Sagan af Íslendingunum í Alabama

Íslendingar

Íslendingar fóru út í nám,
Þá voru þeir tíu,
einn réð ekki við kreppuna
en eftir voru níu

Níu litlir Íslendingar
sáu mikla samdrátta.
Einn þoldi ekki pressuna
svo eftir urðu átta.

Átta litlir Íslendingar,
gengið Hundrað sextíu og tvö,
Kreditkortinn lokuðust
en þá voru eftir sjö.

Sjö litlir Íslendingar
hættu að kaupa kex,
einn þeirra þoldi ekki Oreo leysið
en þá voru eftir sex.

Sex litlir íslendingar
sungu nóttin er svo dimm.
Eftir rafmagnsleysi í rigningu
þá voru eftir fimm.

Fimm litlir Íslendingar
héldu að þeir væru stórir.
Í sturtuna komu negrastrákar
en þá voru eftir fjórir

Fjórir litlir Íslendingar
og himininn var skýr
sólin steikti einn þeirra
en þá voru eftir þrír.

Þrír litlir Íslendingar
vildu alltaf meir
en Subway + AUM = niðurgangur
Svo eftir urður tveir

Tveir litlir Íslendingar
og þjóðvegurinn svo beinn.
en beini þjóðvegurinn var leiðinlegur
en þá var eftir einn.

Einn lítill Íslendingur
sá hvar gekk ein dama.
Hún sagði “bara ef þú giftist mér
að kristilegum vana”

Íslendingurinn sagði “sjitt”
og fór að pakka saman
En allir voru þeir sammála
Í USA var gaman!

 
Rasskell sendir kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Like it aaaaaa lot...kallinn er ekkert þunglyndur lengur skoooo...er reyndar að spá í að fara að leggja mig núna enda búin að skila alveg góðum 6 síðum í kvöld sko...ég hata það ekkert

Svenni (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:32

2 identicon

Já karlinn minn.... gott ég gat hjálpað þér í þunglyndinu!
Þú hataðir það víst! Ekki blekkja þig! Þú átt eitthvað gott skilið eftir þessi átök vinur og engar áhyggjur það er á leiðini ;)

Halldór (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:40

3 identicon

Vá hvað mér fannst þetta hljóma meir og meir eins og þið væruð að koma heim!

Hvenær komiði annars heim?

Ég hef alltaf verið algjör sökker fyrir ferskeytlum, Halldór þú kannt að kæta konuna! hahaha :D

Og með færsluna fyrir neðan, ég var alltaf að segja fólki að Sims væri ekki leikur, heldur lífstíll en það var ekki sammála mér. Það er uþb eini leikurinn sem ég hef náð einhverri færni í, fyrir utan connect 2, svo ég er ekki umræðuhæf hvað varðar þennan hluta hehe.

Svo vildi ég þakka glæsilegt komment á mínu bloggi hehe :D

metta (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:05

4 identicon

Jáááááááááááááááááááááááááááááá sæll... er geimskipið bilað? batteríslaust? eða nær það kannski ekki netinu... Jæja þá...

Þessi færsla er samt gott kaffi...

Kári Á

Kári Ársælsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:38

5 identicon

Djöfull eru ljóð og bókmenntir tímarnir úr grunnskóla að skila sínu núna maður uss !!!

Jón (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:50

6 identicon

Metta: Þú áttir ekki minna komment skilið ;) En það er gott að ég get kætt þig! Sambandi við sims þá get ég sagt það með sanni að þetta er líklega eini leikurinn sem ég spilaði ALDREI án þess að svindla hehehe.

Kári: Já já já... nei þú misskilur.... Geimskipið hefur það fáránlega gott svona þegar það fær næringu í æð. Satt best að segja er ég ekki einu sinni að commenta heldur re það að sjá um þetta fyrir mig. En þakka falleg orð um færsluna.

Jón: Heldur betur. Það var leikur að læra og sá leikur var mér kær.

Halldór (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 01:17

7 identicon

Hæ hæ alltaf jafn gaman að lesa og horfa á það sem þú setur hérna inn. Vonum að þú hafir það bara gott þrátt fyrir ástandið í heiminum Litla frænka þín verður orðin ekkert smá stór þegar þú hittir hana í des en við erum að vinna í barnalandssíðu þannig að þú getur þá kannski aðeins skoðað hana áður en þú kemur heim.

kv. Dísa og Nadía Ósk

Dísa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:01

8 identicon

Já já já! Það væri vel þegið!
Hlakka til að hitta ykkur!!!

Halldór (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:07

9 identicon

HAHAHAHahahha vá hvað ég var búin að gleyma þessari vísu!

Snillingur ertu minn kæri frændi!

Keep on doing the good work! 

Verst að þú ert að fara heim um jólin... annars hefði ég dregið þig með mér á bretti milli jóla og nýárs.... 

Kveðja úr Norðri!

Elfa Berglind (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:34

10 identicon

Ég er sammála Mettu.. Þetta hljómar roosalega mikið eins og þið séuð bara öll á leiðinni heim!
En eru þið ekki örugglega byrjaðir að skreyta höllina, baka súkkulaðiköku og undirbúa fyrir komu mína?
- Ég veit bara ekkert hverju ég á að pakka niður! Ætli ég endi ekki með því að kaupa mér bara allt nýtt í Alabama?!

Snædís (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband