Færsluflokkur: Bloggar
....Hækkandi sól og rísandi hitastig.
....Tilhugsun um sundlaugarbakkann innan skamms.
....Þýska stálið og vin sinn Thomas Linderman fyrir að færa sér "Die Prinzen" geisladisk!
....Létta skokkið í dag og fríið á morgun eftir mikið af hlaupum í síðustu viku.
....deviantart.com , flickr.com og pandora.com
....að syngja í sturtunni.
....Þá hugmynd að eftir aðeins 3 vikur verður hann búinn með 2 áfanga í skólanum!
....Kertaljósin sem KP stendur fyrir á hverju kvöldi!
.....Að krúsídúllast og kærastast í Svenna í tímum.
....Nostalgíuna sem fylgir sumar- og æskuáramyndum á Facebook!
....Facebook allt of mikið
....Sængina sem Mamma sendi mig með!!
....Að vera svo gott sem búinn að standa við áramótaheitið og kominn með nýja nögl!!
....Hugmynd á þróunarstigi um stuttmyndarsöngleik í MGM.
....Að hafa panntað sér Canon 40 D í síðustu viku.
....Hvert Spring Break '09 (ONLINE) stefnir!
....Hvað hann er á tánum yfir öllu í skólanum.
....Bíómyndakvöldin með fjölskyldunni!
....Svertingjann sem hélt ræðu í tíma í dag um Bling blingið sitt ( $1700 takk fyrir).
....Lífið
Fílar Ekki...
....Að hafa gleypt tyggigúmmíið sitt í dag.
....Að hafa verið með tyggigúmmí í dag og hafa orðið svangur.
....hvað hann fílar Facebook mikið!
....Að sitja og bíða eftir drasli sem hann panntar.
....Yfirlitið á Netbankanum sínum!
....að hann, Imba og KP séu ekki búin að horfa á Clone Wars enþá!
....Gengið á dollaranum eftir ofdekrun síðustu ára!
....Að vera skotinn með eigin byssu!
....Að tala aldrei við mömmu sína lengur.
....Að vera kitlað, af þremur gaurum, berrassaður, í sturtu....
....Fjallaleysið í Alabama í allri þessari sól!
....Uppsafnaða bóndabrunku síðustu tveggja daga!
Svona í fljótu bragði er það staðan hugsa ég.
Þar til næst gott fólk!
Kv. Gaurinn sem er svo sannalega að standa sig í blogginu!
Bloggar | 10.2.2009 | 05:21 (breytt kl. 05:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja gott fólk ég er snúinn aftur!
Búið að skamma mig duglega fyrir mikla leti og ég ætla mér ekki að hafa mörg orð um það annað en jú ég var latur, mikið búið að vera í gangi og ég reyndi að blogga einu sinni... það eyddist allt... jess.
Stefnan er að hafa þetta blogg í þremur leggjum.
#1) Yfirlit yfir hið ágæta ár 2008
#2) Hvernig hefur fyrsti mánuðurinn af 2009 farið með mig
#3) Hvað er framundan árið 2009
Því ráðlegg ég þeim sem kannast við eitt eða fleiri af þessum einkennum að hætta hér og nú....
- Svima af oflestri á einstaklega skemmtilegu efni.
- Leiðast sögur af Halldóri og vinum.
- Leiðast Halldór yfirleitt (þessi hópur getur hætt með öllu að koma þar sem Halldór kemur vanalega fyrir í hverjum skrifum)...... (ég er Halldór fyrir ykkur sem ekki fattið)
- Kunnið vel við lífið ykkar (ég mun að öllum líkindum láta það verða smánarlegt í samanburði... sorrí)
Aftur á móti þið sem eruð tilbúin í það að fara yfir hlutina með mér.... Afsakið hléið og velkomin aftur!
#1)
Þetta ágætis ár 2008 var vægast sagt eins og rússíbanaferðir markaðanna, hæstu hæðir og lægstu lægðir. Búið að vera stuð og stemming en einnig skítur og skúrir í bland. Erfitt að gefa þessu ári slæma einkunn þar sem þetta ár hefur að geima mikið af stærri stemmingum, eins og útskrift úr Menntaskólanum, fluttur að heiman, háskólaganga. En heilt yfir hefur oft verið betri stemming yfir árum í mínu lífi.
Janúar - Apríl:
- Byrjaði glæsilega með Alex í heimsókn og frábær áramót.
- Frussandi stemming í skólanum með topp bekk! (4 Fokkíng EFF)
- Fáránlega góð skólaverkefni kláruð á líklega besta skólaári lífs míns. (skólalega séð)
- Virkilega Góð Spánarferð með Mögnuðum Magna Mönnum!
Janúar til Apríl vou uppfullir mánuðir af glöðum lýð að njóta sín eins mikið og hann gat, vitandi að skemmtunin styttist í annan endan. Yfir allt var fáránlega góður mórall í hópnum þegar skemmtileg tilfinningablanda við tilhugsun af nýjum tækifærum sem biðu og saknaðarhugsunum um það sem aldrei aftur gæti orðið.
Maí - Ágúst
- Skellti mér í brúðkaup til Bandaríkjanna þar sem ég sá fyrsta vin minn gifta sig. Tók þátt í athöfninni sem brúðgumi. Fékk líka að hafa litlu systu með í þessu ferðalagi sem var snilld.
- Allar MA athafnirnar sem maður barðist við að reyna að mæta í og stunda knattspyrnuna af einhverju viti á meðan. Missti af sumu en náði öðru. Góðir tímar!
- Útskriftin úr MA. (það voru allir komnir með nóg en engin vildi fara).
- Fótboltasumarið hófst og var það líklega besti parturinn af mínu sumri.
- Eina útilega sumarsins var um Versló, lélegt en bætt upp með gríðarlega góðri stemmingu, mannskap og rafting til að kóróna veisluna.
- Í byrjun Ágúst lögðum við félagarnir KP svo land undir fót og héldum til Bandaríkjanna í háskólanám.
Maí - Ágúst höfðu að geima vægast sagt mikið af breytingum í lífi mín. Það var ótrúlega gaman að sjá vin sinn gifta sig og byrja "nýtt" líf svona ef við tökum það út í dramatíska bandaríska hugsjón. Menntaskólaparturinn af þessum mánuðum var gríðarlega stór og hann einkenndist af gríðarlega mörgum "síðustu" stundum. Fyrir minn hlut, lífið var fáránlega gott í MA og get ég ekki verið sáttari með dvöl mína í þessum skóla fornra róta sem er þó framsækinn í senn.
Sumarið var annars frekar súrt hjá mér og einkenndist af litlu öðru en vinnu og fótbolta, ég var í þyngri kanntinum og var lítið að leika mér svo fá orð séu höfð um það. Boltinn lét mig þó alltaf brosa reglulega, enda líkelga með skemmtilegri fótboltasumrum sem ég man eftir. Ein hörku góð útilega bjargaði líklega geðheilsu minni og svo aðra helgina í Ágúst var ég lagður af stað til Bandaríkjanna.
Ágúst - Desember
- Við lentum í US and A, komnir í skóla í Montgomery, Alabama.
- Hóf sambúð með Kristjáni Páli.... A.K.A. KP, í Höllinni okkar. Fáránlega Kósý svæði (núna...)
- Fótboltinn var einn rússíbani útaf fyrir sig, sem því miður náði aldrei á endastöð.
- Gerðist nemandi fjandi við Business Marketing, leggst bara ágætlega í mig.
- Kynntist aragrúa af íslenskum eðal lýð hérna úti. Hvort sem það var að gera gamla félaga að bestu vinum eða kynnast nýjum vitleysingum þá eiga þau öll sinn skerf af því að gera MGM að þeim stað sem hún er.
- Keith og Júlía duttu í heimsókn og voru þar með fyrstu formlegu gestirnir í Höllinni
- Snædís gerðist gestur Hallarinnar og lét fara vel um sig hér í viku.
- Aron Bakarasonur kom í heimsókn yfir þakkargjörðina okkur til mikils unaðar!
- Vægast sagt rassskelling á skóla var tekin þetta árið þar sem ég gekk burt með fullt hús stiga og KP var ekki langt frá því. (skemmtilega vill til að við erum einmitt að fara í proffa kaffi á föstudaginn, það verður mitt fyrsta proffakaffi!)
- Heimkoma í 13 Des og jólafríið hafið. Árið batnaði til muna með fáránlega góðum Desember!!
Þessir mánuðir höfðu mikið af nýjungum, nýjum vinum, nýjum skóla, "nýju" landi, nýjum hugsunum hjá Halldóri, of mikið af hugsunum hjá Halldóri? Eftir litalaust sumar fóru hlutirnir vægast sagt að lifna við og góður hópur hérna lýstu upp daginn. Boltinn gekk ekki sem skildi og látum við þar við sitja. Námið gekk framar öllum vonum og er ég orðinn svo æstur í þetta nám að ég stefni á að rífa það í mig það hratt að útskrift gæti orðið jólin 2010.
Gestir létu sjá sig hér í Höllinni sem sér líka um sína. Snædís sá sér fært að koma úr glamúrnum í Californíu í sveitasæluna hér í Alabama og kunni stelpan bara vel við sig. Einnig lét Aron sjá sig og kenndi okkur hvernig alvöru bræðralög fara að því að halda partý.
Hópurinn hér úti var marglitur eins og hann var mikilfenglegur.....
UPPLÝSINGAR UM ÍSLENDINGA Í ALABAMA....
Fjölskyldan: KP, Svenni, Arnar og Imba eru líklega þau nánustu, nágrannarnir og herbergisfélaginn/ástmaðurinn. Fólkið er allt í öllu, nemum saman, borðum saman, eigum fjölskyldustundir og hjálpum hvort öðru í gegnum hið súra og sæta í lífinu hér í MGM.
Lækjargatan: Grass Master, Mr. Apple (Kári) og Vigginn voru áræðanlega deildin. Alltaf hægt að sækja góða skapið í Lækjargötuna þar sem von var á flæðandi áfengi, mikilli karlmennsku í bland við Pro Evolution Soccer í X-boxinu. Reynsluboltarnir Grassi og Kári leiddu lýðinn áfram hinn gullna meðalveg hér í MGM og skildu eftir sig þá þekkingu sem þeir höfðu. Viggi saug í sig þá steik sem þeir gátu skilið eftir og heyrist nú bergmál þeirra enn í Vigga (en þeir félagar útskrifuðust nú í desember, blessuð sé minning þeirra).
Hjónin: Alexandra og Höddi voru samferða okkur hingað og voru nýliðarnir með okkur. Áttu líklega skrautlegustu dvölina af öllum, týnd vegabréf, sparkað úr skólanum, meiðsli, uppskurðir og ég veit ekki hvað. Voru einnig bílaeigendur með okkur af "Squeelernum" eða "Grimma" eins og Saturninn var gjarnan kallaður.
Orkuleysið: Joe BBQ og Gunni Drama voru vægast sagt ótrúlegur bragðbætir á lífið hérna í Alabama. BBQ var alvarlega eins og sósan, best geimdur á kolunum þar sem einhver á séns á því að vera eins grillaður og Gunni Gettó, harði gaurinn sem er eins og búðingur ný kominn úr örbylgjunni að innan.
Stuðboltastelpurnar: Anna Begga & Tinna búa nú reyndar ekki saman en þær eru íslensku fótboltastelpurnar okkar. Virkilega duglegar að hjálpa vitleysingum eins og okkur að koma sér fyrir og voru einnig reynsluboltarnir á svæðinu. Anna Begga neyddist reyndar til að flýja heim sökum kreppu en Tinna heldur ótrauð áfram í meistaranámi og hugsar um sína hér úti.
The other side: Kristján og Hrafnhildur, Binni og Arndís, Stebbi og Dísa eru þau pör sem voru búsett í öðru hverfi, Kristján og Stefán (Öxlin) eru í fótboltaliðinu. Binni er svo svo gott sem höfuðleðrið á þessu fótboltaliði sem aðstoðarþjálfari Úlfsins (aðalþjálfarinn er s.s. kallaður Úlfurinn). Kristján og Hrafnhildur gengu KP í foreldrastað, Stefán hefur nú gengið í raðir okkar hérna á Saddleback Ridge okkur til mikils unaðar og Dísa var tekin af kreppunni.
En þetta ágætis ár tók þó gríðarlegt flug upp á við í Desember þar sem ekkert nema gleði tók við. Það að hitta alla aftur, bulla í vinum, fjölskyldu og hafa það gott var það sem ég þurfti. Má segja að ég hafi fengið nákvæmlega það sem ég þurfti til að hefja nýtt ár og tóku loks bjartari tímar við!
#2)
Þar sem ég er orðinn dauð þreyttur á því að segja ykkur frá (og það eru í mesta lagi tveir sem eru búnir að endast þetta langt) þá held ég að auðveldast sé að renna yfir mánuðinn í punktum!
- Heimkoma 13 Desember í Höllina þar sem þær yngismeyjar Angry/Sexy/Rokker Helga Harða og BFF Eagle/Dori/Arna biðu okkar með bros á vör! (reyndar lygi þar sem þær náðu í okkur á flugvöllinn en þær s.s. voru komnar hingað á undan okkur).
- Höllin var "pimpuð" og þetta kvennlega viðhorf sem þurfti til að lyfta henni upp á næsta stig varð loks til staðar. Nú eru það kertaljós og kósý heit, í hreinu húsi á hverju kvöldi!!
- Við gerðum margt með dömunum okkar. Tókum þær til Atlanta á sædýrasafn, skelltum okkur á tónleika með Celine Dion!, fórum í verslunarleiðangra, körfuboltaleik, rúntuðum Montgomery, Þrívíddarbíó, mikið að borða og reyndum bara að sýna þeim hið almenna líf í MGM hjá okkur.
- Þegar dömurnar voru tilneyddar í að halda ferð sinni um heiminn áfrram tók námið við eins og syndaflóð. Stanslaust nám hefur nú verið í gangi í eina og hálfa viku þar sem ég læri frá 8 á morgnanna fram á kvöld. Nú er létt lægð milli storma svo þið fáið að "njóta" þess með þessari færslu!
- Fótboltinn byrjaði fyrir tvem dögum og er annarhver maður frá í strengjum sökum góðra hlaupa. Er ekki viss hvenær við fáum að smakka fótbolta aftur.
- Lífið er gott!
#3)
Eins og staðan er í dag veit ég að Bjartmar, nýjasti vinur minn og með betri vinum hans Svenna okkar ætlar að detta í heimsókn hérna í Spring Break '09! (YEAHH). Við höfum einmitt panntað okkur hótelherbergi fjórir saman í Flórída, ætlum að vera 5 daga þar og svo rúnta eitthvað og fara í fallhlífastökk. Eina skildan er að rúnturinn skal farinn með áttavita og gamaldags korti, ekkert annað leyfilegt! Hlakkar nokkuð í manni!
Arnar og Imba ætla að taka rosalega skemmtisiglingu á þetta yfir Spring Break, skella sér í Mexíkóflóa ef ég man rétt.
Svo er það bara almenn stemming sem er á boðstólnum.
Mikið hefur verið spurt um rapparana í White Glove Productions.
Aldrei er að vita nema þeir láti sjá sig aftur.... Erfitt er að segja þegar svona mörg járn eru í eldinum en æstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum vitandi það að við erum alltaf að baka eitthvað.
Sumarið verður líklega komið áður en ég veit af því.... sýnist það á öllu.
Stefnan er að spila aftur með Mögnuðum Magna mönnum og ákvað ég að vinna bara hjá Pabba gamla aftur þar sem maður nennir nú ekki að leita sér að vinnu í þessu ástandi heima.
Þá ættum við að vera nokkurnvegin á sömu blaðsíðuni gott fólk.
Pís át!
Kv. Halldór Rasskell
Ps. Ef þú virkilega hafðir tíma í að lesa þetta allt þá annaðhvort hefur þú of lítið að gera eða hefur of mikinn áhuga á því sem ég er að gera! Spurning um að láta skoða það!
------------------------------------------------------------------
Ohh það var vitað mál að ég myndi klúðra Íslendinga listanum hér!....
Ágúst okkar ástkæri körfuboltakappi átti að fljóta þarna með Lækjargötunni en í öllum látunum rann það mér úr minni!
Honum til málabóta mun hann fá lítið horn hérna í næstu færslu þar sem við fáum að kynnast honum enn betur! Vona að Ágúst okkar meiði mig ekki fyrir þetta klúður.... hann er stór!
Bloggar | 4.2.2009 | 18:39 (breytt 5.2.2009 kl. 06:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég kem með gott árs yfirlit hérna á bloggið þegar ég sný aftur "heim" til Alabama núna eftir 10 Janúar!
Þar til þá, gaman að sjá ykkur aftur
og ef ég hef ekki séð ykkur þá ættu þið að hugsa ykkar gang!
Kv. Rasskell
Bloggar | 4.1.2009 | 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hér er eitthvað sem þið getið notið á þessum erfiðu tímum!
Þakkið Inga fyrir!
Eða kastið sítrónum í hann þegar lífið gefur ykkur þær.
Kv. Rasskell
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
DEMMIT.... bara fólk í BNA sér það sem er á Hulu.com nema þið séuð þess mun færari í veraldavefs blöffi. jæja.... ég set þá eitthvað gott hérna til hliðar úr þessu fyrir ykkur.
JúTúbið þetta þá bara gott fólk!
Bloggar | 6.12.2008 | 00:42 (breytt kl. 00:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
... Ég er búinn að vera of latur bloggari.
Hér er það sem er búið að gerast / er að gerast / fer að gerast.
- Thanks Giving fríið komið og farið.
- Aron Bakarasonur kom í heimsókn í höllina og vægast sagt gaman að fá kauða í heimsókn!
- Ég kíkkaði til NC í nokkra daga og gerði mest lítið þar, skammast mín mest megnis fyrir letina þar
- Prófin fara að detta inn og allt fullt af lokaverkefnum og bulli.
- Ég þarf að láta færa 4 af 5 prófum framar því ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni, heim um jólin!
Ég hef ekki á nokkurn hátt tíma fyrir þetta blogg.
Fanst ég bara verða að láta eitthvað hingað inn fyrir þær hugrekku sálir sem þurfa að þola afneytun dag eftir dag þegar þær detta hérna inn á rasskell síðuna.
Hafið það gott
Kv. Rasskell
Bloggar | 1.12.2008 | 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hér er aðal slagarinn Vestanhafs þessa dagana.
Show me Your Family!
Njótið vel og njótið lengi.
Kv. Rasskell og White Glove Pictures
PS. Ég fékk þær fréttir í dag að hann Ingi minn hafi eytt 7800 í klippingu í Danmörku!!!!
Vill einhver fara og ná í þennan mann!
Bloggar | 20.11.2008 | 03:12 (breytt kl. 05:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég hef þetta blogg með því að segja að þið sem þolið ekki skriftar blogg (Kristján Páll Hannesson) getið allt eins slúttað þessu, lifandi langt er síðan ég lét heyra í mér síðast og hef ég fengið kvörtun undan því að enginn veit hvað er að frétta héðan úr kanalandinu.
Síðast láu leiðir okkar saman þegar Hrekkjavakan var að lýða hjá og hafa víst einhverjir lítrarnir runnið til sjávar síðan þá. Svo við stiklum á því stærsta hér þá má nefna skólamálin, knattspyrnan og heimsóknir.
Skólinn: Er varla eins og skóli á að vera, maður fær reglulega eitthvað að gera en þetta er það lítið að þegar eitthvað dettur inn á borð þá blótar maður því að þetta sé að trufla mann. Ég hef skráð mig í tíma fyrir næstu önn og þar eru tímar eins og meiri bókfærsla, stærðfræði, listatímar, mannleg samskipti og einhver markaðsfræði. Merkilega mikið af grunn áföngum sem maður er ennþá að reyna að skeina í burtu. Svo hefur hann KP ákveðið að yfirgefa mig í Markaðsmálum og skellir sér í Physical Science eða einhverskonar sjúkraþjálfun. Held það leggist bara ágætlega í minn mann.
Knattspyrnan: er bara í einu orði Búin.... já við erum líklega ennþá að skeina okkur eftir tímabilið sem er einmitt það lakasta sem menn muna hér í góðan tíma. Var okkur tjáð að einhverjar breytingar yrðu á næsta ári hvað svo sem það þýðir. Endalaust er líklega hægt að velta sér upp úr þessu klúðri en við KP horfum aftur til þessa tímabils og hugsum "frábært.... eyddum síðasta leiknum okkar á tímabilinu sem boltasækjarar". Menn eru því farnir að vera duglegir á öðrum sviðum, til að mynda hafa Narri og KP nú farið 2 daga í röð í tennisinn. Einnig virðist það haldast í hendur að eftir knattspyrnulok urðu margir á svæðinu gríðarlega þyrstir þrátt fyrir lækkandi hitastig, og menn farnir að fá sér að drekka marga daga í röð... skrítið.
Heimsóknir: Já það er búin að vera einhver örtröðin hér í MGM síðastliðnar vikur. Pála sparkaði upp hurðinni hér í byrjun Nóvember til að sjá hvernig Svenni Sinn væri að komast af án hennar. Síðasta vika hefur því farið í eintóma rómantík hjá okkar manni og ástin legið í loftinu. KP var hins vegar þungt haldinn þegar hann þurfti að segja skilið við sófann hjá nágrannanum sökum lakari samgangna milli íbúða (því jú herbergið hans Svenna er hurðin inn í húsið fyrir okkur). Svo kom Snædís Ósk (a.k.a. Super Nanny) líka í heimsókn til okkar í höllina nú á dögunum alla leið frá Kaliforníu. Þrátt fyrir að hafa átt í erfiðleikum með að skilja heimamenn hér í "Sveitinni" í Alabama þá kunni hún vel við sig og var ekki lengi að koma sér inn stemminguna. Við tókum á því á japönskum veitingastað, rústuðum verslunarmiðstöðinni hér í MGM, tókum körfuboltaleik, þrívíddar heimabíó og síðast en ekki síst kayak ferð í á hér rétt hjá (sem við vægast sagt rasskelltum). Sagan segir svo að Aron Bakarasonur ætli að sparka upp hurðinni hér hjá okkur um Þakkargjörðina!
En lengi getur rólegur róast, eins rólegt og lífið hér í MGM er þá varð það bara afslappaðra núna eftir að boltinn kláraðist. Maður getur ekki annað en leitað sér að hobbíum og þar sem geimskipið (tölvan mín) gefur mikið af sér á svona tímum þá þakka ég fyrir hana. Þau eru ófá forritin sem ég get leikið mér í og eitt af þeim hefur gert okkur strákunum kleift að kickstarta tónlistarferlinum.
Lagið er klárt og átti að gera tónlistarmyndband í dag.... það varð þó smá töf EN ég lofa myndbandi í vikunni!! Ó já!
Hér eru svo myndir svona til að bæta þúsundum orða ofan á þetta blogg.
Viðrar vel til loftárása | Góður Guide þarna |
| |
Fríða Föruneytið | Samstaða í einu og Öllu! |
Coach KP | Nágranninn kann að leggja! |
Já hér eru góðar myndir frá Heimsókn Snædísar, Samstaðan í liðinu, Coach KP og svo nágranni okkar sem er svona einstaklega góður að leggja bílnum sínum.
Þið getið fundið einhverjar fl. frá Nóvember HÉR!
Njótið og Stay Tuned fyrir hittaran "Show me Your Family"
Kv. Halldór Rasskell
Bloggar | 18.11.2008 | 04:58 (breytt kl. 06:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Um helgina spáum við þónokkru bloggi og jafn vel myndum á stöku stað. Myndafjöldi á bilinu 20-30 sem er mjög gott á þessum tíma árs. Bloggið verður vonandi það gott að það muni endast út helgina og fylgja landsmönnum inn í nýja viku."
Kveðjur Venjulegi gaurinn
Ps. Hér er nýji singullinn með ameríska Jónasi
Bloggar | 14.11.2008 | 08:17 (breytt kl. 16:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Íslendingar
Íslendingar fóru út í nám,
Þá voru þeir tíu,
einn réð ekki við kreppuna
en eftir voru níu
Níu litlir Íslendingar
sáu mikla samdrátta.
Einn þoldi ekki pressuna
svo eftir urðu átta.
Átta litlir Íslendingar,
gengið Hundrað sextíu og tvö,
Kreditkortinn lokuðust
en þá voru eftir sjö.
Sjö litlir Íslendingar
hættu að kaupa kex,
einn þeirra þoldi ekki Oreo leysið
en þá voru eftir sex.
Sex litlir íslendingar
sungu nóttin er svo dimm.
Eftir rafmagnsleysi í rigningu
þá voru eftir fimm.
Fimm litlir Íslendingar
héldu að þeir væru stórir.
Í sturtuna komu negrastrákar
en þá voru eftir fjórir
Fjórir litlir Íslendingar
og himininn var skýr
sólin steikti einn þeirra
en þá voru eftir þrír.
Þrír litlir Íslendingar
vildu alltaf meir
en Subway + AUM = niðurgangur
Svo eftir urður tveir
Tveir litlir Íslendingar
og þjóðvegurinn svo beinn.
en beini þjóðvegurinn var leiðinlegur
en þá var eftir einn.
Einn lítill Íslendingur
sá hvar gekk ein dama.
Hún sagði bara ef þú giftist mér
að kristilegum vana
Íslendingurinn sagði sjitt
og fór að pakka saman
En allir voru þeir sammála
Í USA var gaman!
Rasskell sendir kveðjur
Bloggar | 3.11.2008 | 05:06 (breytt kl. 05:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jæja gott fólk!!
Þetta verður nú ekkert blogg meira svona fréttaskot.
Geimskipið í MGM (tölvan mín) er s.s. komin með gömlu Nintendo leikina!
Við KP tókum því einn góðann Battle City á þetta að gömlum Menntaskóla vana. Svo sem ekki frásögu færandi nema hvað.... og takið nú eftir Battle City aðdáendur.
Við tókum 31 Level í fyrstu tilraun!!
Pökkuðum þá bara saman, gáfum eina fævu og þökkuðum fyrir okkur!
Kveðjur úr Höllini þar sem lífið er leikur!
(Battle City er samt ekki leikur.... Battle City er lífsstíll!)
Bloggar | 31.10.2008 | 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)