T- Minus 10 and counting....

Síðustu klukkutímarnir í einhverja 10 mánuði á ástkæra Akureyri að renna út.

Nett Deja Vu stemming i gangi frá því fyrir um 3 árum.
Þá byrjar ballið aftur. 

Þakka öllum sem duttu inn í heimsókn í gærkvöldi!

Þið hin bara sé ykkur seint og síðar meir.
Þar til næst!

Veit ekki hvenær ég næ að blogga aftur en það er stefnan svo stay tuned!

Kv. Halldór Áskell 


All Night long

Hið fríða föruneyti!Þá fer þessari martröð sem bansettir Bandaríkjamennirnir hafa skapað með öllu sínu skrifræði loks að ljúka. Við KP tókum stíft prógram hér heima á fimmtudagskvöld fyrir versló og náðum að höggva duglega á check-listann.

 

 

Vinnulaus Versló er liðin og stóð heldur betur fyrir sínu!
Mögnuð útilega á Hólum í Hjaltadal með fríðu föruneyti. Menn tóku grimma rimmu í krikket, sýndu rosalega takta í fótbolta, drukku hálfa sundlaugina í vatnapóló, lögðu heiðurinn undir í kubb, flugu um háloftin í tennis og fórnuðu svo því sem eftir var af líkamanum í Extreme Frisbí

 

Lennerinn: Kom á óvart um helgina en hann var kosinn "Íþróttamaðurinn" þar sem drengurinn varla fann á sér í allri útileguni og tók rosalega rimmu í knattspyrnuni. Svo fékk hann viðurnefnið "Skelfirinn" í Krikketinu en menn urðu vægast sagt órólegir ef hann nálgaðist í brautini.
Arnar Freyr: Fer heim með verðlaunin "ókindin" fyrir að vekja mikla skelfingu á sundlaugarbakkanum. Einnig hlýtur Arnar nafnbótina "Bunny-Rabbit" fyrir gríðarleg átök í Extreme Frisbí
Lilja: Fær orðuna "Ljónshjartað" eftir að hanga ein með allri þessari karlmennsku og gefa ekki tommu eftir. Einnig átti hún setningu ferðarinnar "Jæja á ég að rústa ykkur í þessu líka" þegar krikketið hófst. Stelpurófan fór ekki hálfa brautina en skemmti sér konunglega með Frissanum sínum.
Jón: Er "Sundgarpurinn" (því miður ekki enþá komnar myndirnar úr raftinginu) fyrir að gera heiðarlega tilraun til að synda bara alla rafting ánna.
Smári: Tekur "Skáta" orðuna fyrir að vera við öllu búinn og ávalt tilbúinn. En hann er einnig "ljósmyndafyrirsæta Hóla 2008".
Ingi:
Verðskuldar orðuna "fórnarlambið" fyrir það bæði að vera lagður í einelti skv. rafting guidinum og berja sjálfann sig til blóðs í rafting. En hann fær einnig orðuna "Núdistinn" eftir rosaleg átök í vatna pólóinu.
Ég Sjálfur: Fer út úr helgini með nafnbótina "Herra lífsglaður" fyrir frábærar pósur.

Topp útilega þar á ferð!

Svo var það Sunnudags Sjallinn

Múgæsingur myndaðist svo á sunnudaginn þegar við áttuðum okkur á því að ár væri þar til við gætum eitthvað fíflast saman. Þá var ákveðið að fá bakkus í för með sér og markmiðið að smyrja göngustíga Akureyrar með vel meltuðum grillmat. Dresskódið í teitinu fór svo upp um nokkra klassa þegar við byrjuðum að taka Símon Maþjús lúkkið á þetta.
Eins og ég segi. Snilldar kvöld og líklega bara ein besta Sjallaferð sem ég hef farið.

Held ég verði að deila með ykkur 2 Gullkornum sem áttu sér stað í þessari svaðilför.

#1: Efir eitt af mörgum stoppum á barnum vöppuðum við Jón inn á dansgólfið. Útundan mér sé ég tvær huggulegar stelpur sitjandi út í horni við borð svo ég hugsa með mér "hvað myndi Símon Maþjús gera?" Stökk til og byrja að spjalla við stúlkurnar og viti menn þær eru danskar! Ekki var það nú mikil fyrirstaða enda kominn á bullandi flug. Eftir 5-10 mínútur þá lýtur önnur þeirra á mig og segir á íslensku "Ert þú sonur Hjöddu?"
Ég horfði á hana með hökuna hangandi niður fyrir hné. Og sagði svo eftir smá stund "Þið eruð dönsku frænkur mínar sem eru í heimsókn er það ekki?" .......... "Jább" 

#2:  Í kröppum dansi á gólfinu gerist alltaf eitthvað skemmtilegt. Einhver yngismeyjin var að gera sig líklega á tímabili og farin að gefa "Símon Maþjús" lúkkinu auga. Eftir að hafa dansað sína leið í gegnum sveitta þvöguna þá tosar hún mig til sín, bendir svo sitt á hvað á Hlyn sem var mér við hlið og aftur á mig og hvíslar "ertu hommi!?" ........
Ég vill þakka Hlyn fyrir að aldeilis hjálpa félaganum þar sem hann kom til mín, tók þéttingsfast í rassinn á mér og blikkaði svo stelpugreyið. 


Gríðarlega góð helgi að baki og þakka ég bara þeim sem tóku þátt í henni á einn eða annan hátt.
Kv. Halldór Maþjús 

LAGIÐ: Augljóslega hjartaknúsarinn okkar hann Símon Maþjús með lagið All Night long

PS: Þakka Aroni fyrir að benda mér á að Þrívíddar myndin klikkaði hér í síðasta bloggi. Redda því hér með svo TÉKKIÐ HÚSIÐ!

 PPS: Á miðvikudaginn er svo afmæliskaffi Svölu / Kveðjuteiti Halldórs hér heima svo endilega látið sjá ykkur. Getið ekki sagt að ég hafi ekki látið boð berast


My, my, my Delilah!

Jæja þá hef ég látið passlegan tíma renna hjá án bloggs svo ég ætti að hafa eitthvað handa ykkur.

Það sem er nær okkur er það að Magnaðir Magna Menn eru á BULLANDI siglingu! Í síðustu 6 leikjum höfum við smalað saman 16 stigum af 18 mögulegum og er það ekkert til að skammast sín fyrir. Sitjum núna í 4. sæti deildarinnar og erum næstum því farnir að kunna textann við "Delilah - Tom Jones" þar sem það er sungið hátt og snjallt eftir sigurleiki!

Ætli ég eigi ekki eftir að spila 1 (ef til vill 2) leiki áður en ég held út í heiminn. Á eftir að skalla veggi og naga á mér handabakið þegar þeir spila. Djöfull langar manni að klára þetta með þeim!

Jón mun að öllum líkindum flippa sverum sneiðum!Svo styttist í það að Versló renni í hlaðið. Eina fríhelgi sumarsins og stefnan sett á það einu sinni að gera eitthvað af viti um Versló en ekki að vinna og skutla fyllibyttum.
Dagskráin er topp tjaldsvæði Hóla í Hjaltadal á föstudag. Grilla allan sólarhringinn milli þess sem fjöll verða sigruð og fótbolti spilaður. Svo á sunnudaginn höfum við pantað Rafting í stærri ánna. Sex tíma prógram þar og læti!
Já sumrinu 2008 hefur bara verið bjargað að ég held!


Svo er það víst staðreyndin að 15 dagar eru í brottfor!... góðann daginn

Everybody Needs good Neighbours!Annars er það að frétta frá Alabama að ég og KP verðum að öllum líkindum að deila svölum með Bóndanum góða Narrenbúrg, hans heitt elskuðu (eitt sinn í það minnsta) mjaltastúlku Ingibjörg Heiðdal og sjálfum Svenna Casanova. Já ekki eru það nágrannar af verri endanum.
Húsnæðismál eru s.s. komin á hreint og maður bara kominn heim heimilisfang og læti.

Fyrir forvitna þá geti þið séð Þrívíddar myndir af kastalanum HÉR!.  Húsgögn fylgja þó ekki svo við verðum að öllum líkindum með uppblásnu stemminguna, vindsængur, stóla og sófa. YEAHH!

Annars er harla fátt að frétta frá þessum bæ.

Var þó að pæla hversu mikið lýðurinn væri til í að greiða fyrir subbulegar myndir af KP þegar hann dregur eina stóra svarta heim með sér?!?.... 

 Kv. Halldór Rasskell

LAGIÐ: Já nýtt lag dottið inn á borð til okkar og er það DELILAH! Sigurlag Magnaðra Manna! 


Í fréttum er þetta helst....

Hér færum við ykkur nýjustu fréttir af vígstöðvunum í lífi Halldórs.

Innlendar fréttir:
(dumm dumm)

Magni á Grenivík hefur loks runnið á lyktina og eru byrjaðir að spila fótbolta. Þeir hafa unnið síðustu 3 leiki og ekkert lát virðist á kraftinum í liðinu. Núna síðast unnu þeir lið ÍH 3-0 í ágætis leik fyrir sunnan á föstudaginn. Halldór hafði þetta að segja eftir leik;"Já þetta gengur vel hjá okkur, enda erum við búnir að leggja hart að okkur. Mikilvægur leikur á móti Völsung á þriðjudaginn svo það þýði ekkert að slappa of mikið af". Aðspurður um markaleysið á tímabilinu hafði Halldór þetta að segja " Sjúddann!"

Ung og ástfanginSkyndigrill var haldið í boði Jón Péturs og Lilju Áka nú um helgina. Gestir voru allir á því að maðkur væri í mysunni þar sem grillið var of vel undirbúið og kærustuparið búið að fara í óvenjulega marga sleika upp á síðkastið. Grunur gestanna reyndist á rökum reistur því þegar leið á kvöldið tjáði þetta fallega par okkur að þau væru búin að setja upp hringana. Fréttastjóri vill óska þeim innilega til hamingju!! En setur jafnframt þessa skilmála.

Skilmálar hinnar löngu altaris göngu!
1) Þið verðið að gifta ykkur innan 3 ára. (helst um Versló eða í Vegas um áramótin!)
2) Verður að vera Best Man dæmi og hann verður að hafa BM logo á jakkafötunum.
3) Frumburðurinn (verði hann strákur) Skal heita Halldór Áskell Jónsson
    Til að vera samvinnuþýður skal frumburður minn (verði hann strákur) heita
    Jón Pétur Halldórsson
4) Fram að versló má bæta við raunhæfum skilmálum.

Tanaður í Drasl!Verslunarmanna helgin þetta árið er mikið undir smásjánni hjá lýðnum þessa dagana. En hún verður einmitt síðasta helgin þar sem allur hópurinn verður á Íslandi í einhverja stund. Orðrómur um all subbulega útilegu fjarri mannabyggðum hefur borið á gómana, eða jafnvel að eigna sér Lónið í Mývatnssveit (að sögn heimalingsins Örnu er það góður kostur því mýið er farið). Svartsýnismenn hafa þó haldið því fram að þeir gætu þurft að vinna. Halldór vildi mest lítið ráða málið á svo viðkvæmu stigi þegar það var borið undir hann. Hann sagðist þó mæta ef Jón Pétur stefndi á að redda prest í partíið.


Útlendar fréttir:
(dumm dumm)

KofinnHúsnæðismál eru bæði að skýrast og óskýrast þessa dagana í fyrirheitna landinu. Svo virðist sem valið standi á milli Stórrar íbúðar eða ennþá stærri íbúðar með aðgang að botnlausum lúxus eins og heitapott, sundlaug, lyftingaraðstöðu OG ljósabekk! Staðan er sú að Íslendingarnir stefna að því að halda hópinn og virðist það vera þrautin þyngri. KP og Halldór vissu mest lítið þegar við ræddum við þá um daginn en sögðust þó vera nokkuð vissir á því að gólfplássið yrði ekki af skornum skammti.

NYC og nýja áriðJól og áramót eru í uppnámi sökum harðinda en þau mál gætu hafa tekið nýja stefnu. Norður Karólína hafði verið talinn líklegur áfangastaður á erfiðistímum en fréttastofan hefur öruggar heimildir fyrir því að Halldór og ævintýraleitandi félagar hafi rætt áfangastaði eins og Flórída, New York eða Las Vegas. Ekki náðist í Halldór fyrir þessa frétt en Arnar Freyr vinur hans (og einn mesti aðdáandi eftir gullhamra gærkvöldsins) sagði að þetta væri nú meiri vitleysan. "já ég á nú eftir að sjá eitthvað af þessu gerast áður en ég trúi þessu. Ætli þeir séu ekki bara að tala með afturendanum á sér eins og gerist þegar sögurnar fara að ganga í partíum".

 
Að lokum Veðurfréttir:


Já það hefur verið nokkuð skýað að undanförnu og ekki laust við að nokkrir dropar hafi látið sjá sig. En nýjustu spár benda til þess að hann muni rífa þetta af sér og á komandi dögum er reiknað með hækkandi sólu. Svo dragið fram sólgleraugun og vörnina og skellið sólarbrosinu á ykkur.

 
Hafið það gott (þarf að koma með fréttaendingarsetning)

-Rasskell fréttastjóri


Þó líði ár og öld!

Já eitthvað hefur nú drifið á daga mína síðan í síðast bloggaði þann 14. Júní 2007.

Með einföldun, námundun og slumpi þá er þetta það sem gerst hefur og staðan í dag...

- Halldór útskrifast úr MA
- Halldór skráð sig í skóla í Alabama
- Halldór mun spila þar fótbolta með skólanum.
- Halldór mun búa með KP (Kristjáni Páli) í einhverri glæsi villu þar. (og þú ert velkomin(n) í heimsókn

(Halldór vill þó að það sé tekið fram að hann varð ekki samkynhneigður á árinu)

Stefnan er sett út 10. Ágúst næstkomandi.
Reyndar erum við ekki enþá komnir með landvistarleyfi en það reddast eins og allt annað.

En staðan er víst sú að vinir og vandamenn eru að tvístrast um þennan hnött og ætli bloggið verði ekki besta leiðin til að sýna sig og sjá aðra. (Svona eins og rúnturinn í denn) Annars endar maður á því að stunda eitthvað MSN spjall á ókristilegum tímum og spyr sömu spurninguna á 5 mismunandi stöðum í senn "hvað er að frétta?"

Við skulum kalla þetta forréttinn.
Stefnan er sett á það að toppa gamla blogg tinda.

Sjáum hvernig það fer.

Kveð að sinni
Rasskellurinn!

 

PS. Lagið þessa stundina er Society með Eddie Vedder.
Rosalegur nýji diskurinn hans  "Into the Wild" Hann á eftir að eiga fl. hér síðar meir


Summer Vacation!?!

 Já ætli ég geri ekki heiðarlega tilraun enn og aftur til að hanga í heimi bloggs!
Stutt og hnitmiðað sagði einhver... aftur á móti hefur því líka verið haldið fram í nútímasamfélagi að örvhentir séu venjulegt fólk eins og við hin.... maður verður að passa sig á hvern maður hlustar!!!

Ég er ekki í stuði til að henda myndum af kortunum mínum inn á tölvu og svo veraldarvefinn svo þið verðið að láta hugan bera ykkur í þessu bloggi. Sú staðreynd að myndir segi meira en 1000 orð er frekar ömurleg þegar þú hefur enga mynd.... 

EN hvað er títt í heimi Halldórs þessa dagana... ætli ég leyfi ykkur ekki að fylgjast með því... hver væri annars tilgangurinn í þessu. Í tímaröð er þetta staðan

  •  Útlendingarnir komu í heimsókn eins og þið vissuð, fóru svo í lok Maí eftir gott turn. Eyddi ALLT of mikið af pening með þau hér en það var gaman að geta gert eithvað með þeim á ný!!!!
  • Prófin tóku strax við og ég náði nú öllu með einkunnunum 2x 6, 6x 7 og 2x 8.  Væli það nú svo sem ekki en maður veit að oftar en einu sinni átti maður helling inni.
  • Útilegugýrinn strax kominn í menn og síðasta helgi einkenndist af bullandi grillstemmara, sundi, útilegufótbolta og almennri stemmingu. (auk þess að glata símanum mínum sem fellur víst undir almenn leiðindi)
  • Vinnan svo strax byrjuð og bullandi skemmtun að vana á Trésmíðaverkstæði Trausta. Við Smári höfum ákveðið að halda Árshátíð fyrir fyrirtækið og verður hún fyrstu helgina í Júlí. Starfsmenn verða látnir vita seinna. Ég er í skemmti nefnd og Smári skipar afganginn af nefndunum.

 Langar að nefna nokkra meistara frá liðnum dögum svona til að hressa upp á þetta

Ingi Þór: að vana á Ingi heima hér... hann fær "Navigator" titilinn fyrir að finna okkur á tjaldsvæðinu einnig á hann skilið titilinn "Grillmeistarinn" fyrir allt kjötið sem hann grillaði í einu handa handa sjálfum sér OG Swiss missið sem hann Grillaði!
Smári & Pabbi:massa ríspekt fyrir föstudagsvinnu með mér þegar við þurftum að skeina mér upp á hnakka eftir að ég skeit á mig með bílgrey sem nýja mamma mín á. dem.... pabbi samt aðeins minna sökum þess að hann er örvhentur.
Biggi Hólm: Fær "Samstöðu" titilinn fyrir að vilja hlæja að ÖLLUM brandörum (nema Lenns) í útileguni og koma almennt á óvart með bullandi stemmingu alla útileguna.
ÉG: Hlýt orðuna "The NUT Master" fyrir að afhýða 5 hnetur í einu upp í mér og frussa skurnini út og með því ýta Adda í 2. sæti til meistara.
Snædísin: Hlýtur "Þakkarorðuna" fyrir að hjálpa mér að læra fyrir síðasta prófið!! en einnig hlýtur hún "Hugrekki vikunar" fyrir mikið af stigum söfnuðum í útilegu fullri af útsprengdum karlrembum!
Svala:
Hlýtur orðuna "vinnualkinn" þar sem þetta er fyrsta skipti á lífsleið minni sem hún vinnur MUN meira en ég og er erfitt að taka því en ég reyni.
Mamma: Tekur "Endajaxlinn" fyrir að standa sig eins og hetja þessa dagana!  

Ætli það verði ekki allt í kvöld.
ég er farinn að skófla í mig súkkulaði kexi 

Þær fréttir í boltanum eru þær að ég geri ekki annað en að skokka og svitna eins og svín á hjóli í sjúkraþjálfun. Við ætlum að testa þennan lærisdjöful á morgun og ef allt gengur ágætlega verður þetta samanteipað og ég skelli mér á 1stk æfingu og ef til vill leik um helgina!....

 Hafið það annars gott gott fólk!
Og hæ hó... það er að koma 17. Júní! Hver er stefnan?

Kv. Halldór Rasskell 


Not my chair not my problem thats what I say!

Jæja kæru vinir og vandamenn.
Því miður hef ég ekki neinar skemmtilegar pælingar eða video í þetta skiptið svo ég verð bara að henda inn svona dæmigerðri bloggfærslu sem fjallar um daginn og veginn.

ég hef verið vægast sagt á drullu fullu að fíflast með Ameríkönunum mínum þeim Keith og Júlíu! Það er búið að vera all subbulega svakalega gott að sjá þeirra fríðu fés á ný! Þau eru að verða búin að vera á Íslandi núna hátt í 2 vikur og því næstum bara fullskráðir Íslendingar.

 Við erum nú þegar búin að skella okkur í Bláa Lónið, brynjuísinn, henti þeim í íslenskt partý og í Sjallann, löbbuðum Súlur, fórum í Mývatnssveit og skoðuðum fjöll fyrnindi og svo auðvitað í fótabað í laugunum. Skelltum okkur á reðursafn og svo höfum við tekið ófá spilin (meira að segja eitt Íslenskt "Hættuspilið" þar sem Ingi tók það að sér að vera þýðandi) en mest hefur þó verið spilað af gúrkuni og auðvitað er bullandi refsing komin í þetta og menn átt í vandræðum með að haldast þurrir.
Stefnan er sett á fjallið, hestbak (fyrir þau!) og snjóbretti áður en þau hverfa á brott.

Prófin eru svo byrjuð og þetta er náttúrulega bara sama gamla spaugið miðað við fyrri aldur og störf
Heimspekin verður fyrir flengingum á þriðjudaginn að sögn Snædísar sem hefur lagt allt undir!
Já þessi próf eru ágætasti hluti og verða búin áður en við vitum af.

Verra með boltann þessa dagana....
Tókst að skora í fyrsta leik fyrir Dalvík/Reyni (þau hafa nú verið fallegri í boltanum reyndar) en tókst einnig að skemma mig... það small eithvað í lærinu á mér daginn fyrir leikinn og ég er núna bara í sjúkraþjálfun og stemmingu tognaður aftan á læri.... aftur! haha... maður er hættur að kippa sér upp við þetta drasl... bara púslar því aftur saman og heldur áfram.
lítið annað en að hlaup, hjól og lyft í íþróttageiranum... (já líkamsræktin er góð þessa dagana hahh)

 Annars er þetta staðan og hef ég fátt að segja.
Sit hér borandi í nefið og nenni engu.

Jújú hvernig læt ég!
Jóninn minn útskrifaðist líka í dag og óskum við stráknum innilega til HAMINGJU með þann pakkann!!

Svo það er allt í blóma hér á bænum og sjaldan setið á bossanum!

(auðvitað fylgja myndir fyrir þá sem hafa ekki eins ríkt ímyndunarafl!

 Heimleiðin er löng
Okkur var farið að leiðast á heimleiðini svo við tókum upp á gömlum töktum

 Komið að rakstri












Það var einstaklega unaðslegt að loksins losna við öll andlitshárin!

Nýja lúkkið
Nýja lúkkið var bersýnilega að gera sig! 

Partí tæm
Tróðum okkur inn í eithvert partíið, fengum allavegana köku. 

 Útlendingar á Akureyri
Útlendingarnir mínir á Akureyri! (þeim var víst eithvað kalt)

En þetta er komið ágætt...
Eins og alltaf þá kemur meira seinna ;)

Hafið það gott þar til næst bastarðarnir mínir og ps. útlendingarnir fara eftir 5 daga svo ef þið viljið sjá þá eða pota í þá (þeir eru sko frá Ameríku!!!) þá bara hringiði!

Kv. Rasskell 


Outlander Invasion

Vá.... hvað get ég sagt svo margt að segja.

 Kosningar búnar.... flott
Evróvisjón búið..... flott

2 hugmyndir að því sögðu

#1 held við ættum að taka upp gamla góða hlutkestis lýðræðið frá forn Grikklandi, veit að Kristján Páll er mér hjartanlega sammála! Þetta getur maður bara skilið ef maður skilur heimspeki eins og við!

#2 held við ættum að taka kort af Evrópu og rífa austur hlutann af, svo halda þau bara sína keppni EÐA við splittum Íslandi upp í 8 mismunandi lönd til þess eins að rústa þessari keppni, þá ættum við að hafa 96 stig sem við ráðum yfir í kosningunum... það kemur okkur eithvað!... game?

 Fínasta helgi afstaðin og ætli ég verði ekki að veita nokrar viðurkenningar

  • Fatafellann: Kristófer klassmeit fyrir að fella fötin hjá öllum öðrum
  • Glóruleysið: Án efa flöskustúturinn í Sjallanum og strákarnir sem ösnuðust í það!
  • Heiðursmaðurinn: Stefán Ari fyrir að bjarga mannorði mínu og Andra Ásgríms
  • Uppkastarinn: Þessa vikuna hlýtur ósýnilegi maðurinn þá orðu fyrir að endurmála alla forstofuna heima hjá Adda og hverfa svo!
  • Stílistinn: Er án efa Franski homminn sem kom víst í heimsókn til Adda!
  • DJ-inn: Stefanowich Þengilsson sem blastaði svo svakalega að bassinn sprengdi glös!
  • Bjargvætturinn: Snædís fyrir að forða mér frá því að fara sömu leið og ósýnilegi maðurinn
  • Dansarinn: Án efa litla systa sem tjúttaði & trallaði með mér sem aldrei fyrr! (en hvarf svo)
  • Besta Parið: Án efa Ingi og Andri, í sameiningu með myndavél og vitleysu möluðu þeir gu

Jæja þetta er komið gott af einhverri vitleysu.
Verð nú að viðurkenna að ástandið var full annarlegt til þess að geta komið með einhverja góða punkta en þetta var konungleg skemmtun svo mikið er víst! Aftur í bráð, veit ekki... en vonandi ;)

Svo er það sem allir ræða þessa dagana í heimsálfum nær og fjær!

 



Já hér er túlkun á "You sexy thing" eftir Hot-Chocolate
Meistaraverk úr smiðju Sexy Pictures.
Ég, Kristján Páll og Einar B í skólaverkefni.

Skólinn svo farinn að styttast í annan endann og ég held núna í nótt suður á flatlendið að ná í 2stk útlendinga sem ætla sér að kíkka á eyjuna mína og sjá hvaða vitleysu hún hefur að fela!

Vona bara að lýðurinn sé klár í engilsagnenskuna og einhver skemmtilegheit
(það ætti nú ekki að standa á sér ef ég þekki lýðinn) 

Síja.... wouldn't wanna b ya! VÓ!!!!

 Kv. Halldór Rasskell!

Ps. myndir frá helgini eru bæði hjá Snædísi og svo koma þær á Dev. innan skamms!


Rembist sem rjúpan

Erum við að tala um bongó blíðuna í gangi eða hvað?

 Ég er að fíla þetta!
Maður fer víst ekki meira í Hlíðarfjall í vetur þar sem þeir lokuðu um helgina en þetta var ágætasti vetur og getur maður ekki vælt það.
Maður er farinn að venjast því að lyggja einhverstaðar flatur og sóla sig, meira að segja orðið trend í skólanum að lyggja úti í þessu veðri (enda ekki annað hægt) illa sáttur við lýðinn, og kennara sem njóta veðurblýðunar víst jafn mikið og við hin. ótrúlegt en satt.

 Hef svo sem ekkert skemmtilegt að segja ykkur.
Frí á þriðjudaginn en ég asnaðist til að skrá mig í vinnu hjá Vífilfell, ekki nóg með það heldur eru 2 ritgerðir sem gott væri að klára fyrir miðvikudaginn svo það er á nógu að taka.
En í kvöld er Magni að spila við 2. flokk þórs. Verður skrítið að fara og spila við hluta þeirra sem maður er búinn að vera æfandi með í allan vetur hahh.... Svo eftir þennan leik fer að koma ljós á það hvernig maður eyðir sumrinu sínu.

