Rembist sem rjúpan

Erum við að tala um bongó blíðuna í gangi eða hvað?

 Ég er að fíla þetta!
Maður fer víst ekki meira í Hlíðarfjall í vetur þar sem þeir lokuðu um helgina en þetta var ágætasti vetur og getur maður ekki vælt það.
Maður er farinn að venjast því að lyggja einhverstaðar flatur og sóla sig, meira að segja orðið trend í skólanum að lyggja úti í þessu veðri (enda ekki annað hægt) illa sáttur við lýðinn, og kennara sem njóta veðurblýðunar víst jafn mikið og við hin. ótrúlegt en satt.

 Hef svo sem ekkert skemmtilegt að segja ykkur.
Frí á þriðjudaginn en ég asnaðist til að skrá mig í vinnu hjá Vífilfell, ekki nóg með það heldur eru 2 ritgerðir sem gott væri að klára fyrir miðvikudaginn svo það er á nógu að taka.
En í kvöld er Magni að spila við 2. flokk þórs. Verður skrítið að fara og spila við hluta þeirra sem maður er búinn að vera æfandi með í allan vetur hahh.... Svo eftir þennan leik fer að koma ljós á það hvernig maður eyðir sumrinu sínu.

En góð helgi að baki með góðu fólki (vantaði þó alltaf litlu systu) en það er svona þegar hún er busy

Nokkrar Útnefningar
Staðurinn:
Augljóslega sundlaugin og bakgarðurinn hjá Jóni
Frasinn:  "KE PASO(L)"  &  "I got to go to my tap dancing lessons!"
Drengurinn: Ingi fyrir að hverfa skyndilega og sjást ekkert fyrr en seint á Sunnudag
Stúlkan: Lilja fyrir að endast lengst yfir Hellisbúanum
Atvikið: Þegar Jón minn var svo elskulegur að þrýfa mig, þakka bara fyrir.

Svo þakka ég kærlega nýjasta vin okkar í hópnum, Gaurnum með rauða nefið fyrir að vera hrókur alls fagnaðar á minn kostnað!

über und heraus
Halldór Áskell 

 ps. það voru 2 komment eftir FEITASTA blogg mit hér síðast..... OG ÉG ÁTTI ANNAÐ ÞEIRRA!
       ég krefst ágætis tölu af kommentum áður en ég hendi fleiru inn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan, því ég er nú fyrstur að commenta hjá þér þá máttu launa þér það með að segja JÁ við RHODOS. JÁ!!!

Annars súr leikur hjá ykkur áðan, en tæknilega ertu þórsari ennþá svo ................JÁ við RHODOS

Biggi burger (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 21:24

2 identicon

vá þessi leikur!....

en Ródos segiru... hehe held það sé uppbókað

Halldór (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 15:35

3 identicon

Sæll elskan ;) Og takk fyrir góða helgi !

Ég er ekki frá því að ég eigi eina góða mynd af nýjasta vini okkar... Enda fallmyndalegur maður þar á ferð, og úff nefið .. Ekkert smá hot maður !
Ég held því líka fram að Lilja hafi sett eitthvað út í drykkinn minn svo ég myndi sofna fyrst yfir Hellisbúanum.. Þetta er eitthvað gruggugt !

Og eitt að lokum.. hvaða voða vesen er þetta að kommenta! Summan af 4 og 9?? Whaat.. Afhverju þarf ég að vita það til þess að kommenta!

Snædís (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 21:54

4 identicon

Sjáðu nú til Snædís mín... ég vill ekki að hvaða vitleysingur gangi hér um og hendi einhverju rugli á mína síðu!
Eins og stóð á Akademíuni hjá Plató "Hingað inn fer enginn nema stærðfræðingur" 

En já hlakka til að sjá myndir af nýja vininum!... klikkaður gaur!
OG já bersýnilega var okkur byrlaður einhver fjandi! hahh....

 En KEPASOL! og allt hvað eina

Halldór (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:36

5 identicon

Nú er ég forvitinn, hver er með svona rautt nef?

Ingi (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband