Já eitthvað hefur nú drifið á daga mína síðan í síðast bloggaði þann 14. Júní 2007.
Með einföldun, námundun og slumpi þá er þetta það sem gerst hefur og staðan í dag...
- Halldór útskrifast úr MA
- Halldór skráð sig í skóla í Alabama
- Halldór mun spila þar fótbolta með skólanum.
- Halldór mun búa með KP (Kristjáni Páli) í einhverri glæsi villu þar. (og þú ert velkomin(n) í heimsókn
(Halldór vill þó að það sé tekið fram að hann varð ekki samkynhneigður á árinu)
Stefnan er sett út 10. Ágúst næstkomandi.
Reyndar erum við ekki enþá komnir með landvistarleyfi en það reddast eins og allt annað.
En staðan er víst sú að vinir og vandamenn eru að tvístrast um þennan hnött og ætli bloggið verði ekki besta leiðin til að sýna sig og sjá aðra. (Svona eins og rúnturinn í denn) Annars endar maður á því að stunda eitthvað MSN spjall á ókristilegum tímum og spyr sömu spurninguna á 5 mismunandi stöðum í senn "hvað er að frétta?"
Við skulum kalla þetta forréttinn.
Stefnan er sett á það að toppa gamla blogg tinda.
Sjáum hvernig það fer.
Kveð að sinni
Rasskellurinn!
PS. Lagið þessa stundina er Society með Eddie Vedder.
Rosalegur nýji diskurinn hans "Into the Wild" Hann á eftir að eiga fl. hér síðar meir
Flokkur: Bloggar | 9.7.2008 | 22:45 (breytt 10.7.2008 kl. 12:37) | Facebook
Athugasemdir
jibbýkæey mother fokker! ;o)
ég mun sko án efa nýta þetta heimboð þitt í útlöndum! vittu til! og ef til vill munt þú sjá eftir því að hafa boðið þetta! þú býður fingurinn! ég bít af þér hendina!!! ;o)
Svala syss! (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:35
hehe við sjáumst þá bara í Alabama the beautiful litla systa!
PS mundu eftir að kaupa vindsæng í Walmart!
Halldór Bróðir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 21:40
Hæ hæ, var bara að uppgötva að þú ættir blogg og þá akkúrat ertu nýbúinn að blogga í fyrsta skipti í meira en ár, það er nú aldeilis skemmtilegt
En ég vona að þið félagar skemmtið ykkur vel í US and A og já society er gott en ég er líka búin að vera með æði fyrir Guaranteed af sama disk, aaaljjör snilld og snillingur þessi maður
Dóra bekkjó (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 21:45
Já Guarenteed er gott líka!
Tékkaðu á Hard Sun. Það er held ég í 3 sæti hjá mér.
Úff veit ekki annars.... erfitt að segja... rosalegur diskur!
enda gerður fyrir rosalega mynd!
Halldór Áskell Stefánsson, 10.7.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.