Tókst loksins að hrista eitthvað saman af þessum myndböndum hér. Njótið.
Annars er svo margt búið að gerast síðan síðasta blogg var. Nenni satt best að segja ekki að fara yfir allt. Í stuttu máli fengum við niðurgang í boltanum þrjá leiki í röð. 1 þeirra var frekar mikilvægur (leikur í deildinni en þeir eru það víst ekki allir). Það þyrfti heila bloggsíðu til að útskýra allar þessar reglur í boltanum hér, í stuttu máli þá töpuðum við og það var óþarfi.
Það var svo leikur í gær sem við tókum 13-0, fáránlegt rúst. Fékk að spila duglega loksins og tókst að setja 2 (en hefði átt að setja svona 5). Var svo skammaður fyrir frábært fagn að mínu mati með KP og Svenna. Flagstöngin og sniperinn.
Svo eru Keith og Júlía að fara að detta í heimsókn hérna helgina 10 Okt. (vá kominn Október!) en þá er einmitt leikur milli skólans okkar og skólans þeirra. Ég er ennþá að reyna fá þau til að vera í bolum frá mínum skóla og hvetja okkur. Sjáum til þegar þau eru komin og ég á húsið sem þau sofa í! Múhaha....
Skólinn gengur fínt. Með einkunnir allt frá tæpum 8 og í rúmlega 10 (já rúmlega!)
En ég þarf að læra....
Svo ég get ekki bloggað mikið lengra í bili.
Kem fljótlega með eitthvað skemmtilegt.
Þar til þá horfið bara aftur á þetta stutta myndbrot eða eitthvað
Kv. Halldór Rasskell
PS.
Takið út lag vikunar hér til hægri!
GOTT STÖFF sem ég fann á youtube flakki í dag! Frussandi ríspekt fyrir okkar mann!
Flokkur: Bloggar | 2.10.2008 | 00:19 (breytt kl. 05:35) | Facebook
Athugasemdir
snilldarmynband hefði viljað sjá meira af mér en ég er sáttur gott framlag dna
da bomb (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:59
þú ert rusalegur maður! rétt að vona að þú lifir kreppuna af þarna úti þar sem dollarinn stefnir óðfluga á 150 kr ísl :P
Biggz (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:51
Tær snilld - meira svona.
Reynið að hafa það gott þarna úti og njótið lífsins, á meðan allt er að fara til andskotans hér heima.
Viðvörun er komin á ísl krónuna - dollarinn fór í 116 krónur í dag...
kv. DM
Drífa mamma KP (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:57
Bomban: Þakka. Sjáum til hvort þú fáir stærri part næst.
Biggz: Já þetta er ljóta vesenið á Íslandinu okkar! Óþægilegt en það hefur ekkert á taugarnar hér í MGM maður er í svo andlegu jafnvægi!
Drífa mamma: Það er stefnan að koma með meira svona ;) gott að fólk hefur gaman af því. Við reynum okkar besta að njóta okkar. Visa hjálpar þar mikið til. Seinni tíma höfuðverkur? ?
Smápeningur eftir að við verðum sprenglærðir ;)
Halldór (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 06:02
Þetta var sko nett myndband hjá þér dóri endilega að koma með meira af þessu!
höddi (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 06:32
Já visa hefur aldeilis hjálpað mér að njóta mín hehehe :D það er einmitt bara seinnitímavandamál og um að gera að njóta í ýtrustu æsar meðan það er hægt!
ég er að fíla lagið hehe :D
metta (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:10
Ég veit ekki hvort ég er svona á eftir en vá þegar ég heyrði þetta lag hélt ég að dagar mínir væru taldir og þá átti ég eftir að horfa á mynbandið við það... Gott vídjó veit þá allavega núna að þú býrð ekki í einhverjum pappakassa og eini vinurinn þinn er kakkalakki ;)
Andri Þór (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:33
Ég er að spá í að leggja alla dollarana inn í banka sem ég fæ í laun hérna og athuga hvort ég verði ekki forrík þegar ég kem heim! Alla vega ef dollarinn heldur áfram að hækka...
P.S. Ég fæ social security töluna mína í pósti eftir tvær vikur! Voðalega er maður orðinn mikil Bandaríkjamaður :)
Snædís (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:35
Schnilldarmyndband!!! Ég fæ alltaf nettann fílíng þegar ég heyri Sweet home Alabama! En ég er forvitin að vita hver á ruslaherbergið og hver á snyrtilega herbergið... Er að reyna að finna út hvor ykkar sé kellíngin í sambandinu haha
Ást frá hjónakornunum á Reserve Circle
Krummz
Hrafnhildur Svampskona (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:10
Höddi: Danke! ;)
Metta: Visa er besti vinur barnana! og já... gott lag! haha
Andri: Ekki viss hvort þú varst að hrósa eða hrauna myndbandið hehe en já ég hef það ágætt ;)
SnowFairy: Þú ert ein af þessu sjaldséða bjartsýnisfólki þessa dagana á mörkuðum heimsins! En planið er gott! Ég kannski færi allt mitt yfir á þig þegar reikningurinn er kominn.
PS. ef þú ert orðinn svona mikill BNA maður tekuru þá alltaf ultimate USA fílinginn á þetta í búðum og segir "Excuse me" í 3 metra fjarlægð. (kannastu við þetta?)
Hrafnhildur: Hér flækjast málin. Ég er gríðarlega hreinn og fínn, allt í röð og reglu og laga oftar en ekki til. KP aftur á móti er andskotanum öflugri í bakstrinum svo það má segja að við reynum að halda kvenn elementinu lifandi hérna í íbúðini í sameiningu ;)
Halldór (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:41
Hehehe þannig að þið bætið hvorn annann upp... Annars fór ég að hugsa út í þetta, og það er ekki hægt að kalla þetta að vera kéllíng, frekar fiftís hugsanagangur.... Þið eruð ekkert annað en helmetró!!! Og að vera metró er töff í dag, er það ekki :)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:47
HAHA jú verð ég ekki bara að trúa því?
Halldór (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 22:54
Tær snilld að fá að sjá hvernig lífið er svona á myndbandi ;) Og enn meira gaman að heyra þetta nörralag eg e halldor..... :)
En já hér er allt að verða vitlaust og mar nær alls ekki að fylgjast með hvað er í gangi nema það að rússar eru að bjarga á okkur rahóinu fyrst BNA búar vildu ekki vera vinir okkar..... Þvílíkt og annað eins!!!!!
En allavega sendum við þér kiss og knús en það er spurning þar sem gengið er orðið þetta hátt þá kannski skilar bara annað sér..... kemur í ljós ;)
Monika Margrét Stefánsdóttir, 7.10.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.