oftar en ekki verð ég orðinn pirraður, órólegur eða annars hugsa. Lúxus lífið í MGM gæti hreinlega gert mér eitthvað gott. Ekkert stress be hress.

En ég held ég haldi þessu bloggi léttu og laggóðu í dag.
Erfitt að þóknast eins fjölbreyttum hóp og kemur hér inn, Ameríka, Ísland, Danmörk. Famelían allt frá Ömmu til litlu skæruliðana yfir í hjartaknúsara eins og Gunna DaBomb og endajaxla eins og Mettu! ;)

Sumir vilja punktablogg, aðrir vilja myndablogg, einhverjir vilja heilar skýrslur og svo eru það frásagnir og vitleysa. Sumir njóta þess að lesa pælingu sem býður upp á 3m dýpi á meðan aðrir sætta sig bara við bull og busl í barnalauginni. Satt best að segja hef ég verið að meta þetta. Lönd og strönd í að ég fari að breyta þessu bloggi í heimspekilegar pælingar, skal halda því í dagbókunum, svo þið getið slept því að bjalla í SÓ í bili. En ég hef þó ákveðið að bjóða upp á nýjung hér bráðum. Ekki orð um það meir.

 OOOOG þá er það bara punktabloggið, besti vinur letingjans sem þarf að ná langt.

  •  Já eins og titillinn gefur til kynna erum við #1 í NAIA deildini í fótbolta. Menn í liðinu eru gríðarlega ánægðir með það og spara ekki að auglýsa það á veraldarvefnum, enda segir sagan að þetta sé djöfull góð pickup lína.
  • Ástin er farin að blómstra í MGM. Reyndar er hún farin að blómstra svo rosalega að það er talið hætturlegt. Ef menn finna fyrir fiðrildum í maga eða eru í gleðivímu án þess að skilja af hverju er þeim ráðlagt að leita sér hjálpar. Talið er að ástsýkin geti gert menn ósýnilega, þeir hætta að sjást í almenningi, valdi gífurlegum slappleika og menn geti ekki með nokkru móti stundað íþróttir!
    PS. ef einhver sér DaBomb vinsamlegast látið Jeff Sjúkraþjálfara vita. Hann þarf hjálp!
  • KP þótti tími til kominn að fara nota hausinn, sem að hans sögn hafði ekki verið gert í góð 6 ár. Sökum æfingaleysis á notkun toppstykkisins urðu afleiðingarnar all rosalegar.  KP endaði með 5.5 cm langan skurð í höfuðleðrinu, 3 spor og 8 hefti halda honum núna saman. KP sagði að hann myndi HUGSA sig tvisvar um áður en hann notar hausinn aftur, spurning hvort hann hafi efni á því.
  • Tískan hjá Íslendingunum í MGM er orðin rosaleg! Knattspyrna og kynþokki er einmitt mottó þessa móts og ætlum við að vera þar fremstir í flokki. Kári, Viggi, KP, Jói og Ég bjóðum nú upp á klippingar af dýrustu gerð.
  • Ég vill svo bara þakka öllum hér í MGM fyrir skemmtilegan mánuð. En núna er staðan víst sú að ég sný ekki aftur eftir Jólin. Móðir mín sá myndir af mér og telur mig vera sölumann dauðans, dýrkena dauðans eða leðurhomma. Hún mun líklegast læsa mig inni um Jólin.
  • Það kólnaði subbulega í MGM þessa vikuna! Í morgun var hitastigið 18 gráður! Ég neyddist til að fara í hlýrabolinn þegar ég labbaði yfir til nágrannans svo ég myndi ekki mæta með nibbu stinginn!

Já þetta er ágætt í bili.
Það eru komnar nokkrar nýjar myndir hér inn.
svo datt inn nýtt lag hjá okkur loksins. Símon Maþjús var orðinn þreyttur.
Aperture með lagið Still Alive. Magnað kvikindi fyrir útvalda.

Kveðjur úr MGM
Halldór Rasskell

PS. hér er hið vinsæla "klukk" sem gengur um bloggsíður. Ætli ég verði ekki að vera Maður og gera þetta fyrir stóru systu. 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Smíða með Pápa og Afa, fylla á hjá Coke, Kenna á bretti og smíða meira.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

úff.... jæja best að sleppa vel, vera harði gaurinn og segja Tveir á toppnum 1,2,3 og 4 ;)

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Akureyri, Norður Karolína, Alabama. Sá 4 er ekki kominn enþá en ég hlakka til!

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Ég og Imba erum grimm í One Tree Hill, 90210, Gossip Girl og svo redda ég karlmennskuni með Prison Break

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Portúgal, Rhodos, Spánn, USA

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):

fotbolti.net, google.com (alment að googlast), youtube (almennt að youtubast) og pandora.com (tónlist)

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

Einhver sagði það er ekki hvar maður er heldur með hverjum... gæti verið eitthvað til í því. Enginn einn staður sem mig langar meira á en annars. Langar meira bara að flakka! En ef ég þarf að velja þá segi ég flakk um Kína, Einhverstaðar á toppinum á fjalli fullu af púðri og með bretti, Í Disney World með skæruliðana mína og fjölskyldu eða bara heima með alla sem eiga að vera þar.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Get ekki gert fólki það hugsaði ég fyrst en ákvað svo....
Imba og Arnar, Höddi og Alex (ætli ég sé þá ekki búinn með 4)

 

----------------------------------------------------------

 NEYÐARSKILABOÐ: Rétt í þessu réðst her kvenna hér inn og bar burt KP. Mér tókst að fela mig í baðkarinu á meðan þær gengu um svæðið í leit að fórnarlömbum. Nú er hann hvergi að finna. Síðast sást til hans þegar honum var hent upp í bíl á meðan trítilóður kvennlýðurinn hrópaði og kallaði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahhaha ég fíla þennan póst. Ég er veikur komdu bara til mín og sjáðu. Ástin er yndisleg en hún er stundum ekki endanleg skiluru mig kannski erfitt að skilja þetta þarna á akurrrrreyrrrrrrri en í ghettóinu skilja menn hjartaknúsarann DDDDDA BOMB nei segi svona þú skilur mig vinur. Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði ferskur fyrir þessa mobile ferð. En já besti pósturinn þinn hingað til ég bið að heilsa jeff og ég fílaði greiðsluna hjá barbeque.

Peace out da bomb 

DB (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 03:13

2 identicon

hehehe.. snilldar blogg minn kæri. Matti sat við hliðina á mér meðan ég las það. Hann fór að gráta þegar hann sá myndina af hausnum á KP og hljóp út. Vona að hann hafi ekki hlotinn mikinn skaða af. (bæði Matti og KP) Annars bið ég bara að heilsa.

Snorri Páll (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:24

3 identicon

Já Halldór minn erfitt að hafa svona stórann hóp til að þókknast en þú hefður allavegana tímann til að skrifa langt blogg ef ég skil þig rétt. En snilldin ein að þú komir heim um jólin þá getum við dottið í gamla góða spilaformið og legið yfir þeim. Annars bara gott blogg og góða lukku þarna úti ... er ekki kominn tími á mark.

Jón (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:08

4 identicon

hefur einhver séð KP eða??? veit ekki alveg hvort ég sá hann í morgun eða bara einhvern draug sem var alveg eins...

Svenni (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:49

5 identicon

LABomba: Takk... met þess mikils þegar atvinnu bloggari lætur falleg orð falla um bloggferil minn! Einn góðann veðurdag verð ég jafn öflugur og þú þó ég kannski nái  ekki 900 bloggum á ári.

Snorri: Sæll vinur! Kastaðu kveðjum á Maddíhas og huggaðu hann í leiðini fyrir mig. Það er ekki enþá komin niðurstaða á ástand KP.... enda erfitt að segja hvort hann hafi versnað ;)
PS. hvað er þetta sem ég heyri að þú hefðir átt að vera í heimsókn hérna en ekkert verði úr þvi!?!?

Jón: Jújú ég hef einhvern tíma hér í MGM hehe. En já ég get ekki tekið fyrir það að jólin verða góð!!! Sjitt hvað jólin verða góð!!!!
Og já.... ég skal setja hann um helgina fyrir þig ;)

Svenni: Ekki séð hann enn..... reyndar rakst ég á þennan draug hérna í höllini líka!.... skrítin tilviljun!

Halldór (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Sæll litli brói.... Það er sko alveg þannig að eldri skæruliðinn er farin að lesa bloggið þitt og hefur gaman af;) samt veit ég svo sem ekki hversu mikið hún skilur af því en hún fylgist vel mér þér góði........

Það var alveg kominn tími á að þú myndir svara klukkinu mínu og get ég alveg sagt þér það að þú varst fyrstur af þessum fjórum sem ég klukkaði...

Skæruliði 1 er alveg í skýjunum yfir því sem við vorum að skoða í dag og hún er orðin svo spennt, búin að velja og allt þannig að nú þarft þú bara að fá upplýsingar til að hlutir fara að gerast ;)

Kiss og knús frá okkur öllum hér......

Monika Margrét Stefánsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:36

7 identicon

Jáhá.. Þegar ég fór út í gærmorgun var 15° hiti og skýjað! Ég fór í hlýrri hettupeysu á leikvöllinn þann daginn... Mér líka ekki vel við þennan kulda!

Skilaðu svo kveðju að vestan til KP þegar hann kemst til skila!

Snædís (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 01:41

8 identicon

Ekki það að ég sé á neinn hátt að reyna að gera lítið úr afrekum þínum, en vaknaðir 10 am eða pm? annars gef ég bara fimmu á svona dugnað! *fimma*

Þetta eru heldur betur klippingar af dýrustu gerð! Ef ég myndi tíma mínum fögru lokkum í svona vitleysu þá myndi ég klárlega ekki hugsa mig um tvisvar hvar mig langaði að fara í klippingu næst, en þar sem ég er til í fórna hárinu, amk ekki enn, þá verð ég bara að eiga klippinguna inni.

Svona þegar maður færi að spá í því þá yrði þetta klárlega klipping af dýrustu gerð, því ég held að ferðin til að fara "á klippingarstofuna" myndi kosta skildinginn svo þetta er svo sannarlega réttnefni hehehe :D

Ég fíla svona langt blogg, en þá er samt svo margt sem maður "þarf" að kommenta á að maður endar með að skrifa næstum jafn langa færsu í komment hjá þér. Bölvuð vitleysa!

Ég er að fíla bannerinn. Það er eitthvað við gjallarhorn sem er alltaf jafn spennandi. Ég er samt ekki alveg viss með slagorðið?

Ég elska gossip girl!

Að lokum:

Það sem ég vildi sagt hafa er að ég held að það sé ansi mikið vit í þessari línu með að það skipti ekki máli hvar maður er, heldur með hverjum. Klárlega gullna lína dagsins!

metta (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:53

9 identicon

Ég get svarið það, ég ýtti á enter!!!

metta (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:53

10 identicon

Ánægð með þig að horfa á one tree hill og gossip girl þetta eru nottla bara snilldar þættir og er ég búin að hafa það af að ná í fyrstu 3 þættina af hvorri seríu og bíð bara eftir að þeir komi í tölvuna get ekki beðið. Fínt að hafa einhverja afþreyingu þangað til krílið lætur sjá sig sem á að vera eftir 5 daga. En eruð þið að horfa á gamla 90210 þætti eða hvað....... Sævari hins vegar ekki jafn mikil snilld að þú sért að horfa á þessa þætt, hann efast eitthvað um kynhneigð þína ?????

Dísa og Sævar

Dísa (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 19:10

11 identicon

Kuldinn hér er að verða svo mikill!! flíspeysan er að verða gróin við mig og flipp flopp fuku inn í skáp! Farin að skoða sólarlandaferðir og læt mig dreyma um stöndina og bongó blíðu...
Take care frændi!

All the best from MA!

Elfa Berglind (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 03:04

12 identicon

Já ég er að fylgjast með þér...AUÐVITAÐ ! En vildi bara minna þig á popp-íspinnan sem ég gaf þér áður en þú fórst frá AK í sumar...ha VARSTU búinn að gleyma því...nei ég trúi því ekki...þú mannst það alveg ;) hilsen hilsen

Inga Lind (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:41

13 identicon

Jemundur minn.. Okkar elsku Dóri..

Takk fyrir kveðjuna og frábært að heyra að þú sért að meika það í USA..  Þú varst farin til USA þegar við vorum á Ak síðast.. en Ormurinn ætlaði sko að heilsa upp á félagann enda ekki við öðru að búast eftir vinskapinn um árið.. hehehe  

Hafðu það sem bestast og kastaðu kveðju á Alex frá okkur..

Knúsíkremju og gerðu allt sem við myndum gera .... kveðja úr Álversbænum

Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband