Summer Vacation!?!

 Já ætli ég geri ekki heiðarlega tilraun enn og aftur til að hanga í heimi bloggs!
Stutt og hnitmiðað sagði einhver... aftur á móti hefur því líka verið haldið fram í nútímasamfélagi að örvhentir séu venjulegt fólk eins og við hin.... maður verður að passa sig á hvern maður hlustar!!!

Ég er ekki í stuði til að henda myndum af kortunum mínum inn á tölvu og svo veraldarvefinn svo þið verðið að láta hugan bera ykkur í þessu bloggi. Sú staðreynd að myndir segi meira en 1000 orð er frekar ömurleg þegar þú hefur enga mynd.... 

EN hvað er títt í heimi Halldórs þessa dagana... ætli ég leyfi ykkur ekki að fylgjast með því... hver væri annars tilgangurinn í þessu. Í tímaröð er þetta staðan

  •  Útlendingarnir komu í heimsókn eins og þið vissuð, fóru svo í lok Maí eftir gott turn. Eyddi ALLT of mikið af pening með þau hér en það var gaman að geta gert eithvað með þeim á ný!!!!
  • Prófin tóku strax við og ég náði nú öllu með einkunnunum 2x 6, 6x 7 og 2x 8.  Væli það nú svo sem ekki en maður veit að oftar en einu sinni átti maður helling inni.
  • Útilegugýrinn strax kominn í menn og síðasta helgi einkenndist af bullandi grillstemmara, sundi, útilegufótbolta og almennri stemmingu. (auk þess að glata símanum mínum sem fellur víst undir almenn leiðindi)
  • Vinnan svo strax byrjuð og bullandi skemmtun að vana á Trésmíðaverkstæði Trausta. Við Smári höfum ákveðið að halda Árshátíð fyrir fyrirtækið og verður hún fyrstu helgina í Júlí. Starfsmenn verða látnir vita seinna. Ég er í skemmti nefnd og Smári skipar afganginn af nefndunum.

 Langar að nefna nokkra meistara frá liðnum dögum svona til að hressa upp á þetta

Ingi Þór: að vana á Ingi heima hér... hann fær "Navigator" titilinn fyrir að finna okkur á tjaldsvæðinu einnig á hann skilið titilinn "Grillmeistarinn" fyrir allt kjötið sem hann grillaði í einu handa handa sjálfum sér OG Swiss missið sem hann Grillaði!
Smári & Pabbi:massa ríspekt fyrir föstudagsvinnu með mér þegar við þurftum að skeina mér upp á hnakka eftir að ég skeit á mig með bílgrey sem nýja mamma mín á. dem.... pabbi samt aðeins minna sökum þess að hann er örvhentur.
Biggi Hólm: Fær "Samstöðu" titilinn fyrir að vilja hlæja að ÖLLUM brandörum (nema Lenns) í útileguni og koma almennt á óvart með bullandi stemmingu alla útileguna.
ÉG: Hlýt orðuna "The NUT Master" fyrir að afhýða 5 hnetur í einu upp í mér og frussa skurnini út og með því ýta Adda í 2. sæti til meistara.
Snædísin: Hlýtur "Þakkarorðuna" fyrir að hjálpa mér að læra fyrir síðasta prófið!! en einnig hlýtur hún "Hugrekki vikunar" fyrir mikið af stigum söfnuðum í útilegu fullri af útsprengdum karlrembum!
Svala:
Hlýtur orðuna "vinnualkinn" þar sem þetta er fyrsta skipti á lífsleið minni sem hún vinnur MUN meira en ég og er erfitt að taka því en ég reyni.
Mamma: Tekur "Endajaxlinn" fyrir að standa sig eins og hetja þessa dagana!  

Ætli það verði ekki allt í kvöld.
ég er farinn að skófla í mig súkkulaði kexi 

Þær fréttir í boltanum eru þær að ég geri ekki annað en að skokka og svitna eins og svín á hjóli í sjúkraþjálfun. Við ætlum að testa þennan lærisdjöful á morgun og ef allt gengur ágætlega verður þetta samanteipað og ég skelli mér á 1stk æfingu og ef til vill leik um helgina!....

 Hafið það annars gott gott fólk!
Og hæ hó... það er að koma 17. Júní! Hver er stefnan?

Kv. Halldór Rasskell 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefnan er góð  sko..  ég kem í bæjinn um helgina í einhverskonar útskriftastúss og kannski pínu sjalli og eitthvað í leiðinni;)

HAHA hvað er með Inga og það að elda alltaf bara geðveikt mikið handa SÉR;D haha??

 Hvenær ætlaru að bjóða mér í súkkulaðikex?

Inga Þórey (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:43

2 identicon

ég skakna útlendinganna!!!

Hvernig væri að bjóða mér líka í súkkalaðikex! 

Biggi burger (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 21:56

3 identicon

Svona fyrst mér sýnist allt stefna í súkulaðikexpartý þá fæ ég kannski að mæta líka? ;) Ég er alltaf til í súkkulaðikex!

Og úff já.. ég er ekki frá því að ég sé bara pínu hetja! Að leggja upp í útilegu með eintómum karlmönnum sem eru flestir alveg að springa úr karlrembu! Þetta tók á, en var þó skárra þegar Lilja var komin líka :) En þeir eru nú samt allir ágætis grey...

Og þú hefði sko aldrei náð þessu seinasta prófi án minnar hjálpar!
"Halltu áfram að lesa Halldór!!"
Þig vantaði bara smá hvatningu og einhvern til þess að halda þig við efnið !

Snædís (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 14:08

4 identicon

Inga: Já við vitum öll hvernig hann Ingi okkar er... á þetta til karlinn. 

Biggi: við söknum þeirra öll!!

Snædís: Frábær setning hahh... var við það að verða þreytt en frábær engu að síður...

og að lokum til ykkar allra.... deili ég súkkulaðikexi? ;) 

Halldór (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 19:20

5 identicon

yessss ég náði að gera ruslpóstvörnina rétt! hún er alltof erfið sko

 Já Halldór ég sakna útlendinganna ekki neitt!!! ég bara skakna þeirra! þú mátt ráða hvað það þýðir. 

Biggi burger (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:43

6 identicon

HAHH Það er spurning...! Ekki hefur maður fengið að smakka þau allt of mörg hjá þér um ævina;)

En tími til kominn að hætta þessari nýsku.. eða nýsku ég veit ekki, sumir eru nýskir á annara súkkulaðikex líka HAHA bjáni;)

Inga Þórey (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:59

7 identicon

Stærðfræðingurinn Biggi lætur sko ekki einhverja Ruslpóstvörn stoppa sig! hahh!
og já hahahah ég sá ekki skaknið.... legg það í nefnd og met það.

 og Inga ég hef sko deilt meira kexi en nokkurtíman á síðasta mánuði... skuldaði útlendingunum svo mikið síðan ég var hjá þeim að borða Oreo's

Halldór (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:50

8 identicon

HAHAHA... jæja, það er gott minn kæri...!

Eitthvað búinn að læra;)

Inga Þórey (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 10:42

9 identicon

Hey þetta er farið að líkjast irc-inu meira en commentum

ask?

ég er geggjað graður, til í irc-sex?  

biggi burger (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 20:33

10 identicon

Heyrðu ég verð nú næstum bara miður mín að heyra þetta allt kex tal það er ár og öld síðan við höfum sest niður og hakkað í okkur kex og mjólk minn kæri frændi!
lummur kex og útilega í mývatnssveit var eitt það besta ;) (þó svo flugurnar mættu stundum vera aðeins færri hehe ;) )

annars verð ég nú að fara að bjalla í þig kallinn ;o)

Elfa Berglind (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband