Jæja kæru vinir og vandamenn.
Því miður hef ég ekki neinar skemmtilegar pælingar eða video í þetta skiptið svo ég verð bara að henda inn svona dæmigerðri bloggfærslu sem fjallar um daginn og veginn.
ég hef verið vægast sagt á drullu fullu að fíflast með Ameríkönunum mínum þeim Keith og Júlíu! Það er búið að vera all subbulega svakalega gott að sjá þeirra fríðu fés á ný! Þau eru að verða búin að vera á Íslandi núna hátt í 2 vikur og því næstum bara fullskráðir Íslendingar.
Við erum nú þegar búin að skella okkur í Bláa Lónið, brynjuísinn, henti þeim í íslenskt partý og í Sjallann, löbbuðum Súlur, fórum í Mývatnssveit og skoðuðum fjöll fyrnindi og svo auðvitað í fótabað í laugunum. Skelltum okkur á reðursafn og svo höfum við tekið ófá spilin (meira að segja eitt Íslenskt "Hættuspilið" þar sem Ingi tók það að sér að vera þýðandi) en mest hefur þó verið spilað af gúrkuni og auðvitað er bullandi refsing komin í þetta og menn átt í vandræðum með að haldast þurrir.
Stefnan er sett á fjallið, hestbak (fyrir þau!) og snjóbretti áður en þau hverfa á brott.
Prófin eru svo byrjuð og þetta er náttúrulega bara sama gamla spaugið miðað við fyrri aldur og störf
Heimspekin verður fyrir flengingum á þriðjudaginn að sögn Snædísar sem hefur lagt allt undir!
Já þessi próf eru ágætasti hluti og verða búin áður en við vitum af.
Verra með boltann þessa dagana....
Tókst að skora í fyrsta leik fyrir Dalvík/Reyni (þau hafa nú verið fallegri í boltanum reyndar) en tókst einnig að skemma mig... það small eithvað í lærinu á mér daginn fyrir leikinn og ég er núna bara í sjúkraþjálfun og stemmingu tognaður aftan á læri.... aftur! haha... maður er hættur að kippa sér upp við þetta drasl... bara púslar því aftur saman og heldur áfram.
lítið annað en að hlaup, hjól og lyft í íþróttageiranum... (já líkamsræktin er góð þessa dagana hahh)
Annars er þetta staðan og hef ég fátt að segja.
Sit hér borandi í nefið og nenni engu.
Jújú hvernig læt ég!
Jóninn minn útskrifaðist líka í dag og óskum við stráknum innilega til HAMINGJU með þann pakkann!!
Svo það er allt í blóma hér á bænum og sjaldan setið á bossanum!
(auðvitað fylgja myndir fyrir þá sem hafa ekki eins ríkt ímyndunarafl!
Okkur var farið að leiðast á heimleiðini svo við tókum upp á gömlum töktum
Það var einstaklega unaðslegt að loksins losna við öll andlitshárin!
Nýja lúkkið var bersýnilega að gera sig!
Tróðum okkur inn í eithvert partíið, fengum allavegana köku.
Útlendingarnir mínir á Akureyri! (þeim var víst eithvað kalt)
En þetta er komið ágætt...
Eins og alltaf þá kemur meira seinna ;)
Hafið það gott þar til næst bastarðarnir mínir og ps. útlendingarnir fara eftir 5 daga svo ef þið viljið sjá þá eða pota í þá (þeir eru sko frá Ameríku!!!) þá bara hringiði!
Kv. Rasskell
Flokkur: Bloggar | 26.5.2007 | 20:48 (breytt kl. 20:52) | Facebook
Athugasemdir
Sæll minn kæri frændi!
leitt með lærið.. ertu orðin áskrifandi!?! ;)
sé þið hafið haft það rosa fínt og eflaust búin að mála bæinn rauðan ;)
bið að heilsa ameríkönunum þínum
Kveðja Elfa Berglind ;)
Elfa Berglind (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 19:06
Ætli það ekki bara... segi þessari áskrift upp bráðum hehe.
en ég kasta kveðju á þau. það mun gleðja þau ;)
Halldór (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 15:15
Jæja.. Aðeins ca 21 klukkutími í heimspekiprófið..
Ef ég fell í heimspeki þá hætti ég í MA, á eftir að ákveða hvort ég sný mér bara að einhverju öðru en lærdómnum eða fer í VMA með Svölu...
Svo má auðvitað ekki gleyma öllum hinum afleiðingunum ef ég fell.. Það er mikið í húfi!
En eftir aðeins 8 daga hefst hið laaangþráða sumarfrí... :) Ahh hvað það verður nú gott, engin Sigurður Ólafsson að öskra á mig á í rúma þrjá mánuði ! Þvílíkur lúxus..
Svo ekki sé talað um tveggja vikna lúxus ferðina til Rhodos... Þvílík gleði sem mun ríkja þar..
En vertu nú duglegur að læra, þú færð ekkert að falla frekar en ég ;)
Snowfairy Wish (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 16:03
Snædís hættu þessu rugli... siggi frændi er fínn kall;)
En já halldór minn farðu á síðuna mína:)
Gangi þér vel í félagsfræðinni á morgun minn kæri;D
Inga Þórey (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:32
vá hvað það hlítur að hafa verið gaman að fá Ameríkanana í heimsókn! Ég vildi að mínir kæmu að heimsækja mig (eru alltaf á leiðinni sko...hehe) ég var að pæla, kannski ég skelli mér bara í eina útskriftarferðina enn?!? Tyrkland, Búlgaría og Rhodos, hljómar spennandi;) neee ég held að það væri pínu boring að vera gamla konan sem fer í allar útskriftarferðir...gæti kannski orðið hefð eins og allt hér í MA:)
Ranna (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 03:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.