(hef ákveðið að byrja þetta eins og ég hafi verið bloggandi síðustu mánuði)
Jó hó Jó hó!
Þetta er helst í fréttum
- Ég hef sagt skilið við Þórsarana í bili og óska þeim góðs gengis í sumar!
- Hef farið á 2 æfingar með Magna og lookar ágætlega... magni í sumar?
- Keith og Júlía koma 15. Maí og verða í heimsókn út Maí!!!
- 9 próf á dagskrá hjá mér á meðan þau eru hér svo ég hef nú þegar hafið námið!
- MA hefur sett nefnd í þá rannsókn hvort of dýrt sé að leyfa mér að ganga lausum.
- Næsta skólaár mun einkennast af Spænksu, Kínversku og 3 tíma pabbaleik! gott mál
Það rann skyndilega upp fyrir mér að árið 2007 er gengið í garð og nýtt sumar á leiðini!
Eftir að hafa eytt föstudeginum mínum í ekki rassgat (sem ég hef ekki efni á) og bara skoðað myndir frá Ameríku og síðasta sumri þá áttaði ég mig á því hvað ég er farinn að hlakka til sumarsins!
Ég ákvað því að henda inn nokrum góðum mómentum frá síðasta sumri og segi bara
"þýðir ekkert minna en að toppa þetta"
SUMARIÐ 2006
Ég og nakti Kúrekinn í Nýju-Jórvík á ferð minni með Treviníóunum mínum um Austur ströndina
Ný kominn heim frá Kanalandinu og með skæruliðunum mínum í okkar fínasta pússi.
Ég og Ingi fórum í fjallabrölt og fundum paradís
Íslensk Verslunarmanna helgi klikkar aldrei og menn taka ávallt á því!
Hin fjallmyndarlegu systkyni komu loks aftur saman.
Svo í lok sumars hoppaði ég aftur í heimsókn til USA þar sem við Kristján stunduðum sumarástina
Vinnan í sumar var líka góð eins og eftirfarandi myndband gefur til kynna!
Sumarplön fyrir sumarið 2007
Útilegur verða í miklu meira magni vona ég, fjallabröltið er eithvað sem ég væri til í meira af, útlenskar heimsóknir munu setja sitt magnaða mark á sumarið, fótboltinn er spurningamerki en hann verður þarna einhverstaðar, svo er það náttúrulega vinnan.
Svo er þetta endalausa suð um einhverja Gríska eyju seint á sumrinu.... skrítið hvað þetta leiðinda suð er farið að hljóma ágætlega... Deja Vu anybody?
Jæja segjum það.
Hver veit nema að ég haldi áfram að blogga ef ég mun hafa eithvað af viti að segja ykkur! ;)
Kv. Halldór Áskell
ps. Til þess að halda þessari endurkomu sem sverastri þá ætla ég að henda mér síðustu brettaferðini hjá mér og Lenn í bongó blíðu hér um daginn fyrir ykkur sem hafið lítið komist í vetur!
Flokkur: Bloggar | 27.4.2007 | 16:12 (breytt kl. 16:32) | Facebook
Athugasemdir
jújú stendur þig eins og hetja bróðir sæll!
og það er satt hjá þér að þetta er fjallmyndarlegur systkina hópur þarna saman kominn..! ;-)
Svala (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:31
Þúsund þakkir fyrir að vera fyrsti nýji bloggskoðarinn minn Systir kær! ;)
fjallmyndarleg satt er það
Halldór (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.