....Hækkandi sól og rísandi hitastig.
....Tilhugsun um sundlaugarbakkann innan skamms.
....Þýska stálið og vin sinn Thomas Linderman fyrir að færa sér "Die Prinzen" geisladisk!
....Létta skokkið í dag og fríið á morgun eftir mikið af hlaupum í síðustu viku.
....deviantart.com , flickr.com og pandora.com
....að syngja í sturtunni.
....Þá hugmynd að eftir aðeins 3 vikur verður hann búinn með 2 áfanga í skólanum!
....Kertaljósin sem KP stendur fyrir á hverju kvöldi!
.....Að krúsídúllast og kærastast í Svenna í tímum.
....Nostalgíuna sem fylgir sumar- og æskuáramyndum á Facebook!
....Facebook allt of mikið
....Sængina sem Mamma sendi mig með!!
....Að vera svo gott sem búinn að standa við áramótaheitið og kominn með nýja nögl!!
....Hugmynd á þróunarstigi um stuttmyndarsöngleik í MGM.
....Að hafa panntað sér Canon 40 D í síðustu viku.
....Hvert Spring Break '09 (ONLINE) stefnir!
....Hvað hann er á tánum yfir öllu í skólanum.
....Bíómyndakvöldin með fjölskyldunni!
....Svertingjann sem hélt ræðu í tíma í dag um Bling blingið sitt ( $1700 takk fyrir).
....Lífið
Fílar Ekki...
....Að hafa gleypt tyggigúmmíið sitt í dag.
....Að hafa verið með tyggigúmmí í dag og hafa orðið svangur.
....hvað hann fílar Facebook mikið!
....Að sitja og bíða eftir drasli sem hann panntar.
....Yfirlitið á Netbankanum sínum!
....að hann, Imba og KP séu ekki búin að horfa á Clone Wars enþá!
....Gengið á dollaranum eftir ofdekrun síðustu ára!
....Að vera skotinn með eigin byssu!
....Að tala aldrei við mömmu sína lengur.
....Að vera kitlað, af þremur gaurum, berrassaður, í sturtu....
....Fjallaleysið í Alabama í allri þessari sól!
....Uppsafnaða bóndabrunku síðustu tveggja daga!
Svona í fljótu bragði er það staðan hugsa ég.
Þar til næst gott fólk!
Kv. Gaurinn sem er svo sannalega að standa sig í blogginu!
Flokkur: Bloggar | 10.2.2009 | 05:21 (breytt kl. 05:43) | Facebook
Athugasemdir
-Að krúsídúllast og kærastast í Svenna í tímum
-Að vera kitlað, af þremur gaurum, berrassaður, í sturtu
Hvað er að gerast þarna í MGM?
Og vissir þú það að það tekur 7 ár að melta tyggjó!
En annars er færðu hæ fæv frá mér fyrir að hafa bloggað aftur á þessu ári ;)
Snædís (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 06:01
Ég taldi fyrstu tvö nú ekkert vera neitt sérstaklega útaf vananum hér í MGM svo ég þykist ekkert skilja hvað þú meinar með þessari spurningu. ;)
Sjö ár segiru.... ég gef þessu þangað til í ágúst á þessu ári í minni meltingu.
Helv... tyggjó!
Og já hæ fæv! Held ég sé allur að koma til
Halldór (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:57
Facebook er djöful. Ég segi það og skrifa. Ég er næstum á því að henda mínu - en þá hugsa ég, það er svo auðvelt að eiga samskipti við fólk á facebook og ákveð að henda því ekki og held áfram að eyða mestumpart í að kommenta á myndir og ýta á "like" undir statusa.
LIfe is sweet eins og ég held þig ameríkanir orði það.
Mér líkar afskaplega illa við að vera kitluð, en ætli ég gæfi því ekki séns berrössuð í sturtu með þremur karlmönnum. Ég mundi alveg sætta mig við það - hvað ertu að kvarta Halldór?!
Ég fíla þennan dugnað í þér boy!
metta (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:26
HAHAHAHAHAH! Metta!
Of gott Comment!!
Hey er ég að missa af einhverju á Facebook??.... Like við statusa ?
Halldor (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:19
Jabadabadú!!!! Bróðir er mættur aftur á bloggið
Sumt af þessu vildi eg óska að ég hefði ekki fengið upplýsingar um en ég er alsæl með að vita annað..... ;)
Facebook var fundið upp af einhverjum sem klárlega átti of mikið af lausum tíma!!
Og ég er alveg á sama máli og þú um yfirlitið á netbankanum.... Spurning hvað er til ráða ;)
Kiss og knús og mundu svo að tyggjóið á að vera í munninum en ekki maganum, ég er búin að reyna að kenna þér þetta í SVOOO mörg ár
Mona (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:15
Ég mundi spurja Svenna hvernig það verður að kúka tyggjóinu, okkur var kennt allt um það í 10. bekk. Held það sé betra að hann segi þér það í eigin persónu heldur en ég skrifi það hér. ;)
Snorri Páll (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.