Stay tuned for Scenes from our next Episode...

Ég hef þetta blogg með því að segja að þið sem þolið ekki skriftar blogg (Kristján Páll Hannesson) getið allt eins slúttað þessu, lifandi langt er síðan ég lét heyra í mér síðast og hef ég fengið kvörtun undan því að enginn veit hvað er að frétta héðan úr kanalandinu.

Síðast láu leiðir okkar saman þegar Hrekkjavakan var að lýða hjá og hafa víst einhverjir lítrarnir runnið til sjávar síðan þá. Svo við stiklum á því stærsta hér þá má nefna skólamálin, knattspyrnan og heimsóknir.

Skólinn: Er varla eins og skóli á að vera, maður fær reglulega eitthvað að gera en þetta er það lítið að þegar eitthvað dettur inn á borð þá blótar maður því að þetta sé að trufla mann. Ég hef skráð mig í tíma fyrir næstu önn og þar eru tímar eins og meiri bókfærsla, stærðfræði, listatímar, mannleg samskipti og einhver markaðsfræði. Merkilega mikið af grunn áföngum sem maður er ennþá að reyna að skeina í burtu. Svo hefur hann KP ákveðið að yfirgefa mig í Markaðsmálum og skellir sér í Physical Science eða einhverskonar sjúkraþjálfun. Held það leggist bara ágætlega í minn mann.

Knattspyrnan:  er bara í einu orði Búin.... já við erum líklega ennþá að skeina okkur eftir tímabilið sem er einmitt það lakasta sem menn muna hér í góðan tíma. Var okkur tjáð að einhverjar breytingar yrðu á næsta ári hvað svo sem það þýðir. Endalaust er líklega hægt að velta sér upp úr þessu klúðri en við KP horfum aftur til þessa tímabils og hugsum "frábært.... eyddum síðasta leiknum okkar á tímabilinu sem boltasækjarar". Menn eru því farnir að vera duglegir á öðrum sviðum, til að mynda hafa Narri og KP nú farið 2 daga í röð í tennisinn. Einnig virðist það haldast í hendur að eftir knattspyrnulok urðu margir á svæðinu gríðarlega þyrstir þrátt fyrir lækkandi hitastig, og menn farnir að fá sér að drekka marga daga í röð... skrítið.

Heimsóknir: Já það er búin að vera einhver örtröðin hér í MGM síðastliðnar vikur. Pála sparkaði upp hurðinni hér í byrjun Nóvember til að sjá hvernig Svenni Sinn væri að komast af án hennar. Síðasta vika hefur því farið í eintóma rómantík hjá okkar manni og ástin legið í loftinu. KP var hins vegar þungt haldinn þegar hann þurfti að segja skilið við sófann hjá nágrannanum sökum lakari samgangna milli íbúða (því jú herbergið hans Svenna er hurðin inn í húsið fyrir okkur). Svo kom Snædís Ósk (a.k.a. Super Nanny) líka í heimsókn til okkar í höllina nú á dögunum alla leið frá Kaliforníu. Þrátt fyrir að hafa átt í erfiðleikum með að skilja heimamenn hér í "Sveitinni" í Alabama þá kunni hún vel við sig og var ekki lengi að koma sér inn stemminguna. Við tókum á því á japönskum veitingastað, rústuðum verslunarmiðstöðinni hér í MGM, tókum körfuboltaleik, þrívíddar heimabíó og síðast en ekki síst kayak ferð í á hér rétt hjá (sem við vægast sagt rasskelltum). Sagan segir svo að Aron Bakarasonur ætli að sparka upp hurðinni hér hjá okkur um Þakkargjörðina!

En lengi getur rólegur róast, eins rólegt og lífið hér í MGM er þá varð það bara afslappaðra núna eftir að boltinn kláraðist. Maður getur ekki annað en leitað sér að hobbíum og þar sem geimskipið (tölvan mín) gefur mikið af sér á svona tímum þá þakka ég fyrir hana. Þau eru ófá forritin sem ég get leikið mér í og eitt af þeim hefur gert okkur strákunum kleift að kickstarta tónlistarferlinum.
Lagið er klárt og átti að gera tónlistarmyndband í dag.... það varð þó smá töf EN ég lofa myndbandi í vikunni!! Ó já!

Hér eru svo myndir svona til að bæta þúsundum orða ofan á þetta blogg.

Bongó

Guideinn
Viðrar vel til loftárása
Góður Guide þarna
Frítt Föruneyti

 

Samstaða!
Fríða Föruneytið
Samstaða í einu og Öllu!
Coach!Vel gert!
Coach KP
Nágranninn kann að leggja!


Já hér eru góðar myndir frá Heimsókn Snædísar, Samstaðan í liðinu, Coach KP og svo nágranni okkar sem er svona einstaklega góður að leggja bílnum sínum.
Þið getið fundið einhverjar fl. frá Nóvember HÉR!

 Njótið og Stay Tuned fyrir hittaran "Show me Your Family"

Kv. Halldór Rasskell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Skemmtilegt hvað það er alltaf nóg að gera hjá þér litli brói. Mér finnst eins og ég geri ekki neitt af viti í lífinu þegar að ég er búin að lesa bloggið þitt

Ég átti að skila kveðju til þín frá skæruliðunum "okkar" næst þegar ég myndi skoða bloggið þitt.... svo hér með skila ég því að þær biðja alveg rosalega vel að heilsa og ´þær geta ekki beðið eftir að þú komir heim

Monika Margrét Stefánsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:38

2 identicon

Hæhó! Ég vil enn og aftur þakka fyrir mig, ég hafði mjög gaman af því að kíkja í heimsókn í Alabama höllina frægu :)
Ég bíð ennþá spennt eftir því að fá að sjá myndbandið við þetta stórgóða lag, Show me Your Family.. haha Það verður án afa fróðlegt að sjá það...´
Og ég verð að bæta því við - djöfull er maður myndalegur í bleiku peysunni og björgunarvestinu! haha

Snædís (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:35

3 identicon

Mikid rett dori minn. Bakarinn sjalfur er ad koma i heimsokn. er einmitt ad borga flugmidann minn i dag. Flyg eldsnemma a midvikudeginum en eg akvad til vonar og vara ad fljuga seint heim a sunnudeginum. aldrei ad vita hvernig astandid a mer verdur eftir tessa ferd :)

 hlakka til ad sja ykkur rednekkana.

aron

aron (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:50

4 identicon

Mona: hehe já þetta er ágætt. Þakka þér fyrir kveðjuna. Hlakka til að sjá ykkur öll og taka daginn með skæruliðunum ;)

Snædís: Já Höllin hafði gaman af þér líka ;) En myndbandi mun vonandi koma og kæta þig innan skamms, vittu til. ps. jú þú tókst þig vel út í bleiku og bláu hehe

Aron: GOTT stöff vinur gott stöff! Hlakka til að fá upplýsingar í pósti! Við rednekkarnir tökum vel á móti þér!

Halldór (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:10

5 identicon

Ok, ég er bara með Show me your genitals á heilanum. Flott metta.

Af hverju minntistu ekki á gríðarlega skemmtilega samtalið okkar á skype þegar ég var að láta renna af mér og kristján var að heilla mann hægri vinstri með leðurjakkanum? :D

Það er eins gott að þú bætir þig í mannlegum samskiptum Halldór Áskell, it´s about time! :D

metta (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband