Ég veit....

... Ég er búinn að vera of latur bloggari.

Hér er það sem er búið að gerast / er að gerast / fer að gerast.

  • Thanks Giving fríið komið og farið.  
  • Aron Bakarasonur kom í heimsókn í höllina og vægast sagt gaman að fá kauða í heimsókn!
  • Ég kíkkaði til NC í nokkra daga og gerði mest lítið þar, skammast mín mest megnis fyrir letina þar
  • Prófin fara að detta inn og allt fullt af lokaverkefnum og bulli.
  • Ég þarf að láta færa 4 af 5 prófum framar því ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni, heim um jólin!

Ég hef ekki á nokkurn hátt tíma fyrir þetta blogg.

Fanst ég bara verða að láta eitthvað hingað inn fyrir þær hugrekku sálir sem þurfa að þola afneytun dag eftir dag þegar þær detta hérna inn á rasskell síðuna.

Hafið það gott

Kv. Rasskell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

JÁÁÁÁ drengur það er allt að fara að gerast!!!!!! Þú ert alveg að fara að koma heim  ÍÍSK hvað það verður gott að fá knús frá litla bróa....

Gangi þér vel í prófunum elskan

Kveðja frá Öllum sem bíða spennt eftir þér í Keilusíðunni :)

Monika Margrét Stefánsdóttir, 2.12.2008 kl. 08:58

2 identicon

Alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt komið á síðuna og gaman að heyra að styttist í heimkomu, er komin dagsetning á það...... Sævar kemur vonandi heim fyrir helgina og erum við Nadía farnar að hlakka til þess og jú auðvitað öll farin að hlakka til að sjá þig um jólin..

Gangi þér vel í þessum prófum og að klára lokaverkenin.

kv.Dísa og Nadía 

Dísa (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:31

3 identicon

afneitun er með venjulegu i! asninn þinn!

Svala (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:49

4 identicon

Það er greinilegt að það er komið eitthvað smá álag í skólanum....allavega eru engar fyllerí myndir eða tónlistar myndbönd, og síðast en ekki síst engar myndir af Victoru secret stúlkunum, er þær farnar í verkfall? :P

biggi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 14:24

5 identicon

Mona: Stutt, stutt STYTTIST! Hlakka til að sjá ykkur!

Dísa: Dagsetningin er svo gott sem komin. 14 des ætti ég að vera á AK

Svala:  HAHAHAhAHA ÉG hló upp átt þegar ég sá þetta. Vá hvað ég fíla þig!

Biggi: Þú þekkir þetta vinur! USS það er eitthvað í gangi. Besta er að þó það sé mikið að gera og "lokapróf" þá eru þau í mesta lagi 20% af lokaeinkun svo þetta er ekkert mannskemmandi ;)
Ps. ég skal reyna að hafa upp á Victoríu Secret Módelunum fyrir þig. Hver veit nema ég gabbi eina heim með mér fyrir þig ;)

Halldór (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:26

6 identicon

Halldór! Þú ættir að skammast þín! Prófin hjá mér eru 100% en samt blogga ég, næstum, eins og ég fái borgað fyrir það í prófatíðinni :D

Við munum hittast í júní, teldu niður dagana hahahaha :D

metta (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:08

7 identicon

Reyndu nú að læra eitthvað þessa síðustu daga í Alabama fyrir jól :) Þetta er búið að vera alltof afslappað hjá ykkur þarna í vetur!
Sjáumst svo fljótlega í kuldanum og kreppunni!

Snædís (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:39

8 identicon

Metta: Já ég tek þetta alfarið á mig. Frekar slöpp frammistaða en ég fer í það minnsta núna og les þitt blogg! :D

Snædís: Já þú hefur sagt margt vitausara. Ég skal koma með flottar einkunnir svo þú verðir stolt

Halldór (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 06:50

9 identicon

hæ frændi, langar bara að kasta á þig kveðju. Hvenar kemuru svo til landsins?

Dagný Elísa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband