Grikk eða Gotterí?

Þar sem okkur er fátt heilagt hér í AUM þá tókum við gott forskot á þá sælu sem Hrekkjavakan er og héldum Hrekkjavökupartíin vinsælu síðustu helgi. Eða eins og alvöru kynnir myndi segja þetta.....

"In the AUM social system, the students are represented by two separate yet equally important groups. The soccer team that lives large and the rest who love and admire them. These are their stories."

 

Bert

Bert

 

 

 

 

 

 

 

 

Bert

Bert

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Staðreyndir frá kvöldinu.

  • Miller-Man og Bert tókust svo rosalega á að Ernie varð flögurt. Þessi átök voru í formi blautrar skákar
  • en það er einmitt það eina sem Ernie þolir ekki. Eftir ófá skot fór Berti með sigur af hólmi á sjálfum Miller-Man
  • Ernie hafi því miður funduð fyrirmynd sína í Jókernum úr nýju mynd Leðurblökumannsins. Hann bar hníf að munni sínum og skar hann í tætlur.
  • Bert hafi stundað það að koma vinum og vinkonum í vesenið.
  • Bananinn hafi verið sérhannaður fyrir homma hernað.
  • þessi hafi hrætt Bert all rosalega um helgina.
  • Að Ernie hafi skyndilega fundið sig í fótsporum Bert og sé núna að velta því fyrir sér hvort hann ætti að gerast strangtrúaður kirkjustrákur.
  • Bert varð nærri ráðþrota þegar yfirvofandi misnotkun var í vændum á heimili sínu.
  • Að Bert þakki núna "101 survival gudie rules" fyrir elsta trykkið í bókini. Play dead until threat is over.

(Svo eru einhverjar myndir af þessu öllu saman HÉR!)

 

Já já þetta meikar svona mis mikinn sens fyrir ykkur sem og okkur.
Í stuttu máli var þetta hið fínasta kvöld sem einkenndist af partíum fullum af stórfurðulegu fólki.
Annars er allt í blómanum hére í MGM, skólinn rúllar. Maður er farinn að átta sig á því að fyrstu önn fer senn að ljúka og verður að segjast að tíminn vægast sagt hefur flogið!

Fór þá að velta því fyrir mér hvers vegna flýgur tíminn svona....
Ég vill kenna þessari árans höll og öllu sem hún er búin að bjóða upp á, eins og....

Skvass Völlurinn: Vægast sagt góð nýting á miklu rými.

Koníaksófinn: Hver vill ekki vera í þessum sófa í fríðu föruneyti!.... Eigum samt koníakið enn eftir...

Blindur Reitur: Fáránlega góðru leikur úr smiðju Kára. Þökkum honum fyrir það.

Rímnataflan: Nýjasta leikfangið í Höllinni býður upp á rímnaflæði mikið!

Hengimann: Gamli góði hengimann með nokkrum reglum úr bókum Granda býður upp á keppnis leik.

 

En ég veit enn og aftur hefur mér tekist að flýja það að blogga eitthvað af viti en margmiðlunin hér hlýtur að gefa ykkur eitthvað til að drepa tímann yfir....
Myndir við hitt og þetta og jafn vel eitt stk. myndband.
Reynið að lýta á bloggsíðuna mína sem hálf fulla en ekki hálf tóma.

Verið svo góð hvort við annað þá gengur allt svo miklu betur ;)

Kv. Rasskell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bravó! (mér ferst að segja...) hah!

Svala (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:35

2 identicon

Nú spyr ég eins og algjör vitleysingur, tekur það þig minni tíma að fiffa allt þetta inn heldur að drita niður einu druslulegu bloggi? :D

Ég viðurkenni samt fúslega að ég hef lúmskt gaman af öllu þessu margmiðlunardóti hjá þér hehe :D

...djöfull er ég orðin góð í að reikna maður hehe :D

metta (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:15

3 identicon

Ég var einmitt að velta því fyrir mér afhverju í ósköpunum Facebook væri að fyllast af myndum frá Halloween 2008 í MGM, þar sem Halloween í Californíu er ekki fyrr en næstu helgi....
En ég bíð spennt eftir því að kíkja í heimsókn í höllina og jafnvel fá að prófa að spila einn leik af skvass ef ég verð heppin!
Sjáumst í næstu viku! :)

Snædís (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:32

4 identicon

Og afhverju í ósköpunum eru stafirnir svona stórir í kommentinu mínu hér fyrir ofan? haha

Snædís (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:33

5 identicon

Fagmaður!

Svenni (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:37

6 identicon

Ég meina.... Ég er ennþá að hlæja að myndbandinu í seinustu færslu... En takk fyrir skemmtunina á laugardagskvöldið þrátt fyrir geðbresti í mér, geðheilsan ekki alveg upp á 10 þegar maður er búinn að vera á 17 tíma vinnutörn. Við bætum ykkur þetta upp seinna. Hvernig líst ykkur á að hafa matarboðið sem þið ætlið að bjóða okkur í heima hjá okkur 15 Nóvember . Þá er leiksýningin búin hjá mér þannig að það verður minna að gera. Er það ekki upplagt bara?

Kv Hrafnhildur

P.S. Bið að heilsa litla púkanum mínum, honum Kristjáni, farðu rólega í að spilla barninu mínu.

Hrafnhildur mamma Hannessonar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:00

7 identicon

Strákar mínir!!!

"Það var kátt í höllinni, höllinni, höllinni..."

En comon - hvað eruð þið eignilega gamlir?  Hversu oft er ekki búið að segja ykkur að:  "Það er bannað að vera í boltaleik í stofunni.."

Aumingja gamla konan á neðri hæðinni, hvers á hún að gjalda?  Það er eins gott fyrir ykkur að vera góðir við hana.

Svo verðið þið að fara að gera ykkur grein fyrir því að það er alls konar fólk sem fylgist með þessu bloggi, afar ykkar og ömmur, frændur og frænkur (líka þær sem eru í stórstúkunni)  - og það er nú algjör óþarfi að vera veifandi bjórflöskum eins og í viltustu áfengisauglýsingum.  Eigið þið ekki að heita íþróttamenn?

Annars er gott mál að þið skemmtið ykkur greinilega vel og eruð búnir að eignast góða vini.

Bestu kveðjur héðan af klakanum.

Drífa (alvöru) mamma Hannessonar nr. 1 (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:48

8 identicon

Svala: Takk takk ;)

Metta: Já það er ótrúlegt hvað commentin hér skrepa á stærðfræði kunnátu landans. En góður punktur með bloggfærsluna.... stundum verður maður bara að skera sig úr ;)

Snædís: Við eigum það til að koma snemma hér í MGM ef þú skilur hvað ég meina. En við ættum að geta komið því í kring að þú fáir að reyna á hæfni þína í skvassinu ;)

Svenni: Fagmenn verða til þegar þeir eru umkringdir meistörum ;)

Hrafnhildur mamma: HAHA lítið að afsaka. Fínasta partí að minni hálfu svo ég þakka bara fyrir mig ;) Þetta hljómar eins og áætlun hjá þér.
Kokkarnir án klæða eru klárir að sparka upp hurðini.
P.S Skila kveðjunum á púkann. Lofa samt engu um spillinguna ;)

Halldór (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:52

9 identicon

Drífa alvöru mamma: haha Það er rétt alvöru mamma.... við skulum reyna að endurhugsa þetta. Spurning um að henda upp ritskoðuðu bloggi í almannavarnar skyni. Annars er sannleikurinn sagna bestur hehe.

En látið myndirnar ekki blekkja ykkur, ég er bara orðinn svo góður í Photoshop að ég klippi dósir inn á allar myndir, hélt það gæfi meiri "college" fíling í myndirnar. 

Halldór (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband