Jæja gott fólk ég er snúinn aftur!
Búið að skamma mig duglega fyrir mikla leti og ég ætla mér ekki að hafa mörg orð um það annað en jú ég var latur, mikið búið að vera í gangi og ég reyndi að blogga einu sinni... það eyddist allt... jess.
Stefnan er að hafa þetta blogg í þremur leggjum.
#1) Yfirlit yfir hið ágæta ár 2008
#2) Hvernig hefur fyrsti mánuðurinn af 2009 farið með mig
#3) Hvað er framundan árið 2009
Því ráðlegg ég þeim sem kannast við eitt eða fleiri af þessum einkennum að hætta hér og nú....
- Svima af oflestri á einstaklega skemmtilegu efni.
- Leiðast sögur af Halldóri og vinum.
- Leiðast Halldór yfirleitt (þessi hópur getur hætt með öllu að koma þar sem Halldór kemur vanalega fyrir í hverjum skrifum)...... (ég er Halldór fyrir ykkur sem ekki fattið)
- Kunnið vel við lífið ykkar (ég mun að öllum líkindum láta það verða smánarlegt í samanburði... sorrí)
Aftur á móti þið sem eruð tilbúin í það að fara yfir hlutina með mér.... Afsakið hléið og velkomin aftur!
#1)
Þetta ágætis ár 2008 var vægast sagt eins og rússíbanaferðir markaðanna, hæstu hæðir og lægstu lægðir. Búið að vera stuð og stemming en einnig skítur og skúrir í bland. Erfitt að gefa þessu ári slæma einkunn þar sem þetta ár hefur að geima mikið af stærri stemmingum, eins og útskrift úr Menntaskólanum, fluttur að heiman, háskólaganga. En heilt yfir hefur oft verið betri stemming yfir árum í mínu lífi.
Janúar - Apríl:
- Byrjaði glæsilega með Alex í heimsókn og frábær áramót.
- Frussandi stemming í skólanum með topp bekk! (4 Fokkíng EFF)
- Fáránlega góð skólaverkefni kláruð á líklega besta skólaári lífs míns. (skólalega séð)
- Virkilega Góð Spánarferð með Mögnuðum Magna Mönnum!
Janúar til Apríl vou uppfullir mánuðir af glöðum lýð að njóta sín eins mikið og hann gat, vitandi að skemmtunin styttist í annan endan. Yfir allt var fáránlega góður mórall í hópnum þegar skemmtileg tilfinningablanda við tilhugsun af nýjum tækifærum sem biðu og saknaðarhugsunum um það sem aldrei aftur gæti orðið.
Maí - Ágúst
- Skellti mér í brúðkaup til Bandaríkjanna þar sem ég sá fyrsta vin minn gifta sig. Tók þátt í athöfninni sem brúðgumi. Fékk líka að hafa litlu systu með í þessu ferðalagi sem var snilld.
- Allar MA athafnirnar sem maður barðist við að reyna að mæta í og stunda knattspyrnuna af einhverju viti á meðan. Missti af sumu en náði öðru. Góðir tímar!
- Útskriftin úr MA. (það voru allir komnir með nóg en engin vildi fara).
- Fótboltasumarið hófst og var það líklega besti parturinn af mínu sumri.
- Eina útilega sumarsins var um Versló, lélegt en bætt upp með gríðarlega góðri stemmingu, mannskap og rafting til að kóróna veisluna.
- Í byrjun Ágúst lögðum við félagarnir KP svo land undir fót og héldum til Bandaríkjanna í háskólanám.
Maí - Ágúst höfðu að geima vægast sagt mikið af breytingum í lífi mín. Það var ótrúlega gaman að sjá vin sinn gifta sig og byrja "nýtt" líf svona ef við tökum það út í dramatíska bandaríska hugsjón. Menntaskólaparturinn af þessum mánuðum var gríðarlega stór og hann einkenndist af gríðarlega mörgum "síðustu" stundum. Fyrir minn hlut, lífið var fáránlega gott í MA og get ég ekki verið sáttari með dvöl mína í þessum skóla fornra róta sem er þó framsækinn í senn.
Sumarið var annars frekar súrt hjá mér og einkenndist af litlu öðru en vinnu og fótbolta, ég var í þyngri kanntinum og var lítið að leika mér svo fá orð séu höfð um það. Boltinn lét mig þó alltaf brosa reglulega, enda líkelga með skemmtilegri fótboltasumrum sem ég man eftir. Ein hörku góð útilega bjargaði líklega geðheilsu minni og svo aðra helgina í Ágúst var ég lagður af stað til Bandaríkjanna.
Ágúst - Desember
- Við lentum í US and A, komnir í skóla í Montgomery, Alabama.
- Hóf sambúð með Kristjáni Páli.... A.K.A. KP, í Höllinni okkar. Fáránlega Kósý svæði (núna...)
- Fótboltinn var einn rússíbani útaf fyrir sig, sem því miður náði aldrei á endastöð.
- Gerðist nemandi fjandi við Business Marketing, leggst bara ágætlega í mig.
- Kynntist aragrúa af íslenskum eðal lýð hérna úti. Hvort sem það var að gera gamla félaga að bestu vinum eða kynnast nýjum vitleysingum þá eiga þau öll sinn skerf af því að gera MGM að þeim stað sem hún er.
- Keith og Júlía duttu í heimsókn og voru þar með fyrstu formlegu gestirnir í Höllinni
- Snædís gerðist gestur Hallarinnar og lét fara vel um sig hér í viku.
- Aron Bakarasonur kom í heimsókn yfir þakkargjörðina okkur til mikils unaðar!
- Vægast sagt rassskelling á skóla var tekin þetta árið þar sem ég gekk burt með fullt hús stiga og KP var ekki langt frá því. (skemmtilega vill til að við erum einmitt að fara í proffa kaffi á föstudaginn, það verður mitt fyrsta proffakaffi!)
- Heimkoma í 13 Des og jólafríið hafið. Árið batnaði til muna með fáránlega góðum Desember!!
Þessir mánuðir höfðu mikið af nýjungum, nýjum vinum, nýjum skóla, "nýju" landi, nýjum hugsunum hjá Halldóri, of mikið af hugsunum hjá Halldóri? Eftir litalaust sumar fóru hlutirnir vægast sagt að lifna við og góður hópur hérna lýstu upp daginn. Boltinn gekk ekki sem skildi og látum við þar við sitja. Námið gekk framar öllum vonum og er ég orðinn svo æstur í þetta nám að ég stefni á að rífa það í mig það hratt að útskrift gæti orðið jólin 2010.
Gestir létu sjá sig hér í Höllinni sem sér líka um sína. Snædís sá sér fært að koma úr glamúrnum í Californíu í sveitasæluna hér í Alabama og kunni stelpan bara vel við sig. Einnig lét Aron sjá sig og kenndi okkur hvernig alvöru bræðralög fara að því að halda partý.
Hópurinn hér úti var marglitur eins og hann var mikilfenglegur.....
UPPLÝSINGAR UM ÍSLENDINGA Í ALABAMA....
Fjölskyldan: KP, Svenni, Arnar og Imba eru líklega þau nánustu, nágrannarnir og herbergisfélaginn/ástmaðurinn. Fólkið er allt í öllu, nemum saman, borðum saman, eigum fjölskyldustundir og hjálpum hvort öðru í gegnum hið súra og sæta í lífinu hér í MGM.
Lækjargatan: Grass Master, Mr. Apple (Kári) og Vigginn voru áræðanlega deildin. Alltaf hægt að sækja góða skapið í Lækjargötuna þar sem von var á flæðandi áfengi, mikilli karlmennsku í bland við Pro Evolution Soccer í X-boxinu. Reynsluboltarnir Grassi og Kári leiddu lýðinn áfram hinn gullna meðalveg hér í MGM og skildu eftir sig þá þekkingu sem þeir höfðu. Viggi saug í sig þá steik sem þeir gátu skilið eftir og heyrist nú bergmál þeirra enn í Vigga (en þeir félagar útskrifuðust nú í desember, blessuð sé minning þeirra).
Hjónin: Alexandra og Höddi voru samferða okkur hingað og voru nýliðarnir með okkur. Áttu líklega skrautlegustu dvölina af öllum, týnd vegabréf, sparkað úr skólanum, meiðsli, uppskurðir og ég veit ekki hvað. Voru einnig bílaeigendur með okkur af "Squeelernum" eða "Grimma" eins og Saturninn var gjarnan kallaður.
Orkuleysið: Joe BBQ og Gunni Drama voru vægast sagt ótrúlegur bragðbætir á lífið hérna í Alabama. BBQ var alvarlega eins og sósan, best geimdur á kolunum þar sem einhver á séns á því að vera eins grillaður og Gunni Gettó, harði gaurinn sem er eins og búðingur ný kominn úr örbylgjunni að innan.
Stuðboltastelpurnar: Anna Begga & Tinna búa nú reyndar ekki saman en þær eru íslensku fótboltastelpurnar okkar. Virkilega duglegar að hjálpa vitleysingum eins og okkur að koma sér fyrir og voru einnig reynsluboltarnir á svæðinu. Anna Begga neyddist reyndar til að flýja heim sökum kreppu en Tinna heldur ótrauð áfram í meistaranámi og hugsar um sína hér úti.
The other side: Kristján og Hrafnhildur, Binni og Arndís, Stebbi og Dísa eru þau pör sem voru búsett í öðru hverfi, Kristján og Stefán (Öxlin) eru í fótboltaliðinu. Binni er svo svo gott sem höfuðleðrið á þessu fótboltaliði sem aðstoðarþjálfari Úlfsins (aðalþjálfarinn er s.s. kallaður Úlfurinn). Kristján og Hrafnhildur gengu KP í foreldrastað, Stefán hefur nú gengið í raðir okkar hérna á Saddleback Ridge okkur til mikils unaðar og Dísa var tekin af kreppunni.
En þetta ágætis ár tók þó gríðarlegt flug upp á við í Desember þar sem ekkert nema gleði tók við. Það að hitta alla aftur, bulla í vinum, fjölskyldu og hafa það gott var það sem ég þurfti. Má segja að ég hafi fengið nákvæmlega það sem ég þurfti til að hefja nýtt ár og tóku loks bjartari tímar við!
#2)
Þar sem ég er orðinn dauð þreyttur á því að segja ykkur frá (og það eru í mesta lagi tveir sem eru búnir að endast þetta langt) þá held ég að auðveldast sé að renna yfir mánuðinn í punktum!
- Heimkoma 13 Desember í Höllina þar sem þær yngismeyjar Angry/Sexy/Rokker Helga Harða og BFF Eagle/Dori/Arna biðu okkar með bros á vör! (reyndar lygi þar sem þær náðu í okkur á flugvöllinn en þær s.s. voru komnar hingað á undan okkur).
- Höllin var "pimpuð" og þetta kvennlega viðhorf sem þurfti til að lyfta henni upp á næsta stig varð loks til staðar. Nú eru það kertaljós og kósý heit, í hreinu húsi á hverju kvöldi!!
- Við gerðum margt með dömunum okkar. Tókum þær til Atlanta á sædýrasafn, skelltum okkur á tónleika með Celine Dion!, fórum í verslunarleiðangra, körfuboltaleik, rúntuðum Montgomery, Þrívíddarbíó, mikið að borða og reyndum bara að sýna þeim hið almenna líf í MGM hjá okkur.
- Þegar dömurnar voru tilneyddar í að halda ferð sinni um heiminn áfrram tók námið við eins og syndaflóð. Stanslaust nám hefur nú verið í gangi í eina og hálfa viku þar sem ég læri frá 8 á morgnanna fram á kvöld. Nú er létt lægð milli storma svo þið fáið að "njóta" þess með þessari færslu!
- Fótboltinn byrjaði fyrir tvem dögum og er annarhver maður frá í strengjum sökum góðra hlaupa. Er ekki viss hvenær við fáum að smakka fótbolta aftur.
- Lífið er gott!
#3)
Eins og staðan er í dag veit ég að Bjartmar, nýjasti vinur minn og með betri vinum hans Svenna okkar ætlar að detta í heimsókn hérna í Spring Break '09! (YEAHH). Við höfum einmitt panntað okkur hótelherbergi fjórir saman í Flórída, ætlum að vera 5 daga þar og svo rúnta eitthvað og fara í fallhlífastökk. Eina skildan er að rúnturinn skal farinn með áttavita og gamaldags korti, ekkert annað leyfilegt! Hlakkar nokkuð í manni!
Arnar og Imba ætla að taka rosalega skemmtisiglingu á þetta yfir Spring Break, skella sér í Mexíkóflóa ef ég man rétt.
Svo er það bara almenn stemming sem er á boðstólnum.
Mikið hefur verið spurt um rapparana í White Glove Productions.
Aldrei er að vita nema þeir láti sjá sig aftur.... Erfitt er að segja þegar svona mörg járn eru í eldinum en æstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum vitandi það að við erum alltaf að baka eitthvað.
Sumarið verður líklega komið áður en ég veit af því.... sýnist það á öllu.
Stefnan er að spila aftur með Mögnuðum Magna mönnum og ákvað ég að vinna bara hjá Pabba gamla aftur þar sem maður nennir nú ekki að leita sér að vinnu í þessu ástandi heima.
Þá ættum við að vera nokkurnvegin á sömu blaðsíðuni gott fólk.
Pís át!
Kv. Halldór Rasskell
Ps. Ef þú virkilega hafðir tíma í að lesa þetta allt þá annaðhvort hefur þú of lítið að gera eða hefur of mikinn áhuga á því sem ég er að gera! Spurning um að láta skoða það!
------------------------------------------------------------------
Ohh það var vitað mál að ég myndi klúðra Íslendinga listanum hér!....
Ágúst okkar ástkæri körfuboltakappi átti að fljóta þarna með Lækjargötunni en í öllum látunum rann það mér úr minni!
Honum til málabóta mun hann fá lítið horn hérna í næstu færslu þar sem við fáum að kynnast honum enn betur! Vona að Ágúst okkar meiði mig ekki fyrir þetta klúður.... hann er stór!
Flokkur: Bloggar | 4.2.2009 | 18:39 (breytt 5.2.2009 kl. 06:30) | Facebook
Athugasemdir
I made it!
Það þarf ekkert að láta skoða það, ég er einn af þínum dyggustu blogg aðdáendum, þú veist það og hefur vitað lengi.
Mér samt til varnar þá vil ég benda á það að ég er allajafna orðin mjög vön því að lesa langan texta. Jebb, lögfræði er víst ekkert nema heljarinnar skruddur - engir blöðungar þar á ferðinni.
Það sem stakk mig mest í augun er að þú skrifar geyma með einföldu. Bæta þetta Halldór!
Annars var 2008 frábært ár og það verður erfitt fyrir 2009 að toppa það. Það sem er að frétta af mínu 2009 so far er að ég verð líklegast fyrir norðan í sumar þannig að þú munt heyra minn fagra hlátur óma um eyrina á ný. Ekkert nema gaman um það að segja!
Er semsagt planið þitt að fara aftur út eftir sumarið og halda áfram í US and A?
ps. ég skrifaði komment sem er næstum jafn langt og bloggið sjálft. EF það er ekki töff þá veit ég ekki hvað töff er...
metta (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 18:57
Hey, homie.. við þurfum að ræða saman á MSN (ég á eftir að gleyma því).
Verð að droppa á þig kveðju, læknisráði samkvæmt:
*RITSKOÐAÐ AF GAGNKYNHNEIGÐUM ALVÖRU KARLMÖNNUM*, seein him leave, or watchin him go..
píps out amigo..
mucho mucho nacho luvin
vilhelm (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:02
glæsileg færsla...
grass master (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:41
Jáhá... Ég komst í gegnum þetta allt saman! Þurfti reyndar einu sinni að taka mér pásu og standa aðeins upp - en þetta tókst á endanum :)
En já, þetta var asni viðburðaríkt og skrautlegt ár... En afbragðs færsla hér á ferð - eina sem ég hef um hana að segja er, endilega bloggaðu nú oftar svo þetta verði ekki svona langt! :)
Bið að heilsa í höllina!
Snædís (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 01:21
Metta: Til Hamingju!! Þú ert stoð mín og stytta hérna í þessum harða blogg heimi!... Skal geYma þau orð sem þú kennir mér hér! alltaf að læra eitthvað.
2008 átti svo sannalega sín móment en ég held að 2009 gefi ekkert eftir! So far So good!... Ekki slæmt að vera á AK City í sumar! USS ánægður með þig!
En já planið er líklega að klára bara BS hér... annars er ekkert höggvið í stein í mínu lífi svo aldrei að segja aldrei ef þú skilur hvert ég er að fara!...
PS. ekkert betra en allt of löng komment! ánægður með þig!
Villi: Ætli ég verði þá ekki að taka þessari kveðju vinur. Mæli nú með því að gera það sem læknirinn segir, hver hlustar á þá ef ekki við? Og ég skal reyna að muna þetta með þér.
Grass Master: Enda færsla um glæsilega menn!
Snædís: Vel að verki staðið!... eru hléæfingar ekki bara það sem þarf í svona löngum lestri svo það er bara gott mál ;)
Og já.. 2008 var skrautlegt ár... Færslan var góð og sammála er ég þér... kannski ég reyni að troða annari inn áður en ár og öld hverfur svo ég verði ekki fastur svona lengi að blogga! suss... þið hélduð að þið væruð lengi að lesa þetta! hahh....
Halldór (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 06:27
JIBBÝ ÞÉR TÓKST ÞAÐ!!!! og mér líka, þe að lesa þetta allt í einu án nokkurs stopps þrátt fyrir að kall og barn væru naggandi og hafa sennilega aldrei þurft að tala eins mikið við mig eins og akkúrat á þessum tíma!!!!
En snilldin eina hjá þér eins og alltaf litli brói og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér
Klessu knús og kossar frá stóry systu og áhangendum...
Monika Margrét Stefánsdóttir, 5.2.2009 kl. 17:44
Það er nebblega bara ekkert annað. Þessi færsla bjargaði alveg þessum "skemmtilega" kostnaðarbókhaldstíma sem ég er í. Hefði ekki komist í gegnum hann án þín. Annar endinn á kaðlinum var farinn að gægjast uppúr töskunni. Annars bið ég kærlega að heilsa öllum og farið vel með ykkur.
Snorri Páll (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:10
stórgóð færsla hjá þér. Alltaf gaman að fá fráttir af þér. Við Nadía komumst í gegnum þetta í einu lagi og sat hún bara ótrúlega góð hjá mér á meðan, við höfum nógan tíma enda heima í fæðingarorlofi.
kv.Dísa, Sævar og Nadía
Dísa (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:11
Haha sjitt ég spir bara hvernig varstu í hönunum eftir þessi ósköp ...... Sérstaklega eftir þá vatnsgusu í smettið að eiða óvart færstu haha.
En já gott ár að baki og enn betra á lögginni :D
jon (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:18
Mona: Já mér tókst það! Áfangi útaf fyrir sig. Ég skal svo reyna að vera duglegri fyrir þig. Endilega sendu kossa á kvikindin, jafn vel jólasveininn líka ;)
Snorri Páll: Það er gott að maður geti haft góð áhrif í þessum heimi. Ágætis afrek útaf fyrir sig að koma í veg fyrir sjálfsvíg í dag. Góðverk dagsins komið hjá mér!... Það senda allir kveðjur til baka á konginn!
Dísa og co: Haha um að gera að hafa það gott! Passaðu að hún stækki ekki of mikið þangað til ég sé hana næst!
Jón: Það var nú alveg partur af ástæðunni fyrir því að ég var lifandi lengi að koma þessu bloggi inn... andlega ónýtur eftir að hitt eyddist. En þetta hófst. Er í svo góðri srifþjálfun eftir ritfinn!
En já... við höldum bara áfram að toppa árin... ekki annað hægt!
Halldór (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:54
ég trúi ekki að ég hafi lesið þetta allt!
skemmtilegt blogg hjá þér engu að síður halldór minn :)
.....vaaaandræðalegt, ég klúðraði ruslpóstsstærðfræðidæminu í fyrstu. hah
birna blöndal (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.