I can't believe its not butter!

Heyrst hefur...

...að nágrannar okkar þau Arnar Heiðdal hafi fengið leið á því að kúra ein saman. Var þá boðið í partý í rúmminu hjá þeim eina nóttina með mis miklum fögnuði. Herlegheitin höfðu ekki mikið á sálarlíf bóndans en aðspurð hafði Ingibjörg þetta að segja "Hann getur svo sem kúrað með hverju sem hann vill en ég sef ekki hjá honum þegar rúmmið er eins og maurabú!!"

...að Naked Wednesday sé ekki aðeins að vekja lukku hjá kvennþjóðini heldur einnig karlpeningnum. Gunnar Kristinsson, AKA Gunni Glórulausi, AKA Gunnzi Da Bomb, stofnandi aðdáendaklúbbsins "Berrassað er best" lýsti yfir einstakri ánægju með liðin miðvikudag og sagði að hann hefði loksins ástæðu til þess að lifa annan dag.

...að Naked Wednesday fari bara stækkandi og stækkandi.

...að ekki allt í Bandaríkjunum sé STÓRT. Stundum er það bara í STÓRUM pakkningum.... en frekar lítið innihald. Afleiðingin er oftar en ekki garnagaul seinna um kveldið.

...að strákarnir hér á Saddle Back Ridge geti sofið vært vitandi það að móðir svæðisins fer hvergi. Ingibjörg er s.s. komin inn í skólann og verður með okkur hér í vetur.

...að hryðjuverkaárásir í USA eru ekki af skornum skammti, en talið er að Höddi hafi orðið fyrir Miltisbrands árás, hann hefur ekki sést í 3 daga og er talinn allur.

...að Alexandra sakni Hödda síns...... eða hnésins síns.... heimildirnar voru ekki áræðanlegar.

...að Viggi eigi enga vini í MGM og langi heim. (eða á bakkann)

...að Svenni hafi lekið fjárhagslegum erfiðleikum KP í fjölmiðla. Yfirgnæfandi líkur eru á því að KP verði lýstur gjaldþrota um komandi helgi. Yfirmaður Almannatengsla Bankanna Ágúst Ágústsson AKA Grassinn sagði nú í 7 fréttum að fríhelgar færu einstaklega illa með menn eins og KP og langtímaspár benntu á mikla niðursveiflu í rekstri.

...að Halldór hafi verið einn svo lengi í Ameríku að vissir handvöðvar séu farnir að blása all subbulega upp! Aðspurður bennti Halldór á köngulóabit á hendinni sér til varnar. 

...að it probably isn't butter!

...að  Það sé bunki af nýjum myndum í Alabama möppuni hér til hliðar!

...að ég kasti kveðjum á ykkur, hvar svo sem þið eruð

Kv. Rasskell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáhá.. greinilega nóg að gerast þarna fyrir sunnan!
Afar skemmtilegar myndir hér til hliðar og það gleður mig að sjá að þið séuð komnir með einhver húsgögn í höllina...
Hafið það gott!
Með kveðju úr norðri, Ágúst barnapía

Snædís Ósk (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:13

2 identicon

Já Halldór þessi innrás maura í herbergið okkar var ekki að vekja lukku get ég sagt þér. Arnar hins vegar svaf vært alla nóttina og sagði að hann hefði sjaldan eða aldrei sofið jafn vel. Ég uppskar hins vegar bit alls staðar á líkamanum mér til mikillar gleði eins og þú veist :) Eins gott að Pest Control hafi unnið vinnuna sína vel og eitrað allt því sálin meikar ekki aðra svona uppákomu :)

Imba (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 21:29

3 identicon

Jæja Dóri mér var stundum hugsað til þín þegar ég var á sjónum, allveg ekta þú að fara einn túr mæli með þessu:) En gaman að lesa ævintýrin þín í Alabama, bráðum verður bloggið mitt skemmtilegra þegar ég fer út....:) Adios

stella víðis (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 16:52

4 identicon

Það er klárt að það er alltaf nóg að gerast í kringum þig og þá sem eru nálægt þér litli broðir ;)

Glæsilegar myndir

Kiss og knus frá mér og mínum

Stóra systa (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:49

5 identicon

mér finnst gaman að lesa bloggin þín. Ég ætla að halda því áfram.

Kveðjur úr Aðaldal 

Eygló (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:16

6 identicon

Snædís: Hér er allt í gangi. En samt ekki.... gærdagurinn var sá rólegasti sem ég hef lifað og ég átti erfitt með svefn um kvöldið því ég hafði ekki nýtt neina orku yfir daginn! Skelfilegt!

Imba: Nei við skulum vona að vinir okkar haldi sig út úr svefnherbergjunum! Ekki viljum við að þú og sálarlífið bregðist... það er engum í hag.

Stella: Velkomin heim! Endilega taktu mig með næst!! ;) Gott að vita að þú hugsar til mín!

Stóra systa: Topp myndir! Kysstu og knúsaðu skæruliðana mína fyrir mig

Eygló: Mér finnst gaman að lesa commentin þín. Ég ætla að halda því áfram. Kveðjur úr Alabama ;)

Halldór Rasskell (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:15

7 identicon

Jaa ég á einn vin nuna! miss Robina eða ástarbangsinn eins og eg kalla hana. förum á road trip til auburn á næstunni og kikjum á red lobster! kannski skybar !!!

Vignir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 06:05

8 identicon

heilir og sælir.. Alltaf jafn gaman að lesa af ævintýrum ykkar. Haldið áfram að meika það.. :) Er einmitt í gæðastjórnunartíma að fjalla um Henry Ford. Ímynda mér að það sé það eina sem þið lærið um stjórnun í US and A.. :)

kær kveðja frá fróni

Snorri Páll (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:08

9 identicon

Ok, ég er kannski mesti dóni í heimi en vissir handvöðvar?! Er ekkert um buddur í ameríkunni? :D

 Djók...

 annars líst mér rosa vel á naked wednesday þó ég efa að ég eigi eftir að taka upp þessa iðju hér á klakanum... :D

metta (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:00

10 identicon

Viggi: Ég skal koma með þér á Rauða Humarinn en BARA ef þetta er ást!

Snorri: Sæll vertu meistari! Henry Ford er í hátt hafður hér í heimalandinu! Þakka kveðjuna og þú átt svo sannalega skilið eina á móti!

Metta: HAHAHAHAH!! Jújú hér er nóg af "buddum" maður er bara of spakur. Maður kannski fer að endurskoða þetta eitthvað. hehe
En Berrassaðir miðvikudagar standa sig, en þeir gætu verið hætturlegir á ísalandinu! hehe

Halldór (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:32

11 identicon

fíla þessa síðu

Gunni H (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband