Alabama The Beautiful!

Halló heimur hér er ég! (og KP fylgir fast á eftir)

Afsaka hversu erfið þessi fæðing hefur verið en það hefur víst verið nóg á okkar könnum og skömmumst við okkur fyrir það að segja að bloggið varð að sitja á hilluni í smá stund.

Naked Wednesday!Annars er vægast sagt allt í blóma hér í Svít hóm Alabama! 
Æfingar byrjuðu á fullu hér næstum því um leið og við komum. Hitinn hefur víst ekki verið of slæmur (að sögn heimamanna) en að mati okkar KP þá eru hlaup í 35 gráðum alveg nægilega mikið.
Liðið er svo hið ágætasta. Þar eru auðvitað bandaríkjamenn bunki af íslendingum, þjóðverji, japani, kani, íri, englendingur, spánverji og sagan segir að það séu ástralar á leiðini. Svo þetta er góður grautur.

Ef við færum okkur svo yfir í skólamálin, hann hófst núna á mánudaginn við mis mikinn fögnuð manna. Ég og KP erum skráðir í svipaða tíma og er það vart frásögu færandi. Það sem er aftur á móti öllu áhugaverðara er það að ég bý hér í Bandaríkjunum og er í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum. (já.... Punktur!) 
KP er aftur á móti í skýjunum yfir þessu og sér fram á vægast sagt mikið af vel nothæfum frístundum yfir þessar 4 daga helgar í hverri viku. Látið þó ekki blekkjast. Ég sit sveittur í skólanum til 9 á þessum 2 dögum og sagan segir að það verði nóg að læra heima síðar meir. Ofan á það að íþróttirnar taka sinn tíma hér úti.

Annars er Ameríka að standa fyrir sínu að vana og Wal-Mart verið góður vinur.
Heimilið er farið að taka við sér og erum við grimmir í eldhúsinu. Splæstum líka í 1 stk bíl með Hödda og Alexöndru og er það rosalegur Saturn 96 árgerð, svo við erum færir í flestann sjó.

En ég tel þetta ver full mikið af því góða svo nú ætla ég mér að mála djöfulinn á vegginn.
Hið ljúfa líf í MGM getur einnig kostað blóð svita og tár. Undir ströggl vikunar eru hlutir eins og....

  • Alexandra og Höddi týndu vegabréfum, landvistarleyfi og þurfa að fara til Washington til að redda því.... komast einnig ólíklega fljúgandi því þau eru ekki með vegabréf.
  • Alexandra er á leiðini í myndatöku á morgun og er að öllum líkindum með rifinn liðþófa og slitið krossband... Virkilega svekkjandi fjandi en stelpan stendur sig vel og er brosandi allann daginn.
  • Menn hafa því miður ekki náð að misnota bakkann hér á bæ, kennum við tímaþjófinum Wal-Mart um!
  • Ég er með alvarleg dansmeiðsli eftir brjálað dansbatl í bænum. Þar höfðum við Svenni verið að kveikja í dansgólfinu eftir vægast sagt of margar JegerBombur með spánverjanum og íranum.
  • Seinna um nóttina rákumst við á KP sjálfann hrjótandi á pallinum fyrir utan hurðina mína.
  • Ingibjörg Heiðdal er eitt stórt spurningarmerki þessa dagana sökum þvælu í skólanum. Löng saga stutt þá slúttaði Imba harðræðinu í knattspyrnuni en menn eru með einhvern niðurgang í skólanum og vilja féflétta hana.

Já þetta er svona smjörþefurinn af þessu....
Erfitt að komast yfir allt en þið vitið það þó... við lifum... ég verð bráðum kominn í tölvu og þá get ég bloggað betur og sagt ykkur góðar sögur.

Kossar og knús yfir til heimahagans

Kv. Halldór (og KP) í Alabama

 PS. eins og glöggir hafa tekið eftir eru komnar inn nokkrar myndir hér til hliðar! ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú trúir því ekki hversu hamingjusöm ég sit við tölvuna og les um svaðilfarir nýstúdenta úr MA. Það er ákveðin upplifting frá annars afar venjulegum dögum hjá mér sem eru svona næstum allir eins. Ég vakna, fer í vinnunna, fer í hádegismat, horfi á nágranna, fer aftur í vinnuna, er búin í fyrri vinnunni, fer heim og fæ mér að borða og kannski slétti á mér hárið, fer í seinni vinnuna, kem heim úr seinni vinnunni og fer að sofa. Jebb lífið er heldur betur fjör hérna á klakanum svo ég finn ekki fyrir vott af afbrýðissama út í ykkur heimsborgarana

Annars bið ég bara að heilsa KP

metta (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:24

2 identicon

Sem minnir mig á það, af hverju fékk ekki neitt dagatal?

 Maður fékk hvorki frá ykkur né stelpunum! Was ist los?! :D

metta (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:27

3 identicon

gríðalega fallegir drengir og hopphopp, vera klárir í þetta

 kv, frá reserve circle

 Kristjan og Hrafnhildur

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 01:49

4 identicon

Jáhá... Ameríka stendur fyrir sínu!
Mér fannst afar gaman að sjá myndirnar úr höllinni ykkar KP... Öll þessi fínu húsgöng og svona :)
Ég býð spennt eftir því að fá heimboð í höllina!

Og P.S. Djöfull eru þið að verða tanaðir! Hér í Kaliforníu eru allir svo meðvitaðir um húðkrabbamein að allir forðast sólina... Ætli þetta endi ekki með því að ég sjokkera lýðinn með því að rífa mig úr fötunum og fara í sólbað!

Snædís (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 04:39

5 identicon

Gaman að sjá að þú ert byrjaður að blogga aftur   Og mér finnst þið standa ykkur ótrúlega vel í að gera heimilislegt hjá ykkur, búnir að kaupa matarstell og allt bara, flottir. Mest lítið að frétta héðan bumbubúi væntalegur eftir 5 vikur sléttar í dag en mætti alveg láta sjá sig aðeins fyrr  (þar sem rifbeinin á mér virðist vera það skemmtilegasta þessa dagana). Sævar biður svo að heilsa líka, en hann er væntanlegur heim í byrjun sept.

Skemmtu þér svo bara varlega í ameríkunni bestu kveðjur Dísa og Sævar

Dísa (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 15:36

6 identicon

Metta: Þú veist við ferðumst um heiminn bara fyrir þig! þú getur notið þín og lifað í gegnum okkur!!! ;) Annars kastar KP kveðjum og jú þessi dagatalamál eru öll undarleg. En KP segist ætla taka þetta í sínar hendur!

Kristján: Kveðjurnar eru vel þakkaðar! Og Saddleback Ridgeinn kastar auðvitað kveðjum aftur! Annars fæddumst við klárir svo engar áhyggjur ;)

Snædís: Hver þarf svo sem húsgögn þegar hann er með skvass völl! Annars er ekkert lát á sólini hér, verra að við verðum allir dotnir í farmerinn fyrir rest, erum alltaf í bol! haha....
Og já ekki reikna með heimboði!..... veist það vel að þú ert kærkomin hvenær sem er! ;)

Dísa: Kastaðu nú kveðjum á Bumbubúann fyrir mig! Hlakka til að hitta hann einhvertíman. Ætli Sævar verði ekki að fá kveðjur líka ;)
En þetta er flott. Stemmari og alles! ;)

Halldór (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 03:46

7 identicon

Frábært að sjá hvað þið eruð ánægðir með skvass völlinn ykkar, spurning um að passa upp á að húsgögnin verði ekki of stór sem fara þarna inn ;) Annars má þá alltaf bjarga hlutunum með því að fá sér fótboltaspil fyrir borð eða lítið snóker eða borðtennisborð eða eitthvað (eitthvað sem þarf ekki alveg jafn mikið pláss og skvass völlur

En við biðjum bara öll rosalega vel að heilsa og kiss og knús og allt frá okkur hér á klakanum.....  

Stóra systa (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband