All Night long

Hið fríða föruneyti!Þá fer þessari martröð sem bansettir Bandaríkjamennirnir hafa skapað með öllu sínu skrifræði loks að ljúka. Við KP tókum stíft prógram hér heima á fimmtudagskvöld fyrir versló og náðum að höggva duglega á check-listann.

 

 

Vinnulaus Versló er liðin og stóð heldur betur fyrir sínu!
Mögnuð útilega á Hólum í Hjaltadal með fríðu föruneyti. Menn tóku grimma rimmu í krikket, sýndu rosalega takta í fótbolta, drukku hálfa sundlaugina í vatnapóló, lögðu heiðurinn undir í kubb, flugu um háloftin í tennis og fórnuðu svo því sem eftir var af líkamanum í Extreme Frisbí

 

Lennerinn: Kom á óvart um helgina en hann var kosinn "Íþróttamaðurinn" þar sem drengurinn varla fann á sér í allri útileguni og tók rosalega rimmu í knattspyrnuni. Svo fékk hann viðurnefnið "Skelfirinn" í Krikketinu en menn urðu vægast sagt órólegir ef hann nálgaðist í brautini.
Arnar Freyr: Fer heim með verðlaunin "ókindin" fyrir að vekja mikla skelfingu á sundlaugarbakkanum. Einnig hlýtur Arnar nafnbótina "Bunny-Rabbit" fyrir gríðarleg átök í Extreme Frisbí
Lilja: Fær orðuna "Ljónshjartað" eftir að hanga ein með allri þessari karlmennsku og gefa ekki tommu eftir. Einnig átti hún setningu ferðarinnar "Jæja á ég að rústa ykkur í þessu líka" þegar krikketið hófst. Stelpurófan fór ekki hálfa brautina en skemmti sér konunglega með Frissanum sínum.
Jón: Er "Sundgarpurinn" (því miður ekki enþá komnar myndirnar úr raftinginu) fyrir að gera heiðarlega tilraun til að synda bara alla rafting ánna.
Smári: Tekur "Skáta" orðuna fyrir að vera við öllu búinn og ávalt tilbúinn. En hann er einnig "ljósmyndafyrirsæta Hóla 2008".
Ingi:
Verðskuldar orðuna "fórnarlambið" fyrir það bæði að vera lagður í einelti skv. rafting guidinum og berja sjálfann sig til blóðs í rafting. En hann fær einnig orðuna "Núdistinn" eftir rosaleg átök í vatna pólóinu.
Ég Sjálfur: Fer út úr helgini með nafnbótina "Herra lífsglaður" fyrir frábærar pósur.

Topp útilega þar á ferð!

Svo var það Sunnudags Sjallinn

Múgæsingur myndaðist svo á sunnudaginn þegar við áttuðum okkur á því að ár væri þar til við gætum eitthvað fíflast saman. Þá var ákveðið að fá bakkus í för með sér og markmiðið að smyrja göngustíga Akureyrar með vel meltuðum grillmat. Dresskódið í teitinu fór svo upp um nokkra klassa þegar við byrjuðum að taka Símon Maþjús lúkkið á þetta.
Eins og ég segi. Snilldar kvöld og líklega bara ein besta Sjallaferð sem ég hef farið.

Held ég verði að deila með ykkur 2 Gullkornum sem áttu sér stað í þessari svaðilför.

#1: Efir eitt af mörgum stoppum á barnum vöppuðum við Jón inn á dansgólfið. Útundan mér sé ég tvær huggulegar stelpur sitjandi út í horni við borð svo ég hugsa með mér "hvað myndi Símon Maþjús gera?" Stökk til og byrja að spjalla við stúlkurnar og viti menn þær eru danskar! Ekki var það nú mikil fyrirstaða enda kominn á bullandi flug. Eftir 5-10 mínútur þá lýtur önnur þeirra á mig og segir á íslensku "Ert þú sonur Hjöddu?"
Ég horfði á hana með hökuna hangandi niður fyrir hné. Og sagði svo eftir smá stund "Þið eruð dönsku frænkur mínar sem eru í heimsókn er það ekki?" .......... "Jább" 

#2:  Í kröppum dansi á gólfinu gerist alltaf eitthvað skemmtilegt. Einhver yngismeyjin var að gera sig líklega á tímabili og farin að gefa "Símon Maþjús" lúkkinu auga. Eftir að hafa dansað sína leið í gegnum sveitta þvöguna þá tosar hún mig til sín, bendir svo sitt á hvað á Hlyn sem var mér við hlið og aftur á mig og hvíslar "ertu hommi!?" ........
Ég vill þakka Hlyn fyrir að aldeilis hjálpa félaganum þar sem hann kom til mín, tók þéttingsfast í rassinn á mér og blikkaði svo stelpugreyið. 


Gríðarlega góð helgi að baki og þakka ég bara þeim sem tóku þátt í henni á einn eða annan hátt.
Kv. Halldór Maþjús 

LAGIÐ: Augljóslega hjartaknúsarinn okkar hann Símon Maþjús með lagið All Night long

PS: Þakka Aroni fyrir að benda mér á að Þrívíddar myndin klikkaði hér í síðasta bloggi. Redda því hér með svo TÉKKIÐ HÚSIÐ!

 PPS: Á miðvikudaginn er svo afmæliskaffi Svölu / Kveðjuteiti Halldórs hér heima svo endilega látið sjá ykkur. Getið ekki sagt að ég hafi ekki látið boð berast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór minn

Já það verður að segjast að þetta var helvíti góð yfirsýn á helgina í svo fáum orðum það hefði nú þurft nokkrar blaðsíður til viðbótar til að klára þetta aftur á móti, þetta var svo svaðaleg helgi.

 En ég vil bara þakka mönnum fyrir þessa helgi hún var klárlega alger snilld svo var það alveg til að toppa þetta allt saman að við lentum á röltinu niður í bæ á sunnudaginn hehe. það getur nottla ekki klikkað.

P.S hvað drukkum við eiginlega mikið það var alla vegana ekki eðlilegt magn en ef Biggi hefði nú ekki klárað varabirgðirnar hefðum við klárlega ælt

En nú fara leiðir að skila í all langa tíð þannig að ættli maður verði ekki að fara henda upp bloggi svona til að láta vita af sér, ríf inga með í pakkann en þetta er auðvitað bara í nokkur skólaár svo snúum við allir aftur heim og þá heldur parýið bara áfram 

Fucker out......

Jón (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 20:38

2 identicon

Hefði ekki geta orðað það betur sjálfur!!
Örfá skólaár sem við frussum frá okkur (og fíflumst á sumrin) svo heldur bullið áfram ;) hehe

 En já ég verð að segja að það er Bigga að kenna að ég náði ekki að æla!
Helvítið af honum!

og já. hlakka til að sjá bloggið verða að veruleika... hlakka enn meira til að sjá hvort þú náir að virkja ferðafélagana.... Ingi og Lilja! hahaha....

Halldór (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 20:51

3 identicon

takk fyrir dannsinn á sunnudaginn ;) það var gaman að sjá þig áður en þú ferð,, ég á eftir að sakni þín frændi =)

Alma Egils (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 20:52

4 identicon

Já frænka kær Þakka Þér!
Snúningurinn var góður!!!
Og mundu hvað ég sagði! ÉG hugsa mig ekki 2 um að taka flugið heim ef ég heyri einhverja vitleysu! ;)

Halldór (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:12

5 identicon

WHHHY SOOOO SSSSEERIOUSSSS? þetta var nú bara 2 burn með örfáum dropum af rússavatni! en svona gerist bara þegar menn beila á labbaniðríbæfélögunum og fara bara að ráfa inná einhver random party!

Fá ég ekkert nick fyrir helgina? BEILERINN eða eitthvað :P

biggi (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:08

6 identicon

AHH!
ætlaði nú að gefa þér nick!
Var kominn með solid nick en þar sem þú varst ekki allann tímann þá kannski á Bailerinn best við! ;)
Annars er "jumper" líka viðeigandi hehe.

YOU HAVE TO PUT A SMILE ON MY FACE!!!! 

ps. random partíin rúluðu hehe 

Halldór (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband