Færsluflokkur: Bloggar

Almyrkvi Hjartans!

Sæll vertu minn kæri vefur veraldar!! 

Gleðileg Jól, Gleðilegt nýtt ár og til lukku með 20 árin herra ÉG!....

Já sitt hvað hefur gengið á síðan ég frussaði síðasta bloggi úr ermini hjá mér!
En ég er ekki dauður með öllu (né þýðir þetta að ég sé kominn til að vera með vikulegt blogg um það hvenar ég fór að sofa og annað eins) en þótti mér mál til komið að henda inn nokkrum línum.

 En svona til að gefa ykkur smjörþefinn af því sem ég er að bauka þá er það lítið meira spennandi en lítið meira en blind fullur skóli, knattspyrnan og vinna hjá Coke og Hlíðarfjalli.

 
Jæja þá viti þið hvaðan ég kem svo við getum lifað sátt við dýr og menn.

 

Sönn ástæða fyrir blogginu er sú að inn á borð til mín datt myndbandið ef söngvakeppni Menntaskólans á Akureyri og auðvitað henti ég aðal atriðinu inn þar sem við frændur erum bullandi stoltir af framtaki okkar! (hvernig er annað hægt!!)
Ákvað ég að gefa ykkur, sem voruð of afmynduð í höfuðleðrinu og létuð þessa keppni framhjá ykkur fara, tækifæri á því að njóta lagsins sem vann næstum því keppnina en samt ekki neitt.

 Vonum svo að það gerist eithvað sniðugt á næstu mánuðum svo ég nenni að blogga.
Þar til þá... ég er farinn í PÁSKAFRÍ (eftir sirka viku) Ahhhhhhh......

Rasskelli ykkur seinna
Kv. Halldór Áskell

 


Púður og prakkaraskapur!

Jæja þetta blogg er að komast í gang....

En hef loksins ákveðið að koma með almennilega færslu!

Það hefur núna snjóað svona nokkurnvegin í bara 4-5 daga! Þvílík snilld! og veit ég vel að við viljum bara meira af þessu er það ekki rabbabarasta?! Já þetta vissi ég!

 Meistaraflokkur byrjaður að æfa og það er bara bullandi stemming, maður fær að finna fyrir því loksins og byrjuðu herlegheitin með því að vakna kl 5:30 í morgun og fara og lyfta. Loksins munum við Jón bróðir minn kæri verða nánir á ný þar sem við víst þekkjumst ekki ef fótboltinn er ekki í gangi....

Skólinn er samur við sitt eins og alltaf...  félagsfræði er alveg mín deild og hef ég gaman af þessari sálfræði og félagsfræði og hvað það nú heitir allt saman. Eins skrítið og það nú er þá er ég allt í einu hættur að mæta með nesti í skólann og skil ég ekkert í þessu! Varar þetta við hungursneið og oftar en einu sinni hef ég verið nær dauða en lífi!...
Í dag bjargaði Birna mér með þessari líka ljúffengu sammloku og langaði mig bara að skjóta inn þakklætinu hér þar sem hún var bara all subbulega svakalega góð! 

Heimilislífið er aldeilis fróðlegt þessa dagana á meðan kisi og voffi eru að venjast hver öðrum, ég hendi inn myndum síðar meir af kvikindunum ef þau einhvertíman sættast. 

En já snjórinn er ekki af skornum skammti þessa dagana eins og ég sagði og auðvitað skelltum við drengirnir okkur út í góða veðrið til að leika! Það er ekki að sjá að maður sé að verða hátt í tvítugur! ohh svei!

 


Hver þarf að eiga bíl ef hann á reipi & snjódisk

The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0336_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Snjóskrímslið sást

 The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0350_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Menn reyndu að  fljúga

 The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0354_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Let i snow, let it snow, let it snow!

 The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0342_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Endalaus slagsmál og kaffæringar!

Já hér eru nokkrar myndir... það er meira í myndaalbúminu hér ef þið viljið.

Látið heyra í ykkur... þetta er allt að koma hjá mér ;)

Kv. Halldór Rasskell 


Til að færa fjall þarf að byrja á litlu grjóti.... (úúú)

Vá..... HAHA trúi ekki að ég ætli að byrja svona en hananú...

 Staðreyndin er sú að ég er alveg búinn eftir að hafa eytt heilu kveldi í það að búa til þetta blogg og vesenast!... ekkert eftir í mínum litla kroppi til að draga út eitt stk. blog kvikindi!

En þetta er enn í fæðingu... kemur allt með kalda vatninu.
Vona að þetta venjist og verði eithvað vit í þessu!

Hvað segi þið annars um það?.....

 

Kv. Halldór Áskell 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband