Jæja þá hef ég látið passlegan tíma renna hjá án bloggs svo ég ætti að hafa eitthvað handa ykkur.
Það sem er nær okkur er það að Magnaðir Magna Menn eru á BULLANDI siglingu! Í síðustu 6 leikjum höfum við smalað saman 16 stigum af 18 mögulegum og er það ekkert til að skammast sín fyrir. Sitjum núna í 4. sæti deildarinnar og erum næstum því farnir að kunna textann við "Delilah - Tom Jones" þar sem það er sungið hátt og snjallt eftir sigurleiki!
Ætli ég eigi ekki eftir að spila 1 (ef til vill 2) leiki áður en ég held út í heiminn. Á eftir að skalla veggi og naga á mér handabakið þegar þeir spila. Djöfull langar manni að klára þetta með þeim!
Svo styttist í það að Versló renni í hlaðið. Eina fríhelgi sumarsins og stefnan sett á það einu sinni að gera eitthvað af viti um Versló en ekki að vinna og skutla fyllibyttum.
Dagskráin er topp tjaldsvæði Hóla í Hjaltadal á föstudag. Grilla allan sólarhringinn milli þess sem fjöll verða sigruð og fótbolti spilaður. Svo á sunnudaginn höfum við pantað Rafting í stærri ánna. Sex tíma prógram þar og læti!
Já sumrinu 2008 hefur bara verið bjargað að ég held!
Svo er það víst staðreyndin að 15 dagar eru í brottfor!... góðann daginn
Annars er það að frétta frá Alabama að ég og KP verðum að öllum líkindum að deila svölum með Bóndanum góða Narrenbúrg, hans heitt elskuðu (eitt sinn í það minnsta) mjaltastúlku Ingibjörg Heiðdal og sjálfum Svenna Casanova. Já ekki eru það nágrannar af verri endanum.
Húsnæðismál eru s.s. komin á hreint og maður bara kominn heim heimilisfang og læti.
Fyrir forvitna þá geti þið séð Þrívíddar myndir af kastalanum HÉR!. Húsgögn fylgja þó ekki svo við verðum að öllum líkindum með uppblásnu stemminguna, vindsængur, stóla og sófa. YEAHH!
Annars er harla fátt að frétta frá þessum bæ.
Var þó að pæla hversu mikið lýðurinn væri til í að greiða fyrir subbulegar myndir af KP þegar hann dregur eina stóra svarta heim með sér?!?....
Kv. Halldór Rasskell
LAGIÐ: Já nýtt lag dottið inn á borð til okkar og er það DELILAH! Sigurlag Magnaðra Manna!
Flokkur: Bloggar | 26.7.2008 | 18:14 (breytt kl. 18:34) | Facebook
Athugasemdir
til hvers þarftu að hafa það með hvað eru margir dagar í að þú farir!
ég viðurkenni það hérna í skriflegu en ég mun aldrei segja það og hvað þá við þig en ég á nú eftir að sakna þín! feita skrípi (mátti ekki vera of væmið!) haha!;)
en það er alveg þannig að þú þarft að henda inn þessum ófáu myndum sem ég hef tekið af Magnamönnum, og kenna mér og Jónasi það!
ég fékk nú kvörtun um helgina, mér var sagt að það væri greinilega ég sem væri á myndavélinni því að það væru fleiri myndir af þér og Jónasi heldur en öðrum leikmönnum! haha!
Svala syss! (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:40
damn hvað það verður gaman hjá ykkur þarna úti! Versló hljómar sko EKKI illa, vá ég væri til í þetta prógram. En neinei, vinna vinna vinna, þú bara skemmtir þér vinur!
Eygló (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 01:13
Svala: Nei eins gott að þú verðir ekki of væmin en ég veit þú elskar mig ;) og já þessar myndir detta inn einn góðann veðurdag þarna á magnasíðuni! haha. Skiljanlegt samt að meirihlutinn sé af myndarlegustu mönnunum í liðinu!
Eygló: Engar áhyggjur ég skal sko skemmta mér um versló ;) Ætlaði einmitt að vinna en hugsaði að þetta sumar væri heldur betur farið fyrir lítið. ekkert búinn að gera nema vinna og spila fótbolta svo ég sló þessu upp í kæruleysi og skellti mér á frí. Reyni ef til vill að senda góða strauma úr raftinginu yeahh!
Halldór (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:42
Hólar í Hjaltadal? Af hverju hringir það einhverjum kirkjubjöllum hjá mér? Er ég kannski bara alveg lost eins og vanalega?!
Annars hljómar unaðslega að grilla allan sólarhringinn. Djöfull finnst mér það töff. Líka reyndar að fara í rafting en ég get samt toppað það! Tilbúinn?
UM VERSLUNARMANNAHELGINA ER METTA AÐ FARA TIL BERLÍNAR Í TRABANT SAFARI. Jebb, þú last rétt. Kjella er að fara að rúnta um downtown Berlínar á Trabant, og blæjutrabant í þokkabót! Ef ég verð ekki sú svalasta í mörg hundruð mílna radíus þá veit ég ekki hvað
Annars er ég alveg reiðubúin í að kasta einni krónum eða tveim í að fá að sjá subbulegar myndir af KP með einni stórri svartri. Sussubía!
metta (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:38
...já ég er mjög hrifin af orðinu annars hehe :D
metta (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:39
HAHAHAA góð metta!
ANNARS er ég Mjög sáttur við Verslunarmannahelgar planið þitt!
held bara að þú toppir mig! sjitt.
Halldór (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 02:06
dúd! afhverju virka ekki þrívíddu myndirnar af kastalanum?
fixaðu'etta marhh!
kv, enn einn ameríkufarinn
ronni tan (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.