Við KP höfum eytt síðustu dögum lesandi lína á milli í hinni heilögu Biblíu. Ekki endilega sökum þess að við séum að stunda stífan sunnudagsskóla heldur vegna þess að sá grunur leikur að okkur að Guð sé að reyna sparka í klofið á okkur.
Höllin hefur fengið að finna fyrir því eins og hér segir....
Á fyrsta degi vöknuðu þeir félagar, Halldór sonur Stefáns og KP sjálfur Henson, Hannesson. Helltist af þeim svitinn á jörðina, vond og illkynjuð lykt steig af þeim. Húsnæði þeirra hafði hitnað til muna og sáu þeir er löbbuðu framhjá hita á við hin heitustu horn helvítis í gegnum móðuna er lagðist á gluggana. (Þýðing: Loftkælingin hætti að virka)
Á öðrum degi vöknuðu þeir félagar, Halldór sonur Stefáns og KP sjálfur Henson, Hannesson. Fnykur sé er steig af þeim fór versnandi. Jörðin tók að svitna og engin leið var að þrýfa af sér syndirnar. Þeir er hvíldu undir fótum félagana skriðu upp á jörðina og gengu meðal manna. (Þýðing: Þvottavélin bilaði, ekkert fékkst þrifið og það lak vatn niður til nágrannans sem kom upp og lét okkur vita)
Á þriðja degi vöknuðu þeir félagar, Halldór sonur Stefáns og KP sjálfur Henson, Hannesson. Plága mikil lagðist yfir landið. Sáu þeir hvar öll uppskeran brást sökum faralds. (Þýðing: Maurar gerðu árás á eldhúsið okkar)
Á fjórða degi vöknuðu þeir félagar, Halldór sonur Stefáns og KP sjálfur Henson, Hannesson. Eldingar komu og brestir og þrumur og mikill landsskjálfti, svo að slíkur hefur eigi komið frá því menn urðu til á jörðunni. Svo mikill var sá jarðskjálfti. Tók skelfing um sig meðal manna og hlupu þeir félagar hálf naktir úr húsi sínu. Bræður tóku að berjast og hrundi þá Halldór sonur Stefáns niður hina klofnu jörð. (Þýðing: Það var hellirigning, ég tapaði rock, paper, siccor og þurfti að hlaupa á brókinni. Þegar ég var svo að fara niður stiga þá rann ég á hausinn og neðst í stiganum stóð nagli upp úr jörðinni og gaf mér þennan ágæta skurð í löppina 3 tímum fyrir leik.)
Staðan í dag er annars ágæt.
Við vöknuðum og þá var búið að redda þvottavélini, loftræstingin tók þá sjálfstæðu ákvörðun að virka aftur og maurarnir hafa ekki látið sjá sig síðan við spreyjuðum allt eldhúsið með Maurabana spreyinu hans Narra Nágranna. Löppin á mér er líka fín. Prófaði æfingu í dag og fékk bómullar skeifu undir löppina og var bara teypaður í drasl. Svo ég verð góður fyrir morgundaginn.
En svona til að byrja á byrjun þá var leikur á miðvikudaginn, tókst eins og hér áður sagði að meiða mig ágætlega þrem tímum fyrir leik. Spilaði fyrstu 30 og var gjörsamlega búinn í löppinni eftir það svo ég þakkaði pent fyrir mig. Stefnan þá sett á helgina en það er einmitt leikur á móti Lee. Skemmtilega vill til að það er skólinn hjá Keith og Júlíu og ætla þau að koma í heimsókn (eru meira að segja á leiðinni hingað núna).
Helgin hefur því upp á gott að bjóða, og til að bæta við gleðina þá er hann Svenni okkar að verða 22 ára! Ekki leiðinlegur pakki það!
Það er svo helst í fréttum að ég er kominn með fáránlegt þol fyrir framan skjáinn. En til að mynda erum við núna búnir að slátra 3 seríum og 1. þætti í 4. af "How I met your Mother". En það þýðir að þetta séu 65 þættir, hver þáttur tekur 20 mín svo við erum að tala um 1300 mínútur af efni, eða rétt tæpan sólarhring. GOTT STÖFF!
Það var þá ekki meira í bili hugsa ég.
Kasta kveðjum og hverju öðru í ykkur
Rasskell
PS.
Skype nafn: RASSKELL
Flokkur: Bloggar | 11.10.2008 | 01:14 (breytt 12.10.2008 kl. 23:20) | Facebook
Athugasemdir
Hahaha, góðar sögur, ég þurfti samt algjörlega að reiða mig á þýðingarnar!
HIMYM eru bestir í heimi, elska þá!
Eygló Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:27
hehehe, þið eruð ágætir.. Maður er nú eiginlega farin að sakna ruglsins í ykkur félögunum... eru þið búnar að finna star wars búninga i ameríkunni fyrir lítið?
Dóra (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:40
HAHAHAHAHA alveg er ég komin í keng hérna, þið eruð ótrúlegir leikmenn. Takk samt fyrir að hafa útskýringar með þar sem ég er að vera svo mikill ellismellur þá skil ég ykkur stundum ekki svo vel ;)
Frábært að heyra að Keith og Julie eru að koma og ég vona bara að þér hafi tekist það ætlunarverk að koma þeim í boli merkta með þínu liði ;)
Kiss og knús af klakanum sem er að bráðna samkvæmt erlendum fréttum þessa dagana
Monika Margrét Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 14:50
Eygló: Þú hefur hækkað gríðarlega í áliti fyrir síðasta comment! Djöfull er gaman af fellow "How I met your Motherum" ;)
Dóra: Kreppan er að fara of illa með okkur... finnts ekkert ódýrt hér lengur ;) hehe
Mona:: Engar áhyggjur... enn og aftur efa ég að aldur þinn hafi eitthvað með það að gera að skilja ekki bullið. ;) En þau eru í góðu yfirlæti hér. Harma það þó að þau mætti í röngum klæðnaði á leikinn.
EN við unnum svo það var bara leiðinlegra fyrir þau ;)
Halldór (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:29
Ég verð að vera sammála Eygló, þessar þýðingar björguðu mér alveg því eins og oft áður ertu aðeins of skáldlegur fyrir minn ljóshærða koll hehe.
Bara svona random gisk út í loftið, þér finnst s.s. töff að vera búinn að horfa á svona marga þætti á svona litlum tíma?
Ég kasta öðru en kveðju í þig! feis hahahahah
metta (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:44
btw, af hverju er ég ekki í tenglum?!
metta (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:01
Metta: haha já heyrist á flestum að þýðingar hafi verið krúsjal! En sjónvarpsglápið er ef til vill ekki eitthvað til að vera stoltur að en þetta er eitthvað nýtt í mínum heimi!
og já.... ég hef oftar en ekki ætlað að henda þér inn. Skil ekkert í þessu!!
Nú förum við í þetta!!!
Halldór (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 20:49
Haha þakka þér kærlega fyrir halldór! Svo settiru mig líka sem mettUNA, svona til aðgreiningar frá öllum öðrum mettum sem þú ert með í tenglum, takk elskan heheheh :D
Ég vildi að það væru 4 daga fríhelgar ennþá, en sú sæla er liðin því miður! Það er varla að maður fái helgi núna :S ...fylgir það að hefja háskólanám að verða endalaust tuðari??
metta (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:22
Þessi færsla í einu orði: Æðisleg. Sama á við um HIMYM, dírka þá - óþolandi að vita til þess að Stöð 2 er heilli þáttaröð á eftir! Sama á við um CHUCK, ekkert búinn að horfa á þá?
Semsagt, gaman að vita að ljúfið er ljúft í henni Ameríku! Segðu KP að það verði tekið á því fjórða eff stæl þegar þið komið heim, er þaggi (þegar það gerist, miðað við reynslu og fyrri störf, verð ég líklega svona: )
PS: Besta síða í heimi: www.seriesgringas.org
Pálmi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:47
Afhverju er ekki neinar myndir af svörtufólki, eða mexíkönum, er eitthvað hatur í gangi?
biggi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:59
MettaN!: Já þótti það viðeygandi þar sem þú ert að detta í það að verða virkasti blögg böddíinn! haha... þú átt einmitt 27.27% af commentum við þessa færslu! ekki leiðinlegt það! Veit ekki hvort tuðaradjobbið fylgir þessu háskólanámi, eitthvað minna af tuði hér. ;)
Pálmi: Sæll vertu vinur! Þakka falleg orð í garð færlsunar (meira að segja BOLD letter orð!) og gaman að heyra af fellow HIMYM fólki! Set Chuck í röðina af sjónvarpsefni sem ég slátra heyrist mér.
Við KP mætum klárlega í 4F stemmara og hver veit nema við joinum þig í
En tel okkur vera líklegri í og smá af ef þú skilur hvað ég meina.
Þakka síðuna
Biggs: Redda þessu... er bara svo mikill rasisti.
Halldór (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:32
Hehe skemmtilegt blogg. En kisarnir voru vist ekki deyfdir nidur, tad voru munkar sem sau um tetta og tessi gardur hefur fengid verdlaun fyrir ad vera god vid tigrisdyr eda eitthvad alika hehe.....
adios
stella (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:40
Jáhá.. þið eruð alveg með eindæmum heppnir! Ætli höllin hafi ekki bara gott af smá óhöppum, við skulum bara vona að hún sé búin að taka þau öll út núna..
Ég kem klárlega ekki í heimsókn nema að höllin verði í toppstandi! :)
Snædís (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.