Fréttaþættir!

Hér eru nokkrir þættir sem hafa verið að ganga á Facebook fyrir ykkur hin sem ekki viljið tæknivæðast! 

 

 

 
 
 
Kv. Frá Alabama! 

Afturgengnir í Alabama

Jæja þá erum við drengirnir komir á ný til Alabama.

Staðan er þannig þetta árið fyrir þá fáu sem ekki vita að ég, Kristján Páll, Sveinn Elías og Þórður Arnar búum núna fjórir saman í þriggja herbergja íbúð. Við KP erum saman í herbergi og gengur það eins og í lygasögu.

 Skólinn hófst fyrir viku og leggst þetta vel í lýðinn.
Einnig höfum við spilað einn leik þar sem við tókum upp á því að vinna 19-1. Áhugavert.

 En ég ætla ekki að hafa það lengra í bili, leyfi heldur fréttaþættinum að tala, þessi kom út fyrir síðustu viku og er annar á leiðinni.

Við erum í það minnsta komnir aftur!

Kv. Rasskell

 

 


Show Me Your Family Article for the AUM newspaper

 Hér eru góð skilaboð sem ég fékk í kvöld á Facebook!

 ---------------------------------------------

Hello! My name is Corena and I'm a writer for the AUM newspaper. We are interested in writing a story about you and the other two stars of your video "Show Me Your Family" and all the other videos you've made! Would you be interested in talking to me through facebook or meeting one day for an interview?
Thanks- Corena

----------------------------------------------

 

Sýnist á öllu að White Glove Productions verði að spýta í og koma með eitthvað.

 Kv. Rasskell

PS. skammast mín fyrir að vera ekki búinn að blogga... sorrí


Spring Break Online!

Það fer að koma yfirlit af Spring Break!

Þar til þá... njótið fallhlífastökksins sem við fórum í

 Kv. Rasskellurinn í Alabama

 

 


1/2

Kúrandi í holunni minni eina nóttina, vafinn inn í sængina sem mamma mín sendi mig með, þegar er ég skyndilega rifinn frá draumaheiminum mínum við það að ég er að drukkna. Ég kasta af mér sænginni, stekk á lappir og geri heiðarlega tilraun til að ná andanum.
Hitinn hefur ákveðið að koma í heimsókn og gott svitabað neyddi mig til að ræsa loftkælinguna á ný eftir langt frí. Mongomery er að hitna hægt og rólega. Við tökum sólargeislunum með bros á vör og berir að ofan. 

Það hefur gengið á ýmsu síðan ég skildi við ykkur síðast. 

Átaka vikur í skólanum með miðannaprófum (eða lokaprófum) heppnaðist ágætlega þar sem ég er núna staddur með hátt B eða A í flestum áföngum og tókst að ljúka tvem áföngum með A (markaðsfræði og mannleg samskipti). Núna er ekkert eftir nema bíða eftir að þessi vika klárist svo maður geti byrjað Spring Break 09.

 Með hækkandi sól og hitastigi, og fækkandi fötum, þá tókst okkur loks að hafa fyrsta almennilega bakka daginn. Við tókum fram olíuna og amerísku fótboltana. Það er nú varla hægt að biðja um það betra.

Síðustu helgi var svo haldið sjö manna mót hér í skólanum. Við skiptum liðinu í tvennt. AUM-Black og AUM-White. Ég var í hvítum og ætla ég mér nú ekki að nudda þessu meira í menn en að segja það að við rústuðum þessu móti. Tek að alvarlega á mig að ég skulda þau nokkur mörkin en þar sem ég assistaði Svenna duglega á tímabili þá læt ég það sleppa. Veðurfar þennan knattspyrnudag var með besta móti. Eftir að hafa verið á vellinum í 7 klukkutíma voru flestir orðnir vel rauðir og Aloa Vera nú orðinn besti vinurinn.

Þar sem þessi önn er nú hálfnuð og tveir mánuðir í heimkomu þykir mér við hæfi að útnefna nokkra vel valda hér með góðum orðum.

Orðurnar Hljóta:

  • KP: Hlýtur nafnbótina "Pönkarinn" eftir að byggja sér upp nýja ýmind hér úti. Einnig hlútur hann nafnbótina "Trillti trúbadorinn" eftir að glammra á gítarinn svo lengi að það sést í fingurbeinin.
  • Svenni: Er nú betur þekktur sem "Thrill Seekerinn" fyrir það að finnast fátt meira spennandi en að koma askvaðandi inn í íbúð og prófa að skjóta einhvern. Einnig er hann helmingurinn af "súru bræðrunum" fyrir það að "súrast" þegar fjölskyldan ræðir eitthvað svalt eins og Star Wars eða annað spennandi efni.
  • Arnar: Er hinn helmingurinn af "Súru bræðrunum" af sömu ástæðum. Einnig er hann núna betur þekktur sem "Maður falskra vona" eftir að vera frumkvöðull þess að byggja upp falskar vonir hjá brothættum námsmönnum um frí í tíma eða vonir að losna fyrr en áætlað var.
  • Imba:Er nú betur þekkt sem "Geldingurinn" ekki fyrir það að vera sljálf eitthvað óhæf, heldur hefur hún tileinkað sér þá list að gelda öll þau dýr sem hún kemur höndum yfir. Sagan segir að rottur og froskar hér í Alabama séu nú í útrýmingarhættu þar sem þetta er allt ófrjótt.
  • Jói: Gengur burt frá þessum helming betur þekktur sem "líkamsræktar frumuðurinn" En hann er núna, að eigin sögn, orðinn þessi tvær æfingar á dag týpa. Ekki ódýrari týpan það!
  • Gunni: Er samur við sig og heldur fast í nafnið "Gunni Drama", vinur okkar Johnny Drama gæti allt eins hætt þessum stælum því hann á lítið í Gunna.
  • Viggi: Eða "Sögumaðurinn" eins og hann er einnig þekktur, hefur fært okkur þær nokkrar sögurnar af fræknum mönnum eins og John S. Mirror. Einnig kýs ég að kalla strákinn "Sterarnir", kannski ekki fyrir það hvað hann er sjálfur afspyrnu massaður, heldur það er honum að þakka hvað ég er að verða massaður. Það eru hundruðir armbeygja sem ég hef fengið að gera þökk sé sorakjafts á karlinum og eru byssurnar að verða vel hlaðnar hjá liðinu! Ekki leiðinlegt það.
  • Ágúst: Hlýtur nafnbótina "Hr. Yfirvegaður" fyrir það hvað hann tekur öllu með jafnaðar geði. Þetta er auðvitað allt saman frussandi kaldhæðni, enda þekki ég fáa með styttri þráð en Ágúst. Menn í MGM kunna almennt að meta það, enda er æstur Ágúst einstaklega fyndinn Ágúst.
  • Stefán: Eða "Stefán Hreini" þar sem maðurinn lifir víst skýrlífi, einnig er hann betur þekktur sem "Maðurinn í búrinu" en hann er sagður þeyta skífunum eins og engin annar.
  • Alexandra: Er betur þekkt sem "Þyrnirós" eða "Vampíran" þar sem hún sést nú oftar en ekki fyrr en sólin er sest. Alexandra kýs að kenna stífu prógrami skólans um, enda eru báðar einingarnar gríðarlega þungar.
  • Tinna: Eða "Bank of America" hefur verið stoð og stytta íslenskra námsmanna sem eru nú taldir hryðjuverkamenn af alþjóðabönkum. Hún hefur séð til þess að Benjamín heldur áfram að rata í hendurnar á okkur og gerir okkur kleift að eyða eins og sannir Námsmenn.

 

Þá er nóg komið af því.

Eins og ég sagði. Spring Break næstu helgi, stefnan lögð til Panama City (efst í Flórída) og þar verður víst djammað og djúsað í 4 daga. Leiðin liggur þá með Svenna, KP og Bjartmar (sem ætlar að koma í heimsókn yfir Spring Break) yfir til Daytona þar sem við ætlum að taka fallhlífastökkið á þetta. Þá er þó ekki öll sagan sögð, því stefnan er að keyra um með kort og áttavita. Ekki leiðinlegt það!

Slúðrið segir svo að White Glove Productions séu núna að hrökkva í gírinn eftir að losna frá skólanum. Við bíðum spennt eftir því hvort eitthvað af viti komi frá þeim.

Áður en ég slútta þessu bulli þá ætla ég að óska mömmu minni (og fjölskyldunni) til lukku með nýju klessuna sem er komin í fjölskylduna. Askur undrahundur varð pabbi, eignaðist 4 hvolpa og einn þeirra fær hún móðir mín víst. Til lukku með þetta mamma mín

VIKUNNAR:

Kvikmynd Vikunnar: The Watchmen. Fáránlega ánægður með þessa mynd! Skemmtilegur stíll og yndislega dökk. Upptökur voru flottar og skemmtilegur söguþráður. Djöfull elska ég það þegar menn gera bíómyndir og hafa þær PG-13 til (bannað 12 ára) til að mjólka sem mesta peninginn úr þeim!

Lag Vikunnar: Á sama tíma að ári - Ný Dönsk. Fáránlega gott lag sem er oftar en ekki sungið þessa daganna. Textinn er svo yndislega perralegur.

Orðatiltæki vikunnar: "Eins og talað út úr mínu rassgati"  - Þegar einhver er hreinlega að bulla.

Mynd vikunnar: Saddleback Ridge. Tókst loksins að fara og taka myndir, gleymdi kortinu mínu heima svo ég tók bara eina mynd fyrir rest! Þvílíkt klúður. En hér er afraksturinn.

 

Rasskell Kastar kveðjum!

PS. já ég skal hjálpa ykkur... ég á afmæli bráðum! Tikk takk tikk takk!
Ef þið gleymið því að óska mér til hamingju þá afturkalla ég vinskap okkar! Só sorrí!

Saddleback


Það sem er inn í dag...

.... KP Hannesson, Henson eftir að hafa ákveðið á föstudegi að honum langar að læra á gítar og kaupa sér gítarinn á laugardegi.

.... KP aftur fyrir að vera enþá að spila á gítarinn og klukkan er hálf tvö

.... Texas Roadhouse, steikhús sem við félagarnir fórum á í dag. Átum á okkur gat, allt var gott á bragðið, starfsfólkið dansaði og við fengum að éta hnetur og henda skurnini á gólfið (eða í hvern annan)

.... Extreme Makeover: Home Edition, en þau eru einmitt hér í MGM að gera upp hús fyrir fjölskyldu sem gerir allt fyrðr aðra og á bágt. Komu upp í AUM og tóku eitthvað upp. Spurning um að tékka á húsinu á morgun.

.... Adobe, og öll þau forrit sem falla undir það, þá sérstaklega Illustrator og Photoshop! 

.... Canon 40 D, fyrir það að vekja ljósmyndarann í mér á ný (þó ég hafi ekki enþá fengið tíma til að ferðast um með hana).

.... Hlaup, við gerum ekki annað en að hlaupa á æfingum. Í dag átti að vera fótbolti,  en honum var fljótt breytt í hlaup. Kúl....

.... Fluid of the proper kind,  sem er einmitt dálkur hér til hægri og ég tróð einu af betri lögunum hans Jason Mraz

... Gömul Superbowl auglýsing frá E-trade!!

.... Jason Mraz, er líka að skila sínu með þessu gamla lagi hérna.

 

..... Blogg! 

 Já gott fólk það er sko allt að gerast hér á bloggsíðu Rasskelsins.

reyndar alvarlega tilgangslaus færsla en engu að síður færsla!
Eitthvað fyrir ykkur að gera!

Pís át píps.

 Kv. Rasskell


Tímaleysi, Tornado og Takkaskór...

Þar sem ég sór þess eið að verða virkasti bloggari sunnan við WalMart á Atlanta Highway þá finn ég mig knúinn til að halda áfram að henda inn færslum.

Staðan í Montgomery er hin ágætasta þessa daganna.  Kreditkortið fengið að finna duglega fyrir því með myndavélapöntun og skópöntunum. Fékk kassa með 7 takkaskóm sendan hingað í gær. Ekki leiðinlegur pakki það!
Tinna var líka svo elskuleg að hjálpa mér að panta myndavélina (þar sem ég er hryðjuverkamaður með íslenskt kreditkort) svo nú er ég loksins kominn með alvöru myndavél á ný!
Canon 40 D fyrir forvitnar sálir.
Nú fer ég að geta tekið listamannalöbbin á þetta (verst að það er hvergi hægt að labba í þessu landi).

Síðustu dagar hafa þó einkennst af eftirfarandi.

Topp æfingum: þar sem mér tekst þó yfirleitt að slútta æfingunni á undan öllum þar sem ég er straujaður og neyðist til að fara í ís og ummönun hjá sjúkraþjálfurunum. Verð að hætta að tala illa um strákana, þeir frétta það greinilega alltaf.

Fyrsta ferðin á bakkann: Fáránlega gott að komast aftur á bakkann. Tókum einnig nýju myndavélina hans Svenna í sund. Afleiðingar þess voru þó þær að KP hefur verið rúmliggjandi síðustu 2 daga með kvef og kúk. Ljótur hósti maður!

Skólanum: Hann er samur við sig. Passlega mikið nám, og maður er að skila þessu bærilega frá sér. Það besta við þetta allt saman að núna í byrjun mars þá klára ég 2 áfanga. Byrjar reyndar einn annar síðan í mars en það verður kjúklingakúkur hliðin á þessum tvem! Næs.

Tornado Warning: Í gær var stuð og stemming á bænum, send á neðstu hæð á bókasafninu, tímum var slúttað og ég veit ekki hvað. Reyndar varð aldrei neitt almennilegt úr þessu, fór allt í kringum okkur. En maður fékk að sjá og heyra í nokkrum ágætis bombum í fjarska. Alltaf gaman í óveðrunum. KP og Svenni gerðu heiðarlega tilraun til að documenta þetta, KP er nú rúmmliggjandi í 2 daga í viðbót með kvefið.

Tímaleysi: Já ég held að það sé eitthvað undarlegt í gangi hérna í MGM. Mars verður  kominn áður en ég veit af, ég verð 22 áður en ég veit af, við erum næstum því búnir að vera hérna hálfa önnina!! Ég sver ég var að lenda hérna í síðustu viku! sjiiiiddurinn!

Nýr hæfileiki: Hef líka loksins náð að læra almennilega á Illustrator (graffískt forrit) tækni sem ég hef alltaf ætlað mér að negla niður. Það kallast að Vector trace, nú þoli ég ekki íslenskuð hugtök úr tölvuheiminum eins mikið og ég elska nú íslenskuna. Læt þar við heita. Hér er í það minnsta afraksturinn. --------

 

Annars þakka ég bara fyrir innlitið. 

Munið að vera góð hvort við annað... þá gengur allt svo miklu betur!

Kv. Afi....

 ----------------------------------------

 

HAHAHHAHAHAHA BREAKING NEWS!!!!!

Einhver of fyndinn gerði þetta!!

www.hugi.is/metall    

OF gott stöff!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband