Jæja þetta blogg er að komast í gang....
En hef loksins ákveðið að koma með almennilega færslu!
Það hefur núna snjóað svona nokkurnvegin í bara 4-5 daga! Þvílík snilld! og veit ég vel að við viljum bara meira af þessu er það ekki rabbabarasta?! Já þetta vissi ég!
Meistaraflokkur byrjaður að æfa og það er bara bullandi stemming, maður fær að finna fyrir því loksins og byrjuðu herlegheitin með því að vakna kl 5:30 í morgun og fara og lyfta. Loksins munum við Jón bróðir minn kæri verða nánir á ný þar sem við víst þekkjumst ekki ef fótboltinn er ekki í gangi....
Skólinn er samur við sitt eins og alltaf... félagsfræði er alveg mín deild og hef ég gaman af þessari sálfræði og félagsfræði og hvað það nú heitir allt saman. Eins skrítið og það nú er þá er ég allt í einu hættur að mæta með nesti í skólann og skil ég ekkert í þessu! Varar þetta við hungursneið og oftar en einu sinni hef ég verið nær dauða en lífi!...
Í dag bjargaði Birna mér með þessari líka ljúffengu sammloku og langaði mig bara að skjóta inn þakklætinu hér þar sem hún var bara all subbulega svakalega góð!
Heimilislífið er aldeilis fróðlegt þessa dagana á meðan kisi og voffi eru að venjast hver öðrum, ég hendi inn myndum síðar meir af kvikindunum ef þau einhvertíman sættast.
En já snjórinn er ekki af skornum skammti þessa dagana eins og ég sagði og auðvitað skelltum við drengirnir okkur út í góða veðrið til að leika! Það er ekki að sjá að maður sé að verða hátt í tvítugur! ohh svei!
Hver þarf að eiga bíl ef hann á reipi & snjódisk
Snjóskrímslið sást
Menn reyndu að fljúga
Let i snow, let it snow, let it snow!
Endalaus slagsmál og kaffæringar!
Já hér eru nokkrar myndir... það er meira í myndaalbúminu hér ef þið viljið.
Látið heyra í ykkur... þetta er allt að koma hjá mér ;)
Kv. Halldór Rasskell
Athugasemdir
heheh.. alltaf gott að geta hleypt barninu í sér út annars lagið;)
Inga Þ. (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 11:44
Sæll Rasskell
Góð síða...maður verður tíður gestur :)
Kv.Imba
Ingibjörg Heiðdal (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 22:15
Hmmmmmm væri ekki gott að eiga snjósleða núna
kv. Dísa og Sævar
Dísa og Sævar (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 20:25
Vá hvað það er mikill snjór hjá ykkur!!
Má ég vera með í snjóslag...hhaha
Kom dálítill snjór hér í nótt og Reykvíkingar eru einfaldlega ekki að gera góða hluti í snjó!
annars góð ný síða hjá þér
Vertu svo duglegur að fara í fjallið... eins gott að það verði nógur snjór svo að ég geti dregið þig með mér á bretti um jólin!!
Kveðja þín elskulega frænka Elfa Berglind
Elfa Berglind (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 23:03
Já strákarnir skelltu sér út... lít ég út fyrir að vera strákur?? Og þetta eru þakkirnar sem maður fær fyrir að vernda þig gegn skothríð ofan af þakinu á leikskólanum!
Takk samt fyrir hjálpina með verkefnið í dag haha, þetta fór vel;)
Halla Tul (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 22:28
verðum að taka aftur póker! og þá kannski kennið þið mér eitthvað;) kv Síssa
Síssa (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 18:50
HAHA, ekki helduru að halldór geti kennt þér eitthvað í póker síssa mín.. sussubía
Inga Þórey (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 09:39
obboslega ertu lélegur að blogga! :D
metta (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.