En góð helgi að baki með góðu fólki (vantaði þó alltaf litlu systu) en það er svona þegar hún er busy

Nokkrar Útnefningar
Staðurinn:
Augljóslega sundlaugin og bakgarðurinn hjá Jóni
Frasinn:  "KE PASO(L)"  &  "I got to go to my tap dancing lessons!"
Drengurinn: Ingi fyrir að hverfa skyndilega og sjást ekkert fyrr en seint á Sunnudag
Stúlkan: Lilja fyrir að endast lengst yfir Hellisbúanum
Atvikið: Þegar Jón minn var svo elskulegur að þrýfa mig, þakka bara fyrir.

Svo þakka ég kærlega nýjasta vin okkar í hópnum, Gaurnum með rauða nefið fyrir að vera hrókur alls fagnaðar á minn kostnað!

über und heraus
Halldór Áskell 

 ps. það voru 2 komment eftir FEITASTA blogg mit hér síðast..... OG ÉG ÁTTI ANNAÐ ÞEIRRA!
       ég krefst ágætis tölu af kommentum áður en ég hendi fleiru inn


Blogg!?!

(hef ákveðið að byrja þetta eins og ég hafi verið bloggandi síðustu mánuði)

 
Jó hó Jó hó!

Þetta er helst í fréttum

  • Ég hef sagt skilið við Þórsarana í bili og óska þeim góðs gengis í sumar!
  • Hef farið á 2 æfingar með Magna og lookar ágætlega... magni í sumar?
  • Keith og Júlía koma 15. Maí og verða í heimsókn út Maí!!!
  • 9 próf á dagskrá hjá mér á meðan þau eru hér svo ég hef nú þegar hafið námið!
  • MA hefur sett nefnd í þá rannsókn hvort of dýrt sé að leyfa mér að ganga lausum.
  • Næsta skólaár mun einkennast af Spænksu, Kínversku og 3 tíma pabbaleik! gott mál

Það rann skyndilega upp fyrir mér að árið 2007 er gengið í garð og nýtt sumar á leiðini!

Eftir að hafa eytt föstudeginum mínum í ekki rassgat (sem ég hef ekki efni á) og bara skoðað myndir frá Ameríku og síðasta sumri þá áttaði ég mig á því hvað ég er farinn að hlakka til sumarsins!
Ég ákvað því að henda inn nokrum góðum mómentum frá síðasta sumri og segi bara
"þýðir ekkert minna en að toppa þetta"

SUMARIÐ 2006 

The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0350_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ég og nakti Kúrekinn í Nýju-Jórvík á ferð minni með Treviníóunum mínum um Austur ströndina

The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0350_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ný kominn heim frá Kanalandinu og með skæruliðunum mínum í okkar fínasta pússi. 

The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0350_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ég og Ingi fórum í fjallabrölt og fundum paradís


The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0350_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Íslensk Verslunarmanna helgi klikkar aldrei og menn taka ávallt á því!

The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0350_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hin fjallmyndarlegu systkyni komu loks aftur saman.

The image “http://rasskell.blog.is/tn/500//users/49/rasskell/img/img_0350_resize.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Svo í lok sumars hoppaði ég aftur í heimsókn til USA þar sem við Kristján stunduðum sumarástina


Vinnan í sumar var líka góð eins og eftirfarandi myndband gefur til kynna!

 


Sumarplön fyrir sumarið 2007

Útilegur verða í miklu meira magni vona ég, fjallabröltið er eithvað sem ég væri til í meira af, útlenskar heimsóknir munu setja sitt magnaða mark á sumarið, fótboltinn er spurningamerki en hann verður þarna einhverstaðar, svo er það náttúrulega vinnan.
Svo er þetta endalausa suð um einhverja Gríska eyju seint á sumrinu.... skrítið hvað þetta leiðinda suð er farið að hljóma ágætlega... Deja Vu anybody?

Jæja segjum það.
Hver veit nema að ég haldi áfram að blogga ef ég mun hafa eithvað af viti að segja ykkur! ;)

Kv. Halldór Áskell

ps. Til þess að halda þessari endurkomu sem sverastri þá ætla ég að henda mér síðustu brettaferðini hjá mér og Lenn í bongó blíðu hér um daginn fyrir ykkur sem hafið lítið komist í vetur!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband